Slysið varð á skíðasvæðinu í Astún í Pýreneafjöllum, milli Spánar og Frakklands.
Í frétt el Pais segir að fimm þyrlur og tugir sjúkrabíla hafi verið sendir á vettvang. Skíðasvæðinu hefur verið lokað og nærliggjandi sjúkrahús voru sett í viðbragðsstöðu.
El Mundo segir að vír lyftunnar hafi losnað úr festingum vegna bilunar í snúningshjóli lyftunnar. Við það féllu fjölmargir úr stólum lyftunnar og eru að minnsta kosti þrjátíu sagðir slasaðir og þar af sautján alvarlega.
Þétt var setið í lyftunni þar sem gott veður er á svæðinu og nægur snór.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Decenas de heridos, varios de ellos graves, tras caer un telesilla en Astún, Canal Roya.
— Jorge Pueyo (@jorge_pueyo95) January 18, 2025
Enviamos toda nuestra fuerza a las personas afectadas y a sus familias, al personal de la estación y a los servicios de emergencia desplazados. pic.twitter.com/W5pc3Muu5c
Accidente en Astún. Se ha caído la silla de Canal Roya. Por suerte estamos bien pero hay heridos, hemos visto varias camillas bajando. Ánimo. #Astun pic.twitter.com/KiwVUrvCRQ
— Jaime Pelegrí (@jaimepele) January 18, 2025