Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 10:14 New Glenn eldflauginni skotið á loft í fyrsta sinn frá Cape Canaveral í Flórída. AP/John Raoux Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað. Eldflaugin bar enga gervihnetti eða slíkt í þessu geimskoti og var markmið þess að afla sem mestra upplýsinga um geimflaugina og getu hennar fyrir frekari geimskot. New Glenn er stærðarinnar eldflaug sem á að vera endurnýtanleg og á fyrsta stig hennar að lenda aftur á jörðinni eftir geimskot. Þannig vilja forsvarsmenn Blue Origin spara mikla fjármuni við hvert geimskot en fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, er með mikið forskot á því sviði. Eldflauginni er ætlað að koma þungum farmi á braut um jörðu eða lengra út í sólkerfið en New Glenn stæðan er 98 metrar á hæð og sjö metra þykk. Fyrsta stigið keyrir á metani og það efra á fljótandi vetni. pic.twitter.com/o6sMiSABkR— Jeff Bezos (@JeffBezos) January 16, 2025 Það eina sem virðist ekki hafa engið eftir er að fyrsta stig New Glenn, sem kallast „So you‘er telling me there‘s a chance“, eftir frægri línu úr myndinni Dumb and Dumber, átti að snúa aftur til jarðar og lenda á drónaskipinu Jacklyn undan ströndum Flórída en gerði það ekki. Í yfirlýsingu frá Blue Origin segir að legið hafi fyrir að ólíklegt væri að þeim myndi takast að lenda fyrsta stiginu í fyrstu tilraun. Starfsmenn fyrirtækisins muni þó læra af reynslunni og reyna aftur í næsta geimskoti New Glenn í vor. New Glenn safely reached its intended orbit during today's NG-1 mission, accomplishing our primary objective. The second stage is in its final orbit following two successful burns of the BE-3U engines. The Blue Ring Pathfinder is receiving data and performing well. We lost the… pic.twitter.com/MmDlCb6AVj— Blue Origin (@blueorigin) January 16, 2025 Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Eldflaugin bar enga gervihnetti eða slíkt í þessu geimskoti og var markmið þess að afla sem mestra upplýsinga um geimflaugina og getu hennar fyrir frekari geimskot. New Glenn er stærðarinnar eldflaug sem á að vera endurnýtanleg og á fyrsta stig hennar að lenda aftur á jörðinni eftir geimskot. Þannig vilja forsvarsmenn Blue Origin spara mikla fjármuni við hvert geimskot en fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, er með mikið forskot á því sviði. Eldflauginni er ætlað að koma þungum farmi á braut um jörðu eða lengra út í sólkerfið en New Glenn stæðan er 98 metrar á hæð og sjö metra þykk. Fyrsta stigið keyrir á metani og það efra á fljótandi vetni. pic.twitter.com/o6sMiSABkR— Jeff Bezos (@JeffBezos) January 16, 2025 Það eina sem virðist ekki hafa engið eftir er að fyrsta stig New Glenn, sem kallast „So you‘er telling me there‘s a chance“, eftir frægri línu úr myndinni Dumb and Dumber, átti að snúa aftur til jarðar og lenda á drónaskipinu Jacklyn undan ströndum Flórída en gerði það ekki. Í yfirlýsingu frá Blue Origin segir að legið hafi fyrir að ólíklegt væri að þeim myndi takast að lenda fyrsta stiginu í fyrstu tilraun. Starfsmenn fyrirtækisins muni þó læra af reynslunni og reyna aftur í næsta geimskoti New Glenn í vor. New Glenn safely reached its intended orbit during today's NG-1 mission, accomplishing our primary objective. The second stage is in its final orbit following two successful burns of the BE-3U engines. The Blue Ring Pathfinder is receiving data and performing well. We lost the… pic.twitter.com/MmDlCb6AVj— Blue Origin (@blueorigin) January 16, 2025
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“