Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2025 21:01 Árni segir þetta skýrt brot á áfengislöggjöfinni. Vísir/Arnar Lögreglan er með til skoðunar mál þar sem íþróttafélag seldi áfengi beint til stuðningsmanna. Dæmi eru um að fleiri félög hafi gert það sama og jafnvel sent áfengið heim að dyrum. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust á dögunum ábending um að Íþróttabandalag Vestmannaeyja væri að selja kassa af bjór beint til stuðningsmanna og auglýsti á samfélagsmiðlum að hægt væri að fá tuttugu og fjórar dósir af bjór á tíu þúsund krónur. Samtökin höfðu í framhaldinu samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna málsins. „Þetta er brot á áfengisauglýsingum. Þetta er brot á lögum um áfengissölu og þetta er algjörlega ósiðlegt og óboðlegt,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Lögreglan er nú með málið til skoðunar en forsvarsmenn ÍBV tóku bjórinn strax úr sölu þegar lögreglan hafði samband. „Handknattleiksdeildin ákvað að fara þessa leið til fjáröflunar, að láta framleiða bjór til að selja, og er svo sem að fara að fordæmi annarra félaga sem hafa gert slíkt hið sama. Sú fjáröflun hjá þeim liðum hefur bara gengið ósköp vel þannig við töldum okkur ekki vera að gera neitt rangt varðandi það,“ segir Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. Ekki einsdæmi Þannig hafa fleiri félög selt áfengi merkt þeim og dæmi um að þau hafi keyrt það heim til stuðningsmanna. Í byrjun sumars greindi fréttastofa frá því að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu væru sum hver að selja áfengi á leikjum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. „Það eru engar hömlur orðnar í neinu og það er auðvitað það erfiða sem erfitt í þessu að lögregluyfirvöld skuli ekki hafa brugðist miklu fastar við. Mér finnst íþróttahreyfingin í raun og veru vera að bregðast sínum markmiðum. Sínum siðferðilegu gildum. Sínu mikilvæga uppeldishlutverki og mér finnst í raun og verunni þau verða að setjast niður öll hreyfingin og velta fyrir sér fyrir hvað við stöndum. Íþróttahreyfingin getur aldrei verið í því hlutverki að standa fyrir áfengissölu og auglýsa áfengi,“ segir Árni. „Ég held að það sé bara gott að opna á samtal og fá alla að borðinu og ræða þessi mál. Auðvitað eru íþróttafélögin í framlínunni þegar kemur að forvörnum og eiga að sjálfsögðu að vera það. Íþróttastarf kostar peninga og það þarf að leita leiða til að afla fjár og þetta var ein leið og hefur gengið vel hjá öðrum félögum en ég held að punkturinn sé að opna á samtalið en ég held að það sé öllum til góðs.“ Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Vestmannaeyjar ÍBV Tengdar fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust á dögunum ábending um að Íþróttabandalag Vestmannaeyja væri að selja kassa af bjór beint til stuðningsmanna og auglýsti á samfélagsmiðlum að hægt væri að fá tuttugu og fjórar dósir af bjór á tíu þúsund krónur. Samtökin höfðu í framhaldinu samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna málsins. „Þetta er brot á áfengisauglýsingum. Þetta er brot á lögum um áfengissölu og þetta er algjörlega ósiðlegt og óboðlegt,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Lögreglan er nú með málið til skoðunar en forsvarsmenn ÍBV tóku bjórinn strax úr sölu þegar lögreglan hafði samband. „Handknattleiksdeildin ákvað að fara þessa leið til fjáröflunar, að láta framleiða bjór til að selja, og er svo sem að fara að fordæmi annarra félaga sem hafa gert slíkt hið sama. Sú fjáröflun hjá þeim liðum hefur bara gengið ósköp vel þannig við töldum okkur ekki vera að gera neitt rangt varðandi það,“ segir Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. Ekki einsdæmi Þannig hafa fleiri félög selt áfengi merkt þeim og dæmi um að þau hafi keyrt það heim til stuðningsmanna. Í byrjun sumars greindi fréttastofa frá því að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu væru sum hver að selja áfengi á leikjum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. „Það eru engar hömlur orðnar í neinu og það er auðvitað það erfiða sem erfitt í þessu að lögregluyfirvöld skuli ekki hafa brugðist miklu fastar við. Mér finnst íþróttahreyfingin í raun og veru vera að bregðast sínum markmiðum. Sínum siðferðilegu gildum. Sínu mikilvæga uppeldishlutverki og mér finnst í raun og verunni þau verða að setjast niður öll hreyfingin og velta fyrir sér fyrir hvað við stöndum. Íþróttahreyfingin getur aldrei verið í því hlutverki að standa fyrir áfengissölu og auglýsa áfengi,“ segir Árni. „Ég held að það sé bara gott að opna á samtal og fá alla að borðinu og ræða þessi mál. Auðvitað eru íþróttafélögin í framlínunni þegar kemur að forvörnum og eiga að sjálfsögðu að vera það. Íþróttastarf kostar peninga og það þarf að leita leiða til að afla fjár og þetta var ein leið og hefur gengið vel hjá öðrum félögum en ég held að punkturinn sé að opna á samtalið en ég held að það sé öllum til góðs.“
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Vestmannaeyjar ÍBV Tengdar fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00