ÍBV

Fréttamynd

Marta hetja Eyjakvenna

ÍBV og Selfoss skildu jöfn, 27-27, í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Marta Wawrzykowska, markvörður Eyjakvenna, reyndist örlagavaldurinn í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

„Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“

„Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrir­heit fyrir Fram

Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 

Handbolti
Fréttamynd

„Veit ekki hvar on-takkinn er“

Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega súr og svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta bara svíngekk“

Pétur Árni Hauksson lék stórt hlutverk í liði Stjörnunnar er Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með fimm marka sigri gegn ÍBV í kvöld, 34-29.

Handbolti
Fréttamynd

Hafa ekki tapað undan­úr­slita­leik í ní­tján ár

Undanúrslit Poweradebikars karla í handbolta fara fram á Ásvöllum í kvöld en þar berjast fjögur lið um sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Eitt af þeim er lið ÍBV en Eyjamenn eru erfiðir við að eiga þegar sjálfur bikarúrslitaleikurinn er í augsýn.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga

Dagur Arnarsson skoraði níu mörk þegar ÍBV vann 31-29 sigur gegn Gróttu í Vestmannaeyjum í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Ófarir Seltirninga halda því áfram en Eyjamenn eru komnir með átján stig, upp að hlið Stjörnunnar í 6.-7. sæti eftir 17 umferðir af 22.

Handbolti
Fréttamynd

Kári fár­veikur í HM-stofunni og endaði í hjarta­þræðingu

Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu.

Handbolti