Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. nóvember 2025 23:35 Kýr í haga á Íslandi. Mynd úr safni. Vísir/Anton Brink Danskir bændur eru margir hættir að gefa kúm sínum fóður með íblöndunarefninu Bovaer, sem á að draga úr metanlosun dýranna þegar þau ropa og prumpa. Danir byrjuðu að nota efnið í fóður í október síðastliðnum, en eftir fjölmargar tilkynningar um veikindi meðal kúa, og jafnvel dauðsföll, hafa margir bændur frestað því að nota efnið á meðan málið er rannsakað. Samkvæmt reglugerð danskra yfirvalda þurftu öll dönsk kúabú með fleiri en fimmtíu kýr að nota íblöndunarefnið að minnsta kosti áttatíu daga á ári, frá með 1. janúar 2025. Skömmu eftir að danskir bændur fóru að nota efnið í fóður fóru að berast tilkynningar frá þeim um veikindi meðal kúnna, hita, niðurgang, frjósemisvandamál, minni mjólkurframleiðslu, og nokkur dauðsföll. Harald Olesen, danskur kúabóndi, sagði í viðtali við effektivlandbrug, að honum þætti óeðlilegt að bændur væru þvingaðir til að nota íblöndunarefnið, þar sem lítið væri vitað um áhrif þess á kýrnar til lengri tíma. Aðrir danskir bændur hafa furðað sig á neikvæðri umræðu um Bovaer. Ekki hefur verið sýnt fram á bein tengsl efnisins við veikindi kúna, en framleiðandi efnisins, hollenska fyrirtækið DSM-Firmenich, segir að engar sannanir liggi fyrir um að efnið valdi slíkum veikindum. Bovaer sé notað víða annars staðar í Evrópulöndum og hafi gefið góða raun. Rannsóknir hafi sýnt fram á að með notkun efnisins minnki metanlosun kúnna verulega. Samkvæmt umfjöllun VG í Noregi stóð einnig til að byrja nota efnið í norskum landbúnaði á næstunni, en því hefur verið frestað vegna reynslunnar í Danmörku. Tekin hefur verið ákvörðun um að bíða niðurstaðna úr rannsóknum á veiku kúnum í Danmörku áður en haldið verður áfram með verkefnið í Noregi. Landbúnaður Danmörk Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Samkvæmt reglugerð danskra yfirvalda þurftu öll dönsk kúabú með fleiri en fimmtíu kýr að nota íblöndunarefnið að minnsta kosti áttatíu daga á ári, frá með 1. janúar 2025. Skömmu eftir að danskir bændur fóru að nota efnið í fóður fóru að berast tilkynningar frá þeim um veikindi meðal kúnna, hita, niðurgang, frjósemisvandamál, minni mjólkurframleiðslu, og nokkur dauðsföll. Harald Olesen, danskur kúabóndi, sagði í viðtali við effektivlandbrug, að honum þætti óeðlilegt að bændur væru þvingaðir til að nota íblöndunarefnið, þar sem lítið væri vitað um áhrif þess á kýrnar til lengri tíma. Aðrir danskir bændur hafa furðað sig á neikvæðri umræðu um Bovaer. Ekki hefur verið sýnt fram á bein tengsl efnisins við veikindi kúna, en framleiðandi efnisins, hollenska fyrirtækið DSM-Firmenich, segir að engar sannanir liggi fyrir um að efnið valdi slíkum veikindum. Bovaer sé notað víða annars staðar í Evrópulöndum og hafi gefið góða raun. Rannsóknir hafi sýnt fram á að með notkun efnisins minnki metanlosun kúnna verulega. Samkvæmt umfjöllun VG í Noregi stóð einnig til að byrja nota efnið í norskum landbúnaði á næstunni, en því hefur verið frestað vegna reynslunnar í Danmörku. Tekin hefur verið ákvörðun um að bíða niðurstaðna úr rannsóknum á veiku kúnum í Danmörku áður en haldið verður áfram með verkefnið í Noregi.
Landbúnaður Danmörk Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira