Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélagi Hornafjarðar.
Mikilvægt er að láta vatnið bullsjóða samkvæmt leiðbeiningum Matvælastofnunar. Þá sé sniðugt að nota hraðsuðuketil þar sem þar bullsýður vatnið. Soðið vatn skal nota við matargerð, svo sem þegar matvæli eru skoluð, til tannburstunar, til böðunar ungbarna, til ísmolagerðar, kaffilögunar og fleira.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands kemur til með að taka fleiri sýni til greiningar eftir helgi og verða veittar frekari upplýsingar þá.