Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 09:02 Larry Summers var forseti Harvard til ársins 2006. Hann var einnig fjármálaráðherra í ríkisstjórn demókratans Bills Clinton á sínum tíma. AP/Michael Dwyer Fyrrverandi rektor Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega. Tölvupóstar úr dánarbúi Epstein sem demókratar á Bandaríkjaþingi birtu nýlega sýndu meðal annars hvernig Larry Summers, sem kennir enn við Harvard-háskóla, átti í reglulegum samskiptum við Epstein löngu eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Nú segir Summers ætla að stíga til hiðar til að byggja upp traust og lappa upp á sambandið við þau sem standa honum næst. „Ég skammast mín mikið fyrir gjörðir mínar og geri mér grein fyrir þeim sársauka sem þær hafa valdið. Ég tek fulla ábyrgð á misráðinni ákvörðun minni að halda áfram að eiga í samskiptum við herra Epstein,“ sagði í yfirlýsingu sem Summers sendi fjölmiðlum í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það segist Summers ætla að halda áfram að kenna við Harvard. Hann er skráður kennari í nokkrum hagfræðiáföngum. Þá hefur Summers setið í stjórn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. Falaðist eftir ráðum í ástarmálum Á meðal þess sem Summers ræddi um við Epstein í póstunum voru ráð í kvennamálum. Epstein lýstir sér meðal annars sem „vængmanni“ Summers árið 2018. Bað Summers vin sinn meðal annars um ráð um hvenær hann ætti að svara tölvupósti frá konu sem hann virðist hafa haft áhuga á. „Ég held að það sé líklega við hæfi að svara engu í bili,“ skrifaði Summers. „Hún er þegar byrjuð að hljóma þurfandi :) fínt,“ svaraði Epstein. Summers var settur af sem rektor Harvard árið 2006 eftir að hann lét niðrandi orð falla um fræðikonur. „Ég hafði orð á því að konur hefðu helming greindarvísitölunnar í heiminum án þess að geta þess að þær eru rúmlega 51 prósent mannkynsins,“ skrifaði Summers til Epstein. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Tölvupóstar úr dánarbúi Epstein sem demókratar á Bandaríkjaþingi birtu nýlega sýndu meðal annars hvernig Larry Summers, sem kennir enn við Harvard-háskóla, átti í reglulegum samskiptum við Epstein löngu eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Nú segir Summers ætla að stíga til hiðar til að byggja upp traust og lappa upp á sambandið við þau sem standa honum næst. „Ég skammast mín mikið fyrir gjörðir mínar og geri mér grein fyrir þeim sársauka sem þær hafa valdið. Ég tek fulla ábyrgð á misráðinni ákvörðun minni að halda áfram að eiga í samskiptum við herra Epstein,“ sagði í yfirlýsingu sem Summers sendi fjölmiðlum í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það segist Summers ætla að halda áfram að kenna við Harvard. Hann er skráður kennari í nokkrum hagfræðiáföngum. Þá hefur Summers setið í stjórn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. Falaðist eftir ráðum í ástarmálum Á meðal þess sem Summers ræddi um við Epstein í póstunum voru ráð í kvennamálum. Epstein lýstir sér meðal annars sem „vængmanni“ Summers árið 2018. Bað Summers vin sinn meðal annars um ráð um hvenær hann ætti að svara tölvupósti frá konu sem hann virðist hafa haft áhuga á. „Ég held að það sé líklega við hæfi að svara engu í bili,“ skrifaði Summers. „Hún er þegar byrjuð að hljóma þurfandi :) fínt,“ svaraði Epstein. Summers var settur af sem rektor Harvard árið 2006 eftir að hann lét niðrandi orð falla um fræðikonur. „Ég hafði orð á því að konur hefðu helming greindarvísitölunnar í heiminum án þess að geta þess að þær eru rúmlega 51 prósent mannkynsins,“ skrifaði Summers til Epstein.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37