Handbolti

Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Goðsagnarnir Grétar Þór Eyþórsson og Theodór Sigurbjörnsson stýrðu blaðamannafundinum og með þeim voru þeir Anton og Guðni Davíð.
Goðsagnarnir Grétar Þór Eyþórsson og Theodór Sigurbjörnsson stýrðu blaðamannafundinum og með þeim voru þeir Anton og Guðni Davíð.

Það verða engin jól hjá mörgum í Vestmannaeyjum ef þau missa af Stjörnuleiknum en sá leikur fer einmitt fram í Íþróttamiðstöðinni í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 17.00 og spilaðir verða tveir átta mínútna hálfleikir.

Þjálfarar liðanna sem í ár eru Navy bláir á móti gráum verða þeir Ísak Rafnsson og Magnús Stefánsson.

Leikmenn og þjálfarar meistaraflokks karla og kvenna sjá um umgjörð leiksins.

Það var mikið lagt í allt í kringum leikinn og meðal annars var haldinn blaðamannafundur sem má sjá hér fyrir neðan. Honum stjórnuðu goðsagnarnir Grétar Þór Eyþórsson og Theodór Sigurbjörnsson sem voru fulltrúar liðanna.

Á fundinum voru meðal annars allir leikmenn í Stjörnuleiknum kynntir til leiks.

Bergvin Haraldsson og Sindri Ólafsson dæma leikinn og það verður meira að segja eftirlitsmaður HSÍ á leiknum sem er Nökkvi L. Óðinsson.

Allur ágóði rennur til Downs-félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×