„Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 08:20 Gaiman stærði sig af því að vera ríkur og frægur og er sagður hafa greitt nokkrum kvennanna háar upphæðir til að þær gætu keypt sér aðstoð til að vinna úr kynnunum við hann. Getty/Randy Shropshire Rithöfundurinn Neil Gaiman neitar því staðfastlega að hafa nokkurn tímann brotið gegn konum og þvingað þær til að gera eitthvað gegn vilja þeirra. Hann viðurkennir þó að hafa átt að gera betur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Gaiman birti á vefsíðu sinni á þriðjudag en tilefnið er umfjöllun Vulture, þar sem greint er frá ásökunum átta kvenna sem saka rithöfundinn um að hafa brotið gegn sér og farið langt yfir mörk. Meðal þeirra sem stíga fram er Scarlett Pavlovich, sem kynntist Gaiman í gegnum fyrrverandi eiginkonu hans, Amöndu Palmer, árið 2022. Pavlovich var 24 ára gömul, hálf heimilislaus og tók að sér að passa 5 ára son Gaiman og Palmer. Í samtali við Vulture lýsir hún því hvernig Gaiman reyndi að nauðga henni fyrsta kvöldið sem þau hittust, á meðan þau biðu eftir að sonur hans kæmi heim frá vini. Hún var hrein mey, samkynhneigð og hafði verið misnotuð af 45 ára manni þegar hún var 15 ára. „Kallaðu mig Meistara og þá fæ ég það,“ sagði Gaiman, þá 62 ára, þar sem hann kom Pavlovich að óvörum ofan í baðkari. „Vertu góð stúlka. Þú ert góð lítil stúlka.“ Last July, Neil Gaiman, author of The Sandman and American Gods, was accused of sexual assault. Lila Shapiro goes deep on the allegations and looks at his upbringing in Scientology and his relationship with his wife, Amanda Palmer, and what she knew. https://t.co/pQzQqATrny— Vulture (@vulture) January 13, 2025 Gróft og sársaukafullt Gaiman er ef til vill þekktastur fyrir teiknimyndasöguna Sandman og skáldsögur á borð við American Gods, Coraline, The Graveyard Book og Good Omens, sem hann skrifaði með Terry Pratchett. Ásakanir gegn honum um kynferðisofbeldi komu fyrst í sviðsljósið í fyrra, þegar fjallað var um þær í hlaðvarpinu „Meistari“ úr smiðju Tortoise Media. Konurnar sem sakað hafa Gaiman um að hafa brotið á sér hefur hins vegar fjölgað síðan og byggir umfjöllun Vulture á samtölum við átta þeirra. Margar eiga það sameiginlegt að hafa upplifað að Gaiman nýtti sér aðstöðumunin á milli þeirra til að fara yfir mörk og láta þær taka þátt í kynlífsathöfnum án þess að spyrja þær fyrirfram. Í mörgum tilvikum var kynlífið gróft og sársaukafullt. Samkvæmt vinum Palmer og Gaiman sjálfum biðlaði Palmer til eiginmannsins fyrrverandi að láta nýju barnapíuna í friði.Getty/Taylor Hill Tvær kvennanna unnu fyrir Gaiman þegar þær upplifðu ofbeldið og fimm voru aðdáendur hans. Kendra Stout var aðeins 18 ára þegar samband hennar og Gaiman hófst. Hún lýsir því hvernig rithöfundurinn kynnti hana fyrir BDSM, nema hvað að í hans tilviki fór engin umræða fram um „öryggisorð“, takmörk eða hvað hún vildi. Stout segir kynlífið meðal annars hafa verið sársaukafullt þar sem hann vildi hvorki forleik né notaði sleipiefni. Þá lýsir hún til að mynda einu tilviki þar sem hún neitaði kynlífi vegna alvarlegrar þvagfærasýkingar. „Þú mátt ekki segja neitt í leggöngin, annars dey ég,“ sagði hún kvalin. Gaiman brást við með því að reyna að stinga fingrunum inn og síðan getnaðarlim sínum. „Það slokknaði bara á mér,“ lýsir Stout