Einmana feður snúa vörn í sókn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2025 06:47 Þröstur hefur boðið sjö einmana feðrum til hittings. Fjölskyldufaðir fékk illt í hjartað við að lesa færslur einmana feðra á samfélagsmiðlum og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann hefur stofnað vinahóp einmana feðra og hvetur fleiri feður til að gera slíkt hið sama. „Ég hef reglulega tekið eftir því á samfélagsmiðlum líkt og Reddit og inni á Pabbatips að menn eru að mæta og biðja um ráð, að spyrja hvernig eignast maður vini og það eru kannski menn sem eru að flytja í annað bæjarfélag eða eitthvað þess háttar. Það er meira en að segja það að vera fullorðinn og spyrja annan karl: „Viltu koma að leika?“ segir Þröstur Hrafnkelsson fjölskyldufaðir í samtali við Vísi. Fékk mikil viðbrögð Hann birti færslu inni á Facebook hópnum Pabbatips í síðustu viku þar sem hann sagðist vilja bregðast við. „Ég fæ alltaf svolítið illt í hjartað að lesa hér um (eða á Reddit) um pabba (eða ekki pabba) sem eru einmana eða vinafáir. Mig langar svolítið að gera heiðarlega tilraun til að bæta úr því með því að hópa okkur saman og skipuleggja viðburði þar sem við getum hist, gert eitthvað sniðugt, borðað góðan mat og kannski fengið okkur einn kaldan. Bara svona það sem góðir vinir gera.“ Þröstur segist hafa fengið mikil viðbrögð við færslunni og hafa nokkrir haft samband við hann. „Við erum komnir núna upp í sjö, sem er frábært. Þegar ég setti þetta inn hafði ég ekki hugmynd hversu margir myndu svara en núna er fyrsti hittingur hjá okkur í plani. Við erum að spá í að fá okkur að snæða, hittast einhverstaðar og taka stöðuna bara. Þetta er uppskrift að góðu kvöldi.“ Feðurnir hafi allir átt það sameiginlegt að hafa átt erfitt með að eignast vini og einangrast á fullorðinsárunum. Nokkrir búi úti á landi. Mikið hefur verið fjallað um aukin einmanaleika í íslensku samfélagi, meðal annars í sumar en þá tóku einmana mæður sig saman inni og stofnuðu mömmuhópa. Þröstur segir erfitt að setja fingur á það hvað valdi því að svo margir séu einmana en segist hafa sínar kenningar um málið. „Það eru flestir vinahópar með einn eða tvo sem eru límið í hópnum, og eru duglegir að plana hitting. Svo getur vinskapurinn dofnað og þetta horfið með tímanum þegar þessu er ekki sinnt, svo flytur fólk og allskonar getur komið upp á.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
„Ég hef reglulega tekið eftir því á samfélagsmiðlum líkt og Reddit og inni á Pabbatips að menn eru að mæta og biðja um ráð, að spyrja hvernig eignast maður vini og það eru kannski menn sem eru að flytja í annað bæjarfélag eða eitthvað þess háttar. Það er meira en að segja það að vera fullorðinn og spyrja annan karl: „Viltu koma að leika?“ segir Þröstur Hrafnkelsson fjölskyldufaðir í samtali við Vísi. Fékk mikil viðbrögð Hann birti færslu inni á Facebook hópnum Pabbatips í síðustu viku þar sem hann sagðist vilja bregðast við. „Ég fæ alltaf svolítið illt í hjartað að lesa hér um (eða á Reddit) um pabba (eða ekki pabba) sem eru einmana eða vinafáir. Mig langar svolítið að gera heiðarlega tilraun til að bæta úr því með því að hópa okkur saman og skipuleggja viðburði þar sem við getum hist, gert eitthvað sniðugt, borðað góðan mat og kannski fengið okkur einn kaldan. Bara svona það sem góðir vinir gera.“ Þröstur segist hafa fengið mikil viðbrögð við færslunni og hafa nokkrir haft samband við hann. „Við erum komnir núna upp í sjö, sem er frábært. Þegar ég setti þetta inn hafði ég ekki hugmynd hversu margir myndu svara en núna er fyrsti hittingur hjá okkur í plani. Við erum að spá í að fá okkur að snæða, hittast einhverstaðar og taka stöðuna bara. Þetta er uppskrift að góðu kvöldi.“ Feðurnir hafi allir átt það sameiginlegt að hafa átt erfitt með að eignast vini og einangrast á fullorðinsárunum. Nokkrir búi úti á landi. Mikið hefur verið fjallað um aukin einmanaleika í íslensku samfélagi, meðal annars í sumar en þá tóku einmana mæður sig saman inni og stofnuðu mömmuhópa. Þröstur segir erfitt að setja fingur á það hvað valdi því að svo margir séu einmana en segist hafa sínar kenningar um málið. „Það eru flestir vinahópar með einn eða tvo sem eru límið í hópnum, og eru duglegir að plana hitting. Svo getur vinskapurinn dofnað og þetta horfið með tímanum þegar þessu er ekki sinnt, svo flytur fólk og allskonar getur komið upp á.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira