Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2025 08:49 Efnin bárust í neysluvatn frá flugvelli eyjarinnar. Getty/Matt Cardy Íbúum eyjarinnar Jersey hefur verið ráðlagt að gangast undir blóðtöku til að draga úr magni svokallaðra „eilífðarefna“ í blóðrásinni. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum íbúum er magnið af efnunum í hættulega mikið. Jersey er eitt af yfirráðasvæðum Bretlands á Ermasundi en lýtur sjálfstjórn. Neysluvatnið mengaðist í tengslum við notkun eldhamlandi froðu á flugvelli eyjarinnar, en hún inniheldur PFAS og er framleidd af bandaríska fyrirtækinu 3M. PFSA (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) er fjölskylda yfir 10.000 efna sem eiga það meðal annars sameiginlegt að vera notuð vegna eiginleika þeirra til að hrinda frá sér vatni og fitu. Þau geta safnast fyrir í líkamanum og hafa verið tengd við ónæmisbrest, skjaldkirtilssjúkdóma og nýrna- og þvagblöðrukrabbamein. „Ég vil þetta bara úr líkamanum. Ég vil ekki fá þvagblöðrukrabbamein,“ hefur Guardian eftir Söruh Simon, íbúa Jersey sem hefur mælst með mikið magn PFSA í blóðinu. Ráðgjafanefnd sérfræðinga, sem skipuð var af stjórnvöldum, hefur lagt til að íbúum verði boðið upp á blóðtöku, sem felur í sér að hóflegt magn blóðs er tekið úr líkamanum. Blóðið endurnýjar sig í kjölfarið en blóðtakan er endurtekin þar til ástandið er talið viðunandi. Nefndin hefur einnig lagt til að lyfið cholestyramine verði notað en rannsóknir sýna að það dregur fljótar úr magni PFSA í líkamanum. Það er einnig kostnaðarminna en getur haft aukaverkanir í för með sér. Efnin fundust fyrst í neysluvatninu rétt fyrir aldamót og í kjölfarið hætti 3M framleiðslu froðunnar. Íbúar á áhrifasvæðum flugvallarins hafa gagnrýnt það harðlega að hafa verið látnir drekka vatnið fram til 2006 en rannsóknir hafa sýnt að 70 prósent íbúa eru með hættulega mikið magn PFSA í blóðinu. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Jersey er eitt af yfirráðasvæðum Bretlands á Ermasundi en lýtur sjálfstjórn. Neysluvatnið mengaðist í tengslum við notkun eldhamlandi froðu á flugvelli eyjarinnar, en hún inniheldur PFAS og er framleidd af bandaríska fyrirtækinu 3M. PFSA (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) er fjölskylda yfir 10.000 efna sem eiga það meðal annars sameiginlegt að vera notuð vegna eiginleika þeirra til að hrinda frá sér vatni og fitu. Þau geta safnast fyrir í líkamanum og hafa verið tengd við ónæmisbrest, skjaldkirtilssjúkdóma og nýrna- og þvagblöðrukrabbamein. „Ég vil þetta bara úr líkamanum. Ég vil ekki fá þvagblöðrukrabbamein,“ hefur Guardian eftir Söruh Simon, íbúa Jersey sem hefur mælst með mikið magn PFSA í blóðinu. Ráðgjafanefnd sérfræðinga, sem skipuð var af stjórnvöldum, hefur lagt til að íbúum verði boðið upp á blóðtöku, sem felur í sér að hóflegt magn blóðs er tekið úr líkamanum. Blóðið endurnýjar sig í kjölfarið en blóðtakan er endurtekin þar til ástandið er talið viðunandi. Nefndin hefur einnig lagt til að lyfið cholestyramine verði notað en rannsóknir sýna að það dregur fljótar úr magni PFSA í líkamanum. Það er einnig kostnaðarminna en getur haft aukaverkanir í för með sér. Efnin fundust fyrst í neysluvatninu rétt fyrir aldamót og í kjölfarið hætti 3M framleiðslu froðunnar. Íbúar á áhrifasvæðum flugvallarins hafa gagnrýnt það harðlega að hafa verið látnir drekka vatnið fram til 2006 en rannsóknir hafa sýnt að 70 prósent íbúa eru með hættulega mikið magn PFSA í blóðinu. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira