Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2025 21:01 Árni segir þetta skýrt brot á áfengislöggjöfinni. Vísir/Arnar Lögreglan er með til skoðunar mál þar sem íþróttafélag seldi áfengi beint til stuðningsmanna. Dæmi eru um að fleiri félög hafi gert það sama og jafnvel sent áfengið heim að dyrum. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust á dögunum ábending um að Íþróttabandalag Vestmannaeyja væri að selja kassa af bjór beint til stuðningsmanna og auglýsti á samfélagsmiðlum að hægt væri að fá tuttugu og fjórar dósir af bjór á tíu þúsund krónur. Samtökin höfðu í framhaldinu samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna málsins. „Þetta er brot á áfengisauglýsingum. Þetta er brot á lögum um áfengissölu og þetta er algjörlega ósiðlegt og óboðlegt,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Lögreglan er nú með málið til skoðunar en forsvarsmenn ÍBV tóku bjórinn strax úr sölu þegar lögreglan hafði samband. „Handknattleiksdeildin ákvað að fara þessa leið til fjáröflunar, að láta framleiða bjór til að selja, og er svo sem að fara að fordæmi annarra félaga sem hafa gert slíkt hið sama. Sú fjáröflun hjá þeim liðum hefur bara gengið ósköp vel þannig við töldum okkur ekki vera að gera neitt rangt varðandi það,“ segir Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. Ekki einsdæmi Þannig hafa fleiri félög selt áfengi merkt þeim og dæmi um að þau hafi keyrt það heim til stuðningsmanna. Í byrjun sumars greindi fréttastofa frá því að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu væru sum hver að selja áfengi á leikjum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. „Það eru engar hömlur orðnar í neinu og það er auðvitað það erfiða sem erfitt í þessu að lögregluyfirvöld skuli ekki hafa brugðist miklu fastar við. Mér finnst íþróttahreyfingin í raun og veru vera að bregðast sínum markmiðum. Sínum siðferðilegu gildum. Sínu mikilvæga uppeldishlutverki og mér finnst í raun og verunni þau verða að setjast niður öll hreyfingin og velta fyrir sér fyrir hvað við stöndum. Íþróttahreyfingin getur aldrei verið í því hlutverki að standa fyrir áfengissölu og auglýsa áfengi,“ segir Árni. „Ég held að það sé bara gott að opna á samtal og fá alla að borðinu og ræða þessi mál. Auðvitað eru íþróttafélögin í framlínunni þegar kemur að forvörnum og eiga að sjálfsögðu að vera það. Íþróttastarf kostar peninga og það þarf að leita leiða til að afla fjár og þetta var ein leið og hefur gengið vel hjá öðrum félögum en ég held að punkturinn sé að opna á samtalið en ég held að það sé öllum til góðs.“ Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Vestmannaeyjar ÍBV Tengdar fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust á dögunum ábending um að Íþróttabandalag Vestmannaeyja væri að selja kassa af bjór beint til stuðningsmanna og auglýsti á samfélagsmiðlum að hægt væri að fá tuttugu og fjórar dósir af bjór á tíu þúsund krónur. Samtökin höfðu í framhaldinu samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna málsins. „Þetta er brot á áfengisauglýsingum. Þetta er brot á lögum um áfengissölu og þetta er algjörlega ósiðlegt og óboðlegt,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Lögreglan er nú með málið til skoðunar en forsvarsmenn ÍBV tóku bjórinn strax úr sölu þegar lögreglan hafði samband. „Handknattleiksdeildin ákvað að fara þessa leið til fjáröflunar, að láta framleiða bjór til að selja, og er svo sem að fara að fordæmi annarra félaga sem hafa gert slíkt hið sama. Sú fjáröflun hjá þeim liðum hefur bara gengið ósköp vel þannig við töldum okkur ekki vera að gera neitt rangt varðandi það,“ segir Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. Ekki einsdæmi Þannig hafa fleiri félög selt áfengi merkt þeim og dæmi um að þau hafi keyrt það heim til stuðningsmanna. Í byrjun sumars greindi fréttastofa frá því að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu væru sum hver að selja áfengi á leikjum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. „Það eru engar hömlur orðnar í neinu og það er auðvitað það erfiða sem erfitt í þessu að lögregluyfirvöld skuli ekki hafa brugðist miklu fastar við. Mér finnst íþróttahreyfingin í raun og veru vera að bregðast sínum markmiðum. Sínum siðferðilegu gildum. Sínu mikilvæga uppeldishlutverki og mér finnst í raun og verunni þau verða að setjast niður öll hreyfingin og velta fyrir sér fyrir hvað við stöndum. Íþróttahreyfingin getur aldrei verið í því hlutverki að standa fyrir áfengissölu og auglýsa áfengi,“ segir Árni. „Ég held að það sé bara gott að opna á samtal og fá alla að borðinu og ræða þessi mál. Auðvitað eru íþróttafélögin í framlínunni þegar kemur að forvörnum og eiga að sjálfsögðu að vera það. Íþróttastarf kostar peninga og það þarf að leita leiða til að afla fjár og þetta var ein leið og hefur gengið vel hjá öðrum félögum en ég held að punkturinn sé að opna á samtalið en ég held að það sé öllum til góðs.“
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Vestmannaeyjar ÍBV Tengdar fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00