Eldflaugin, sem er á stærð við Hallgrímskirkjuturn, sneri þó aftur til jarðar þar sem það var gripið með vélarmi. Var það í annað sinn sem slíkt tekst.
Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar.
Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni.
Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/aq91TloYzY
— SpaceX (@SpaceX) January 16, 2025
Starship hafði flogið í um átta og hálfa mínútu þegar samband við geimskipið slitnaði og virðist sem að fyrir það hafi slokknað á hreyflum Starship. Þegar skipið sprakk var það í um 146 kílómetra hæð á um 21.317 kílómetra hraða.
Elon Musk, eigandi SpaceX, segir fyrstu vísbendingar gefa til kynna að eldsneytisleki hafi leitt til sprengingarinnar.
Preliminary indication is that we had an oxygen/fuel leak in the cavity above the ship engine firewall that was large enough to build pressure in excess of the vent capacity.
— Elon Musk (@elonmusk) January 17, 2025
Apart from obviously double-checking for leaks, we will add fire suppression to that volume and…
Um borð í geimskipinu voru tíu Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að gera tilraun með þau og Starship á braut um jörðu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship.
Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert.
Þetta var sjöunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug.
Brakið úr Starship sást víða í gærkvöldi og kannski sérstaklega í Karíbahafinu. Fólk þar birti myndbönd á netinu í gær sem fönguðu vel hve mikið sjónarspil um var að ræða.
Just saw the most insane #spacedebris #meteorshower right now in Turks and Caicos @elonmusk what is it?? pic.twitter.com/a7f4MbEB8Q
— Dean Olson (@deankolson87) January 16, 2025
Starship Flight 7 breaking up and re-entering over Turks and Caicos pic.twitter.com/iuQ0YAy17O
— Alex D. (@adavenport354) January 16, 2025
— andres (@_thatonedolphin) January 17, 2025
Booster 14 coming in hot! The vapor cone on this landing was everything I ever hoped it would be. @NASASpaceflight pic.twitter.com/fP3GTxhL9P
— Jack Beyer (@thejackbeyer) January 17, 2025