Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 16:25 Margir hafa fagnað sigri hersins á sveitum RSF í Wad Madani en hermenn hafa þó verið sakaðir um ýmis ódæði gegn fólki á svæðinu. AP/Marwan Ali Yfirmaður hers Súdan hefur sett á laggirnar rannsókn vegna ásakana um að hermenn hafi framið umfangsmikil ódæði í Wad Madani, höfuðborg Gezira-héraðs, eftir að hún féll í hendur hersins á dögunum. Þar áður hafði borgin lengi verið í höndum sveita Rapid Support Forces eða RSF. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, lýsti þessu yfir í dag en herinn tók borgina á laugardaginn. Síðan þá hafa hjálparsamtök og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Súdan sagt fregnir af umfangsmiklum ódæðum gegn íbúum borgarinnar og nærliggjandi þorpa, eins og fram kemur í frétt BBC. Myndefni af meintum ódæðum hermanna hefur einnig verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Eitt þeirra sýnir manni kastað ofan af brú og hann svo skotinn ítrekað. Annað sýnir lík að minnsta kosti þrjátíu manna liggja við vegg. Samkvæmt frétt BBC hefur Burhani stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanirnar gegn hernum í Wad Madani og eiga meðlimir hennar að skila skýrslu til herforingjans eftir viku. Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan, eins og farið var yfir í fréttaskýringu um átök á Sahel-svæðinu svokallaða í október. Milljónir standa frammi fyrir hungursneyð Wad Madani er staðsett um 140 kílómetra suðsuðaustur af Khartoum, höfuðborg Súdan, og situr á krossgötum mikilvægra vega í átt að höfuðborginni. Herinn er nú sagður sækja fram í átt að Khartoum. Al-Burhan og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hernum hefur vaxið ásmegin á undanförnum mánuðum. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Tugir þúsunda eru taldir liggja í valnum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti Dagalo refsiaðgerðum á dögunum og stendur til að gera slíkt hið sama gegn al-Burhan, samkvæmt frétt Reuters. Súdan Hernaður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira
Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, lýsti þessu yfir í dag en herinn tók borgina á laugardaginn. Síðan þá hafa hjálparsamtök og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Súdan sagt fregnir af umfangsmiklum ódæðum gegn íbúum borgarinnar og nærliggjandi þorpa, eins og fram kemur í frétt BBC. Myndefni af meintum ódæðum hermanna hefur einnig verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Eitt þeirra sýnir manni kastað ofan af brú og hann svo skotinn ítrekað. Annað sýnir lík að minnsta kosti þrjátíu manna liggja við vegg. Samkvæmt frétt BBC hefur Burhani stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanirnar gegn hernum í Wad Madani og eiga meðlimir hennar að skila skýrslu til herforingjans eftir viku. Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan, eins og farið var yfir í fréttaskýringu um átök á Sahel-svæðinu svokallaða í október. Milljónir standa frammi fyrir hungursneyð Wad Madani er staðsett um 140 kílómetra suðsuðaustur af Khartoum, höfuðborg Súdan, og situr á krossgötum mikilvægra vega í átt að höfuðborginni. Herinn er nú sagður sækja fram í átt að Khartoum. Al-Burhan og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hernum hefur vaxið ásmegin á undanförnum mánuðum. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Tugir þúsunda eru taldir liggja í valnum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti Dagalo refsiaðgerðum á dögunum og stendur til að gera slíkt hið sama gegn al-Burhan, samkvæmt frétt Reuters.
Súdan Hernaður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira