Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 09:02 Larry Summers var forseti Harvard til ársins 2006. Hann var einnig fjármálaráðherra í ríkisstjórn demókratans Bills Clinton á sínum tíma. AP/Michael Dwyer Fyrrverandi rektor Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega. Tölvupóstar úr dánarbúi Epstein sem demókratar á Bandaríkjaþingi birtu nýlega sýndu meðal annars hvernig Larry Summers, sem kennir enn við Harvard-háskóla, átti í reglulegum samskiptum við Epstein löngu eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Nú segir Summers ætla að stíga til hiðar til að byggja upp traust og lappa upp á sambandið við þau sem standa honum næst. „Ég skammast mín mikið fyrir gjörðir mínar og geri mér grein fyrir þeim sársauka sem þær hafa valdið. Ég tek fulla ábyrgð á misráðinni ákvörðun minni að halda áfram að eiga í samskiptum við herra Epstein,“ sagði í yfirlýsingu sem Summers sendi fjölmiðlum í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það segist Summers ætla að halda áfram að kenna við Harvard. Hann er skráður kennari í nokkrum hagfræðiáföngum. Þá hefur Summers setið í stjórn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. Falaðist eftir ráðum í ástarmálum Á meðal þess sem Summers ræddi um við Epstein í póstunum voru ráð í kvennamálum. Epstein lýstir sér meðal annars sem „vængmanni“ Summers árið 2018. Bað Summers vin sinn meðal annars um ráð um hvenær hann ætti að svara tölvupósti frá konu sem hann virðist hafa haft áhuga á. „Ég held að það sé líklega við hæfi að svara engu í bili,“ skrifaði Summers. „Hún er þegar byrjuð að hljóma þurfandi :) fínt,“ svaraði Epstein. Summers var settur af sem rektor Harvard árið 2006 eftir að hann lét niðrandi orð falla um fræðikonur. „Ég hafði orð á því að konur hefðu helming greindarvísitölunnar í heiminum án þess að geta þess að þær eru rúmlega 51 prósent mannkynsins,“ skrifaði Summers til Epstein. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Tölvupóstar úr dánarbúi Epstein sem demókratar á Bandaríkjaþingi birtu nýlega sýndu meðal annars hvernig Larry Summers, sem kennir enn við Harvard-háskóla, átti í reglulegum samskiptum við Epstein löngu eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Nú segir Summers ætla að stíga til hiðar til að byggja upp traust og lappa upp á sambandið við þau sem standa honum næst. „Ég skammast mín mikið fyrir gjörðir mínar og geri mér grein fyrir þeim sársauka sem þær hafa valdið. Ég tek fulla ábyrgð á misráðinni ákvörðun minni að halda áfram að eiga í samskiptum við herra Epstein,“ sagði í yfirlýsingu sem Summers sendi fjölmiðlum í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það segist Summers ætla að halda áfram að kenna við Harvard. Hann er skráður kennari í nokkrum hagfræðiáföngum. Þá hefur Summers setið í stjórn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. Falaðist eftir ráðum í ástarmálum Á meðal þess sem Summers ræddi um við Epstein í póstunum voru ráð í kvennamálum. Epstein lýstir sér meðal annars sem „vængmanni“ Summers árið 2018. Bað Summers vin sinn meðal annars um ráð um hvenær hann ætti að svara tölvupósti frá konu sem hann virðist hafa haft áhuga á. „Ég held að það sé líklega við hæfi að svara engu í bili,“ skrifaði Summers. „Hún er þegar byrjuð að hljóma þurfandi :) fínt,“ svaraði Epstein. Summers var settur af sem rektor Harvard árið 2006 eftir að hann lét niðrandi orð falla um fræðikonur. „Ég hafði orð á því að konur hefðu helming greindarvísitölunnar í heiminum án þess að geta þess að þær eru rúmlega 51 prósent mannkynsins,“ skrifaði Summers til Epstein.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37