í viðtalinu. BDSM eða kynferðisofbeldi? Stjórnendur hlaðvarpsins settu sig í samband við fulltrúa Gaiman sem sögðu það afstöðu rithöfundarins að niðurlægjandi kynlíf og BDSM væri ekki fyrir alla en á milli tveggja sjálfráða einstaklinga væri það löglegt. Í umfjöllun Vulture, sem ber yfirskriftina „Það er ekkert orð öruggt“, er hins vegar vísað til þess að þeir sem stundi BDSM kynlíf geri það aðeins með yfirlýstu samþykki og ákveðnum skilmálum, meðal annars samkomulagi um öryggisorð. Notkun orðsins þýðir að nú sé komið nóg og viðkomandi vilji ekki meira. „Ég hef þagað þar til nú,“ segir Gaiman, yfirlýstur femínisti, í yfirlýsinguni á vefsíðu sinni. „Bæði af virðingu við þá sem voru að deila sögum sínum og af því að ég vildi ekki vekja frekari athygli á mörgum falsupplýsingum.“ Gaiman segist hafa farið í gegnum samskipti sín við konurnar og ekki getað túlkað þau öðruvísi nú en hann gerði á sínum tíma; að um væri að ræða skilaboð milli tveggja samþykkra einstaklinga í kynferðissambandi. Hann segist hins vegar hefðu mátt vanda sig betur og gefur jafnvel í skyn að ásakanir kvennanna megi að einhverju leyti rekja til þess að hann hafi ekki gefið sig að þeim tilfinningalega. Gaiman ítrekar að hann muni ekki samþykkja að hafa brotið gegn einum né neinum. „Sumar af þeim hræðilegum sögum sem nú eru sagðar áttu sér einfaldlega aldrei stað, á meðan aðrar hafa verið svo skrumskældar að þær endurspegla alls ekki raunveruleikann,“ segir Gaiman. Hann sé reiðubúinn til að axla ábyrgð á mistökum sínum en ekki til þess að snúa baki við sannleikanum og sætta sig við að vera sakaður um að vera einhver sem hann sé ekki. Kom eiginkonunni fyrrverandi ekki á óvart Konurnar gangast sjálfar við því að hafa áfram átt í samskiptum við Gaiman, jafnvel þótt hann hefði þá þegar brotið á þeim. En eins og fyrr segir þá voru þær, að minnsta kosti í einhverjum tilvikum, í afar erfiðri stöðu gagnvart honum. Pavlovich átti til að mynda varla í önnur hús að venda. Hún sagði þó Palmer, fyrrverandi eiginkonu Gaiman, að lokum frá upplifun sinni. Uppljóstrunin virtist ekki koma Palmer, sem batt enda á hjónabandið meðal annars vegna framhjáhalds Gaiman, á óvart. Að sögn Pavlovich höfðu margar aðrar konur greint Palmer frá því að hafa verið áreittar af Gaiman, meðal annars önnur barnfóstra. Palmer, tónlistarkona, höfundur og áhrifavaldur, sagðist myndu annast um Pavlovich; hún hefði gert það áður. Amanda Palmer is ‘profoundly disturbed’ by the sexual assault and abuse allegations against her estranged husband, Neil Gaiman, but ‘she has no comment,’ a representative said. https://t.co/bsV1SNlwdH— Vulture (@vulture) January 15, 2025 Lýsingar kvennanna á framkomu Gaiman eru ógeðfelldar en Pavlovich segir hann meðal annars hafa leitað á hana á meðan sonur hans lá á milli þeirra. Þá hafi hann látið hana sleikja þvag og saur af getnaðarlim sínum auk þess sem hann hafi einu sinni gengið svo hart að henni í endaþarmsmökum að það hafi liðið yfir hana. Engu að síður hélt hún áfram að vera í samskiptum við hann, jafnvel eftir að hún hafði greint Palmer frá ofbeldinu. Samkvæmt lýsingunum er engu líkara en að Pavlovich hafi verið Gaiman algjörlega undirgefin. Hún lagði fram kæru gegn honum í janúar 2023 en var sagt að framhaldið myndi velta á vitnisburði Palmer. Palmer, þrátt fyrir fögur fyrirheit, neitaði að ræða við lögreglu. Hún hefur sagt ásakanirnar „afar truflandi“ en hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um málið. Kynferðisofbeldi Bókmenntir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Gaiman birti á vefsíðu sinni á þriðjudag en tilefnið er umfjöllun Vulture, þar sem greint er frá ásökunum átta kvenna sem saka rithöfundinn um að hafa brotið gegn sér og farið langt yfir mörk. Meðal þeirra sem stíga fram er Scarlett Pavlovich, sem kynntist Gaiman í gegnum fyrrverandi eiginkonu hans, Amöndu Palmer, árið 2022. Pavlovich var 24 ára gömul, hálf heimilislaus og tók að sér að passa 5 ára son Gaiman og Palmer. Í samtali við Vulture lýsir hún því hvernig Gaiman reyndi að nauðga henni fyrsta kvöldið sem þau hittust, á meðan þau biðu eftir að sonur hans kæmi heim frá vini. Hún var hrein mey, samkynhneigð og hafði verið misnotuð af 45 ára manni þegar hún var 15 ára. „Kallaðu mig Meistara og þá fæ ég það,“ sagði Gaiman, þá 62 ára, þar sem hann kom Pavlovich að óvörum ofan í baðkari. „Vertu góð stúlka. Þú ert góð lítil stúlka.“ Last July, Neil Gaiman, author of The Sandman and American Gods, was accused of sexual assault. Lila Shapiro goes deep on the allegations and looks at his upbringing in Scientology and his relationship with his wife, Amanda Palmer, and what she knew. https://t.co/pQzQqATrny— Vulture (@vulture) January 13, 2025 Gróft og sársaukafullt Gaiman er ef til vill þekktastur fyrir teiknimyndasöguna Sandman og skáldsögur á borð við American Gods, Coraline, The Graveyard Book og Good Omens, sem hann skrifaði með Terry Pratchett. Ásakanir gegn honum um kynferðisofbeldi komu fyrst í sviðsljósið í fyrra, þegar fjallað var um þær í hlaðvarpinu „Meistari“ úr smiðju Tortoise Media. Konurnar sem sakað hafa Gaiman um að hafa brotið á sér hefur hins vegar fjölgað síðan og byggir umfjöllun Vulture á samtölum við átta þeirra. Margar eiga það sameiginlegt að hafa upplifað að Gaiman nýtti sér aðstöðumunin á milli þeirra til að fara yfir mörk og láta þær taka þátt í kynlífsathöfnum án þess að spyrja þær fyrirfram. Í mörgum tilvikum var kynlífið gróft og sársaukafullt. Samkvæmt vinum Palmer og Gaiman sjálfum biðlaði Palmer til eiginmannsins fyrrverandi að láta nýju barnapíuna í friði.Getty/Taylor Hill Tvær kvennanna unnu fyrir Gaiman þegar þær upplifðu ofbeldið og fimm voru aðdáendur hans. Kendra Stout var aðeins 18 ára þegar samband hennar og Gaiman hófst. Hún lýsir því hvernig rithöfundurinn kynnti hana fyrir BDSM, nema hvað að í hans tilviki fór engin umræða fram um „öryggisorð“, takmörk eða hvað hún vildi. Stout segir kynlífið meðal annars hafa verið sársaukafullt þar sem hann vildi hvorki forleik né notaði sleipiefni. Þá lýsir hún til að mynda einu tilviki þar sem hún neitaði kynlífi vegna alvarlegrar þvagfærasýkingar. „Þú mátt ekki segja neitt í leggöngin, annars dey ég,“ sagði hún kvalin. Gaiman brást við með því að reyna að stinga fingrunum inn og síðan getnaðarlim sínum. „Það slokknaði bara á mér,“ lýsir Stout í viðtalinu. BDSM eða kynferðisofbeldi? Stjórnendur hlaðvarpsins settu sig í samband við fulltrúa Gaiman sem sögðu það afstöðu rithöfundarins að niðurlægjandi kynlíf og BDSM væri ekki fyrir alla en á milli tveggja sjálfráða einstaklinga væri það löglegt. Í umfjöllun Vulture, sem ber yfirskriftina „Það er ekkert orð öruggt“, er hins vegar vísað til þess að þeir sem stundi BDSM kynlíf geri það aðeins með yfirlýstu samþykki og ákveðnum skilmálum, meðal annars samkomulagi um öryggisorð. Notkun orðsins þýðir að nú sé komið nóg og viðkomandi vilji ekki meira. „Ég hef þagað þar til nú,“ segir Gaiman, yfirlýstur femínisti, í yfirlýsinguni á vefsíðu sinni. „Bæði af virðingu við þá sem voru að deila sögum sínum og af því að ég vildi ekki vekja frekari athygli á mörgum falsupplýsingum.“ Gaiman segist hafa farið í gegnum samskipti sín við konurnar og ekki getað túlkað þau öðruvísi nú en hann gerði á sínum tíma; að um væri að ræða skilaboð milli tveggja samþykkra einstaklinga í kynferðissambandi. Hann segist hins vegar hefðu mátt vanda sig betur og gefur jafnvel í skyn að ásakanir kvennanna megi að einhverju leyti rekja til þess að hann hafi ekki gefið sig að þeim tilfinningalega. Gaiman ítrekar að hann muni ekki samþykkja að hafa brotið gegn einum né neinum. „Sumar af þeim hræðilegum sögum sem nú eru sagðar áttu sér einfaldlega aldrei stað, á meðan aðrar hafa verið svo skrumskældar að þær endurspegla alls ekki raunveruleikann,“ segir Gaiman. Hann sé reiðubúinn til að axla ábyrgð á mistökum sínum en ekki til þess að snúa baki við sannleikanum og sætta sig við að vera sakaður um að vera einhver sem hann sé ekki. Kom eiginkonunni fyrrverandi ekki á óvart Konurnar gangast sjálfar við því að hafa áfram átt í samskiptum við Gaiman, jafnvel þótt hann hefði þá þegar brotið á þeim. En eins og fyrr segir þá voru þær, að minnsta kosti í einhverjum tilvikum, í afar erfiðri stöðu gagnvart honum. Pavlovich átti til að mynda varla í önnur hús að venda. Hún sagði þó Palmer, fyrrverandi eiginkonu Gaiman, að lokum frá upplifun sinni. Uppljóstrunin virtist ekki koma Palmer, sem batt enda á hjónabandið meðal annars vegna framhjáhalds Gaiman, á óvart. Að sögn Pavlovich höfðu margar aðrar konur greint Palmer frá því að hafa verið áreittar af Gaiman, meðal annars önnur barnfóstra. Palmer, tónlistarkona, höfundur og áhrifavaldur, sagðist myndu annast um Pavlovich; hún hefði gert það áður. Amanda Palmer is ‘profoundly disturbed’ by the sexual assault and abuse allegations against her estranged husband, Neil Gaiman, but ‘she has no comment,’ a representative said. https://t.co/bsV1SNlwdH— Vulture (@vulture) January 15, 2025 Lýsingar kvennanna á framkomu Gaiman eru ógeðfelldar en Pavlovich segir hann meðal annars hafa leitað á hana á meðan sonur hans lá á milli þeirra. Þá hafi hann látið hana sleikja þvag og saur af getnaðarlim sínum auk þess sem hann hafi einu sinni gengið svo hart að henni í endaþarmsmökum að það hafi liðið yfir hana. Engu að síður hélt hún áfram að vera í samskiptum við hann, jafnvel eftir að hún hafði greint Palmer frá ofbeldinu. Samkvæmt lýsingunum er engu líkara en að Pavlovich hafi verið Gaiman algjörlega undirgefin. Hún lagði fram kæru gegn honum í janúar 2023 en var sagt að framhaldið myndi velta á vitnisburði Palmer. Palmer, þrátt fyrir fögur fyrirheit, neitaði að ræða við lögreglu. Hún hefur sagt ásakanirnar „afar truflandi“ en hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um málið.
Kynferðisofbeldi Bókmenntir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira