Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2025 11:01 Slökkviliðsmaður kælir jarðveg eftir gróðureld í Malibú í Kaliforníu í desember. Til viðbótar við losun manna losnaði umtalsverður koltvísýringur út í andrúmsloftið vegna gróðurelda víða um heim í fyrra sem var hlýjasta árið í mælingasögunni. Vísir/EPA Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt. Styrkur koltvísýrings nam mest 424 hlutum af milljón (ppm) yfir norðurhvelsveturinn í fyrra og jókst um 3,6 hluta úr milljón frá 2023. Þetta er mesta aukning á milli ára frá því að samfelldar mælingar hófust á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí árið 1958. Styrkur gróðurhúsalofttegundurinnar er nú helmingi hærri en áður en iðnbyltingin hófst og sá hæsti á jörðinni í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Þótt að koltvísýringur sé snefilefni í lofthjúpnum hefur hann mikil áhrif á hitastig yfir yfirborð jarðar þar sem hann fangar hitageislun. Hann lifir í aldir og allt að þúsund ár í lofthjúpnum. Því heldur losun mannkynsins á honum frá iðnbyltingu áfram að hlaðast upp í andrúmsloftinu. Árleg losun manna nemur tugum milljarða tonna. „Þessar nýjustu niðurstöður staðfesta enn frekar að við erum á leið inn á ókannaðar slóðir hraðar er nokkru sinni áður þar sem það herðir enn á aukningunni,“ segir Ralph Keeling sem stýrir mælingunum við Scripps-hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna við breska ríkisútvarpið BBC. Bruni jarðefnaeldsneyti í nýjum hæðum Nokkrar vísindastofnanir staðfestu í síðustu viku að árið 2024 hefði verið það hlýjasta í mælingasögunni. Það var jafnframt það fyrsta þar sem hlýnun jarðar fór umfram þær 1,5 gráður frá iðnbyltingu sem miðað var við í Parísarsamkomulaginu árið 2015. Miðað er við að hlýnun verði ekki meiri sem meðaltal yfir nokkurra áratuga skeið. Bráðabirgðagögn Global Carbon Project, hóps sem rannsakar losun gróðurhúsalofttegunda, benda til þess að koltvísýringslosun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hafi náð nýjum hæðum í fyrra. Í ofanálag hafi jörðin sjálf verið verr í stakk búin til að binda kolefnið en áður vegna gróðurelda og þurrka. Áætlað er að hún hafi bundið um helming þess kolefnis sem mannkynið hefur losað, bæði í hafinu og í gróðri. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp manngerða hlýnun í fyrra. Andstæða El niño er nú tekin við og því telja vísindamenn að árið í ár verði ekki jafnheitt og 2024. Það verður þó skammgóður svali. „Þótt það kunni að vera tímabundin grið með aðeins svalari hitastigi mun hlýnun halda áfram vegna þess að koltvísýringur hleðst ennþá upp í lofthjúpnum,“ segir Richard Betts frá bresku veðurstofunni. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Styrkur koltvísýrings nam mest 424 hlutum af milljón (ppm) yfir norðurhvelsveturinn í fyrra og jókst um 3,6 hluta úr milljón frá 2023. Þetta er mesta aukning á milli ára frá því að samfelldar mælingar hófust á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí árið 1958. Styrkur gróðurhúsalofttegundurinnar er nú helmingi hærri en áður en iðnbyltingin hófst og sá hæsti á jörðinni í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Þótt að koltvísýringur sé snefilefni í lofthjúpnum hefur hann mikil áhrif á hitastig yfir yfirborð jarðar þar sem hann fangar hitageislun. Hann lifir í aldir og allt að þúsund ár í lofthjúpnum. Því heldur losun mannkynsins á honum frá iðnbyltingu áfram að hlaðast upp í andrúmsloftinu. Árleg losun manna nemur tugum milljarða tonna. „Þessar nýjustu niðurstöður staðfesta enn frekar að við erum á leið inn á ókannaðar slóðir hraðar er nokkru sinni áður þar sem það herðir enn á aukningunni,“ segir Ralph Keeling sem stýrir mælingunum við Scripps-hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna við breska ríkisútvarpið BBC. Bruni jarðefnaeldsneyti í nýjum hæðum Nokkrar vísindastofnanir staðfestu í síðustu viku að árið 2024 hefði verið það hlýjasta í mælingasögunni. Það var jafnframt það fyrsta þar sem hlýnun jarðar fór umfram þær 1,5 gráður frá iðnbyltingu sem miðað var við í Parísarsamkomulaginu árið 2015. Miðað er við að hlýnun verði ekki meiri sem meðaltal yfir nokkurra áratuga skeið. Bráðabirgðagögn Global Carbon Project, hóps sem rannsakar losun gróðurhúsalofttegunda, benda til þess að koltvísýringslosun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hafi náð nýjum hæðum í fyrra. Í ofanálag hafi jörðin sjálf verið verr í stakk búin til að binda kolefnið en áður vegna gróðurelda og þurrka. Áætlað er að hún hafi bundið um helming þess kolefnis sem mannkynið hefur losað, bæði í hafinu og í gróðri. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp manngerða hlýnun í fyrra. Andstæða El niño er nú tekin við og því telja vísindamenn að árið í ár verði ekki jafnheitt og 2024. Það verður þó skammgóður svali. „Þótt það kunni að vera tímabundin grið með aðeins svalari hitastigi mun hlýnun halda áfram vegna þess að koltvísýringur hleðst ennþá upp í lofthjúpnum,“ segir Richard Betts frá bresku veðurstofunni.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent