Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2025 17:37 Fjöldi fólks hefur safnast saman á götum Tel Avív til að fagna því að Hamas og Ísrael hafi náð saman og að gíslunum verði sleppt. Vísir/Getty Ísrael og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé sem á að binda á enda á fimmtán mánaða átök á Gasa. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudag. Samninganefndir hafa unnið að samkomulaginu í marga mánuði. Stjórnvöld í Ísrael eiga enn eftir að samþykkja tillöguna samkvæmt fréttum AP en á erlendum miðlum er haft eftir embættismönnum að búið sé að komast að samkomulagi. Þar segir jafnframt að fólk sé komið saman í Khan Younis á Gasa til að fagna þessum tímamótum og í Tel Avív í Ísrael. Forsætisráðherra Katar Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani hefur staðfest samkomulagið á blaðamannafundi. Hann segist hafa trú á því að allir aðilar muni virða samkomulagið. Það muni eflaust koma einhver vandamál upp við innleiðingu en allir aðilar séu tilbúnir til að takast á við þau. „Þetta er vonandi síðasta blaðsíðan í þessu stríði,“ sagði Al Thani á blaðamannafundinum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulagið sem Hamas og Ísrael hafa samþykkt byggt á tillögu sem hann lagði fram í maí á þessu ári og var stutt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Biden fagnar því að búið sé að ná samkomulagi um vopnahlé, frelsun gísla og flutning hjálpargagna til Gasa. Biden sagði í yfirlýsingu sinni að Bandaríkjamenn muni aðstoða við frelsun gíslanna. Þá segir hann að í fyrsta fasa verði hægt að tryggja flutning hjálpargagna til Gasa og að á næstu sex vikunum verði samið um annað fasa sem sé varanlegur endir stríðsins. Þá segir hann að taki samningaviðræður lengri tíma en sex vikur, eins og lagt er til í planinu, muni vopnahléið samt halda. Vopnahléið muni halda eins lengi og viðræður séu í gangi. Að loknum fasa tvö verði vopnahléið varanlegt. Biden sagði vegferðina að þessum samningi hafa verið erfiða og jafnvel þá erfiðustu sem hann hefði tekið þátt í allan sinn feril. „Palestínubúar hafa gengið í gegnum helvíti,“ sagði Biden og að íbúar Gasa geti loksins hafið uppbyggingu á ný. Fjölskyldur gíslanna sem haldið hefur verið á Gasa í fimmtán mánuði kveiktu á blysum þegar þau fengu að vita að þeim yrði sleppt.Vísir/EPA Fyrsti fasi hefst á sunnudag Á ísraelska miðlinum Times of Israel segir að fyrstu gíslunum verði sleppt á sunnudag og að ríkisstjórn Ísrael muni hittast á morgun til að greiða atkvæði um tillöguna. Í frétt Israel Times segir að hafin sé vinna við að opna landamærin við Rafah svo hægt sé að koma alþjóðlegri neyðaraðstoð til Gasa. Stjórnvöld í Egyptalandi séu að undirbúa sig til að flytja til Gasa gífurlegt magn hjálpargagna. Þrír fasar Reuters segir að í fyrsta fasa samkomulagsins verði 33 gíslum sleppt, öllum konum, börnum og karlmönnum sem eru eldri en 50 ára úr haldi Hamas. Í öðrum fasa, sem hefjast á 16. degi vopnahlésis, verði öðrum gíslum sleppt og komið á varanlegu vopnahléi og herlið Ísraela yfirgefi Gasa. Í þriðja fasa á að skila líkum látinna gísla og hefja uppbyggingu á Gasa að nýju. Palestínubúar í Khan Younis bregðast við því að búið sé að komast að samkomulagi um vopnahlé.Vísir/EPA Samkomulagið hefur ekki verið birt opinberlega en í frétt Reuters segir að það muni taka um sex vikur fyrir herlið Ísrael að koma sér út af Gasasvæðinu og sleppa öllum gíslum á Gasa og föngum í Ísrael. Á vef BBC segir að Isaac Herzog forseti Ísraels hafi fundað með forseta Rauða krossins til að undirbúa frelsun gíslanna. Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans hafi komið fram að Herzog hafi ítrekað mikilvægi þessa verkefnis. Í tilkynningunni segir jafnframt að teymi Rauða krossins hafi greint forsetanum frá undirbúningi vegna flutnings gíslanna og þeim áskorunum sem Rauði krossinn standi frammi fyrir. Átökin hófust í október árið 2023 þegar Hamas réðst inn í Ísrael og drápu um 1.200 manns og tóku 250 gísla til Gasa. Samkvæmt samkomulaginu verður öllum gíslum sem enn eru í haldi á Gasa sleppt á gildistíma samkomulagsins. Fram kemur á BBC að þeir séu 94 en 34 af þeim séu taldir látnir. Trump búinn að staðfesta Þar stendur jafnframt að Hamas-liði hafi staðfesti við BBC að Hamas hafi tilkynnt sáttamiðlurum frá Katar og Egyptalandi að þeir hafi samþykkt vopnahléstillöguna. Hann hafi staðfest þetta við BBC á sama tíma og fjallað var um það í ísraelskum miðlum að Hamas hafi gert kröfu um breytingar á tillögunni rétt áður en halda átti blaðamannafund um málið. Kröfur þeirra eiga að hafa tengst Philadelphi ganginum sem er landsvæði á Gasa við Egyptaland. Á Gasa er einnig fagnað. Myndin er tekin í Deir al-Balah á Gasa.Vísir/AP Eftir árás Hamas í október 2023 réðust Ísraelar inn á Gasa og hafa drepið um 46 þúsund manns síðan samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza sem stýrt er af Hamas-liðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna birti fyrir stuttu tilkynningu á samfélagsmiðlinum sínum Truth social að samninganefndir hefðu komist að samkomulagi og að öll gíslunum yrði sleppt fljótlega. Fréttin er í vinnslu og hefur verið uppfærð. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Samninganefndir hafa unnið að samkomulaginu í marga mánuði. Stjórnvöld í Ísrael eiga enn eftir að samþykkja tillöguna samkvæmt fréttum AP en á erlendum miðlum er haft eftir embættismönnum að búið sé að komast að samkomulagi. Þar segir jafnframt að fólk sé komið saman í Khan Younis á Gasa til að fagna þessum tímamótum og í Tel Avív í Ísrael. Forsætisráðherra Katar Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani hefur staðfest samkomulagið á blaðamannafundi. Hann segist hafa trú á því að allir aðilar muni virða samkomulagið. Það muni eflaust koma einhver vandamál upp við innleiðingu en allir aðilar séu tilbúnir til að takast á við þau. „Þetta er vonandi síðasta blaðsíðan í þessu stríði,“ sagði Al Thani á blaðamannafundinum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulagið sem Hamas og Ísrael hafa samþykkt byggt á tillögu sem hann lagði fram í maí á þessu ári og var stutt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Biden fagnar því að búið sé að ná samkomulagi um vopnahlé, frelsun gísla og flutning hjálpargagna til Gasa. Biden sagði í yfirlýsingu sinni að Bandaríkjamenn muni aðstoða við frelsun gíslanna. Þá segir hann að í fyrsta fasa verði hægt að tryggja flutning hjálpargagna til Gasa og að á næstu sex vikunum verði samið um annað fasa sem sé varanlegur endir stríðsins. Þá segir hann að taki samningaviðræður lengri tíma en sex vikur, eins og lagt er til í planinu, muni vopnahléið samt halda. Vopnahléið muni halda eins lengi og viðræður séu í gangi. Að loknum fasa tvö verði vopnahléið varanlegt. Biden sagði vegferðina að þessum samningi hafa verið erfiða og jafnvel þá erfiðustu sem hann hefði tekið þátt í allan sinn feril. „Palestínubúar hafa gengið í gegnum helvíti,“ sagði Biden og að íbúar Gasa geti loksins hafið uppbyggingu á ný. Fjölskyldur gíslanna sem haldið hefur verið á Gasa í fimmtán mánuði kveiktu á blysum þegar þau fengu að vita að þeim yrði sleppt.Vísir/EPA Fyrsti fasi hefst á sunnudag Á ísraelska miðlinum Times of Israel segir að fyrstu gíslunum verði sleppt á sunnudag og að ríkisstjórn Ísrael muni hittast á morgun til að greiða atkvæði um tillöguna. Í frétt Israel Times segir að hafin sé vinna við að opna landamærin við Rafah svo hægt sé að koma alþjóðlegri neyðaraðstoð til Gasa. Stjórnvöld í Egyptalandi séu að undirbúa sig til að flytja til Gasa gífurlegt magn hjálpargagna. Þrír fasar Reuters segir að í fyrsta fasa samkomulagsins verði 33 gíslum sleppt, öllum konum, börnum og karlmönnum sem eru eldri en 50 ára úr haldi Hamas. Í öðrum fasa, sem hefjast á 16. degi vopnahlésis, verði öðrum gíslum sleppt og komið á varanlegu vopnahléi og herlið Ísraela yfirgefi Gasa. Í þriðja fasa á að skila líkum látinna gísla og hefja uppbyggingu á Gasa að nýju. Palestínubúar í Khan Younis bregðast við því að búið sé að komast að samkomulagi um vopnahlé.Vísir/EPA Samkomulagið hefur ekki verið birt opinberlega en í frétt Reuters segir að það muni taka um sex vikur fyrir herlið Ísrael að koma sér út af Gasasvæðinu og sleppa öllum gíslum á Gasa og föngum í Ísrael. Á vef BBC segir að Isaac Herzog forseti Ísraels hafi fundað með forseta Rauða krossins til að undirbúa frelsun gíslanna. Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans hafi komið fram að Herzog hafi ítrekað mikilvægi þessa verkefnis. Í tilkynningunni segir jafnframt að teymi Rauða krossins hafi greint forsetanum frá undirbúningi vegna flutnings gíslanna og þeim áskorunum sem Rauði krossinn standi frammi fyrir. Átökin hófust í október árið 2023 þegar Hamas réðst inn í Ísrael og drápu um 1.200 manns og tóku 250 gísla til Gasa. Samkvæmt samkomulaginu verður öllum gíslum sem enn eru í haldi á Gasa sleppt á gildistíma samkomulagsins. Fram kemur á BBC að þeir séu 94 en 34 af þeim séu taldir látnir. Trump búinn að staðfesta Þar stendur jafnframt að Hamas-liði hafi staðfesti við BBC að Hamas hafi tilkynnt sáttamiðlurum frá Katar og Egyptalandi að þeir hafi samþykkt vopnahléstillöguna. Hann hafi staðfest þetta við BBC á sama tíma og fjallað var um það í ísraelskum miðlum að Hamas hafi gert kröfu um breytingar á tillögunni rétt áður en halda átti blaðamannafund um málið. Kröfur þeirra eiga að hafa tengst Philadelphi ganginum sem er landsvæði á Gasa við Egyptaland. Á Gasa er einnig fagnað. Myndin er tekin í Deir al-Balah á Gasa.Vísir/AP Eftir árás Hamas í október 2023 réðust Ísraelar inn á Gasa og hafa drepið um 46 þúsund manns síðan samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza sem stýrt er af Hamas-liðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna birti fyrir stuttu tilkynningu á samfélagsmiðlinum sínum Truth social að samninganefndir hefðu komist að samkomulagi og að öll gíslunum yrði sleppt fljótlega. Fréttin er í vinnslu og hefur verið uppfærð.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira