Siggi stormur spáir rauðum jólum Agnar Már Másson skrifar 11. desember 2025 18:56 Sigurður Þ. Ragnarsson er betur þekktur sem Siggi Stormur. Vísir/Vilhelm Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg. „Þetta er tónninn í spánum núna, að það verði rauð jól að minnsta kosti á Suður-, Vestur- og Austurlandi,“ sagði Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, þegar hann fór yfir langtímaspána í Reykjavík síðdegis í dag. „Mið-Norðurland verður meiri spurning,“ bætti hann við. Hann kvaðst þá eiga von á því að þar yrði frostlaust ef marka mætti þá útreikninga sem hann hefði skoðað. „Þetta hefur ekkert verið að breytast voðalega mikið milli daga, en nóg til þess að það geti ýmislegt gerst. En tónninn í þessu er alveg tiltölulega skýr: lágur loftþrýstingur, lægðagangur og þar með úrkoma og hún þá í formi rigningar væntanlega,“ hélt hann áfram: „Þannig að við erum að tala um að rauð jól séu frekar ofan á í spánum en hitt.“ Siggi er væntanlega umdeildasti veðurfræðingur landsins og taka margir spám hans með varúð. Það vakti athygli í sumar þegar Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðis virtist kominn með nóg af spám Sigga en þá hafði Vísir einmitt greint frá því að Sigurður hefði lofað betra sumri en í fyrra. Siggi hafði nefnilega spáð góðu sumri 2024, sem reyndist svo vera eitt það kaldasta það sem af var öldinni. Hann tók þó fram að Íslendingar vildu gjarnan hafa jólin hvít og útilokaði ekki að hvít jól væru möguleg. Það væru auðvitað enn allnokkrir dagar til jóla. „Þjóðarsálin er þannig gerð, að minni reynslu til tuttugu ára, að fólk vill hafa hvít jól á aðfangadag og jóladag. Svo má þetta allt saman fara,“ sagði hann. Hvað sem skoðunum Sigga líður munu landsmenn einfaldlega þurfa að bíða til jóla til að sjá hvort spá hans rætist. Veður Jól Tengdar fréttir Siggi stormur stendur við spána Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. 8. júní 2024 07:58 Siggi stormur biðst afsökunar á sumarspánni sem ekki rættist „Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst. 13. júlí 2024 06:31 „Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Sjá meira
„Þetta er tónninn í spánum núna, að það verði rauð jól að minnsta kosti á Suður-, Vestur- og Austurlandi,“ sagði Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, þegar hann fór yfir langtímaspána í Reykjavík síðdegis í dag. „Mið-Norðurland verður meiri spurning,“ bætti hann við. Hann kvaðst þá eiga von á því að þar yrði frostlaust ef marka mætti þá útreikninga sem hann hefði skoðað. „Þetta hefur ekkert verið að breytast voðalega mikið milli daga, en nóg til þess að það geti ýmislegt gerst. En tónninn í þessu er alveg tiltölulega skýr: lágur loftþrýstingur, lægðagangur og þar með úrkoma og hún þá í formi rigningar væntanlega,“ hélt hann áfram: „Þannig að við erum að tala um að rauð jól séu frekar ofan á í spánum en hitt.“ Siggi er væntanlega umdeildasti veðurfræðingur landsins og taka margir spám hans með varúð. Það vakti athygli í sumar þegar Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðis virtist kominn með nóg af spám Sigga en þá hafði Vísir einmitt greint frá því að Sigurður hefði lofað betra sumri en í fyrra. Siggi hafði nefnilega spáð góðu sumri 2024, sem reyndist svo vera eitt það kaldasta það sem af var öldinni. Hann tók þó fram að Íslendingar vildu gjarnan hafa jólin hvít og útilokaði ekki að hvít jól væru möguleg. Það væru auðvitað enn allnokkrir dagar til jóla. „Þjóðarsálin er þannig gerð, að minni reynslu til tuttugu ára, að fólk vill hafa hvít jól á aðfangadag og jóladag. Svo má þetta allt saman fara,“ sagði hann. Hvað sem skoðunum Sigga líður munu landsmenn einfaldlega þurfa að bíða til jóla til að sjá hvort spá hans rætist.
Veður Jól Tengdar fréttir Siggi stormur stendur við spána Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. 8. júní 2024 07:58 Siggi stormur biðst afsökunar á sumarspánni sem ekki rættist „Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst. 13. júlí 2024 06:31 „Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Sjá meira
Siggi stormur stendur við spána Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. 8. júní 2024 07:58
Siggi stormur biðst afsökunar á sumarspánni sem ekki rættist „Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst. 13. júlí 2024 06:31
„Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29