Erlent Borgarastyrjöldin á Sri Lanka hafin á ný Svo virðist sem borgarastyrjöldin á Sri Lanka sé hafin á ný að öllu leyti nema að nafninu til. Danir, Svíar og Finnar hafa ákveðið að kalla friðargæsluliða sína þar heim. Erlent 2.8.2006 12:06 Yukos úrskurðað gjaldþrota Rússneska olíufélagið Yukos hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið var stærsti olíuframleiðandi í Rússlandi þar til stofnandi Yukos var ákærður fyrir ýmis fjársvik fyrir þremur árum. Erlent 1.8.2006 22:28 B6 vítamín gegn Parkinsons? Neysla B6 vítamíns virðist minnka líkurnar á að fá Parkinsons-sjúkdóminn. Því meira B6 vítamín, því betra. Hollensk rannsókn bendir til þess að neysla B6 vítamíns minnki líkurnar á Parkinsons. Parkinsons er sjúkdómur sem stafar af því að magn boðefnisins dópamíns minnkar hratt í heilanum. Dópamín er notað til að stjórna hreyfingum líkamans. Erlent 1.8.2006 21:56 Ekki gerð krafa um tafarlaust vopnahlé Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Erlent 1.8.2006 17:58 Í athugun að fjölga Íslendingum á Sri Lanka Sænska utanríkisráðuneytið hefur nú ákveðið að draga alla friðargæsluliða sína frá Sri Lanka. Erlent 1.8.2006 17:49 Ekkert vopnahlé í Líbanon í bráð Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að ekkert verði af vopnahléi í Líbanon í bráð. Forseti Egyptalands segir hættu á að friðarferlið í Mið-Austurlöndum öllum verði að engu ef árásum á Suður-Líbanon verði ekki hætt. Erlent 31.7.2006 18:55 Fleiri ísraelskir hermenn kallaðir til þjónustu Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. Erlent 31.7.2006 18:17 Sendinefndir Indlands og Pakistans funda Sendinefndir Indlands og Pakistans hittust í dag í fyrsta skipti frá því að sprengingar í lestakerfi Múmbei urðu á þriðja hundrað manns að bana. Erlent 31.7.2006 13:19 Ísraelar halda áfram árásum í Líbanon Varnarmálaráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að landhernaður Ísraela yrði aukinn í Líbanon á næstu dögum. Þar með renna út í sandinn vonir um að tveggja sólarhringa hlé á loftárásum gæti leitt til friðar. Erlent 31.7.2006 11:29 Fórnarlamba minnst Tugir Líbana söfnuðust saman á píslarvottatorginu í miðbæ Beirút í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba loftárásanna á Kana. Erlent 31.7.2006 09:35 Ísraelar fallast á tímabundið vopnahlé Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. Erlent 31.7.2006 09:18 Ellefu létust í bíslysi í Malasíu Ellefu manns létu lífið í rútuslysi í Malasíu í dag. Fólkið var á leið á árlega hátíð sem kristnir menn halda til dýrðar heilagri Önnu í Penang-fylki í norðurhluta landsins, þegar bíllinn rann út af veginum og fór á hvolf. Í bílnum voru 46 menn, aðallega af indverskum uppruna. Erlent 30.7.2006 19:50 Læra að beita kylfum, ekki byssum Tugir lögreglumanna í Afganistan útskrifuðust í dag úr skóla fjölþjóðlegu friðargæsluliðanna í Kabúl, en í skólanum lærðu þeir hvernig ber að kveða niður róstur án þess að beita byssum. Erlent 30.7.2006 19:46 Deilt um Líbanon á fundi Öryggisráðsins Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. Erlent 30.7.2006 22:14 Krefjast afvopnunar Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. Erlent 30.7.2006 18:59 Öryggisráðið kemur saman klukkan þrjú í dag Ákveðið var fyrir stundu að kalla saman Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árásar Ísraela á bæinn Qana í nótt, sem varð 54 að bana, þar af 37 börnum. Ráðið kemur saman nú klukkan þrjú að íslenskum tíma samkvæmt ákvörðun Kofi Annans framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Erlent 30.7.2006 14:33 Sviðsmynd nýjustu Bond myndarinnar gereyðilagðist Sviðsmynd nýrrar kvikmyndar um James Bond, Casino Royale, gereyðilagðist í eldsvoða í Pinewood Studios kvikmyndaverinu í Buckinghamskíri á Englandi í morgun. Þegar tökum var að ljúka gaus upp mikill eldur og varð sviðsmyndin fljótt alelda. Þak kvikmyndaversins er að mestu hrunið. Ekki er vitað um slys á fólki. Erlent 30.7.2006 15:35 Kosningar fara vel af stað í Kongó Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára. Erlent 30.7.2006 12:42 54 falla í árás Ísraela á þorp í Líbanon Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segist munu leyfa hjálparstofnunum að fara inn í þorp í Líbanon, nálægt landamærunum við Ísrael, þar sem 54 létu lífið í loftárás í nótt. Þrjátíu og sjö þeirra sem létust voru börn. Evrópusambandið hvatti til þess skömmu fyrir hádegi að vopnahléi yrði komið á tafarlaust. Arababandalagið krefst þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á árásinni á þorpið. Erlent 30.7.2006 12:22 Loksins kosningar Sameinuðu þjóðirnar undirbúa nú almennar kosningar í Kongó, og fara þær fram á morgun, eftir fjögurra áratuga óstjórn og átök í landinu. Innlent 29.7.2006 19:05 Vopnahlé óþarft Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Innlent 29.7.2006 19:01 Barist á tveimur vígstöðvum Ísraelar börðust á tveimur vígstöðvum í nótt, á svæðum Palestínumanna í Gaza og í Líbanon. Rétt fyrir dögun í morgun gerðu þeir tvær loftárásir á Gaza nálægt landamærunum við Egyptaland. Erlent 29.7.2006 12:12 Fischer berst við svissneskan banka Íslendingurinn og stórmeistarinn Bobby Fischer stendur í deilum við svissneska bankann Union Bank of Switzerland. Bankinn hefur lokað reikningi hans en á honum voru um þrjár milljónir dollara eða 210 milljónir króna. Innlent 29.7.2006 09:52 Togarar greiða lausnargjald Norskir dómstólar hafa dæmt spænska útgerð til að greiða rúmar 342 milljónir króna í lausnargjald fyrir þrjá togara sem gripnir voru við ólöglegar þorskveiðar nálægt Svalbarða fyrr í mánuðinum. Greiðslan er innborgun á endanlega sekt útgerðarinnar, sem verður ákveðin fyrir dómstólum seinna á árinu. Erlent 28.7.2006 21:53 Ísrael var ekki gefið "grænt ljós" á árásir Sameinuðu þjóðirnar fjarlægja óvopnaða eftirlitsmenn sína úr Suður-Líbanon, því árásir Ísraela á Líbanon halda áfram og svara liðsmenn Hizbollah enn í sömu mynt. Talið er að á sjöunda hundrað Líbanar hafi farist í árásunum. Erlent 28.7.2006 21:53 SÞ athuga viðbrögð stjórnar Danskir múslimar hafa beðið nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um kynþáttahatur að kanna hvort viðbrögð dönsku ríkisstjórnarinnar við birtingu Jyllandsposten á tólf skopmyndum af Múhameð spámanni í fyrra hafi brotið í bága við milliríkjasamning sem ætlað er að vinna gegn kynþáttahatri. Erlent 28.7.2006 21:53 Engar æfingar við Ísland Rússneski herinn mun ekki halda neinar flotaæfingar nærri Íslandi nú eða síðar á þessu ári, að sögn Victors I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi. Erlent 28.7.2006 21:53 SÞ kalla eftir lokunum Bandaríkjunum ber að loka öllum leynifangelsum sínum þegar í stað og heimila starfsfólki Rauða krossins aðgang að hverjum þeim fanga sem haldið er í tengslum við vopnuð átök. Þetta kemur fram í skýrslu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 28.7.2006 21:53 Finnar og Danir fara heim Norrænu friðargæslustarfi á Srí Lanka virðist vera að ljúka í núverandi mynd. Ellefu manna herlið Finna heldur heim 1. september og haft er eftir talsmanni friðargæslunnar að Danir ætli að gera slíkt hið sama. Standa þá eftir Íslendingar, Svíar og Norðmenn, en búist er við að Svíar tilkynni einnig um brotthvarf sitt áður en langt um líður. Erlent 28.7.2006 21:53 Nágrannarnir segjast í hættu Erlent 28.7.2006 21:53 « ‹ 301 302 303 304 305 306 307 308 309 … 334 ›
Borgarastyrjöldin á Sri Lanka hafin á ný Svo virðist sem borgarastyrjöldin á Sri Lanka sé hafin á ný að öllu leyti nema að nafninu til. Danir, Svíar og Finnar hafa ákveðið að kalla friðargæsluliða sína þar heim. Erlent 2.8.2006 12:06
Yukos úrskurðað gjaldþrota Rússneska olíufélagið Yukos hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið var stærsti olíuframleiðandi í Rússlandi þar til stofnandi Yukos var ákærður fyrir ýmis fjársvik fyrir þremur árum. Erlent 1.8.2006 22:28
B6 vítamín gegn Parkinsons? Neysla B6 vítamíns virðist minnka líkurnar á að fá Parkinsons-sjúkdóminn. Því meira B6 vítamín, því betra. Hollensk rannsókn bendir til þess að neysla B6 vítamíns minnki líkurnar á Parkinsons. Parkinsons er sjúkdómur sem stafar af því að magn boðefnisins dópamíns minnkar hratt í heilanum. Dópamín er notað til að stjórna hreyfingum líkamans. Erlent 1.8.2006 21:56
Ekki gerð krafa um tafarlaust vopnahlé Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Erlent 1.8.2006 17:58
Í athugun að fjölga Íslendingum á Sri Lanka Sænska utanríkisráðuneytið hefur nú ákveðið að draga alla friðargæsluliða sína frá Sri Lanka. Erlent 1.8.2006 17:49
Ekkert vopnahlé í Líbanon í bráð Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að ekkert verði af vopnahléi í Líbanon í bráð. Forseti Egyptalands segir hættu á að friðarferlið í Mið-Austurlöndum öllum verði að engu ef árásum á Suður-Líbanon verði ekki hætt. Erlent 31.7.2006 18:55
Fleiri ísraelskir hermenn kallaðir til þjónustu Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. Erlent 31.7.2006 18:17
Sendinefndir Indlands og Pakistans funda Sendinefndir Indlands og Pakistans hittust í dag í fyrsta skipti frá því að sprengingar í lestakerfi Múmbei urðu á þriðja hundrað manns að bana. Erlent 31.7.2006 13:19
Ísraelar halda áfram árásum í Líbanon Varnarmálaráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að landhernaður Ísraela yrði aukinn í Líbanon á næstu dögum. Þar með renna út í sandinn vonir um að tveggja sólarhringa hlé á loftárásum gæti leitt til friðar. Erlent 31.7.2006 11:29
Fórnarlamba minnst Tugir Líbana söfnuðust saman á píslarvottatorginu í miðbæ Beirút í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba loftárásanna á Kana. Erlent 31.7.2006 09:35
Ísraelar fallast á tímabundið vopnahlé Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. Erlent 31.7.2006 09:18
Ellefu létust í bíslysi í Malasíu Ellefu manns létu lífið í rútuslysi í Malasíu í dag. Fólkið var á leið á árlega hátíð sem kristnir menn halda til dýrðar heilagri Önnu í Penang-fylki í norðurhluta landsins, þegar bíllinn rann út af veginum og fór á hvolf. Í bílnum voru 46 menn, aðallega af indverskum uppruna. Erlent 30.7.2006 19:50
Læra að beita kylfum, ekki byssum Tugir lögreglumanna í Afganistan útskrifuðust í dag úr skóla fjölþjóðlegu friðargæsluliðanna í Kabúl, en í skólanum lærðu þeir hvernig ber að kveða niður róstur án þess að beita byssum. Erlent 30.7.2006 19:46
Deilt um Líbanon á fundi Öryggisráðsins Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. Erlent 30.7.2006 22:14
Krefjast afvopnunar Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. Erlent 30.7.2006 18:59
Öryggisráðið kemur saman klukkan þrjú í dag Ákveðið var fyrir stundu að kalla saman Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árásar Ísraela á bæinn Qana í nótt, sem varð 54 að bana, þar af 37 börnum. Ráðið kemur saman nú klukkan þrjú að íslenskum tíma samkvæmt ákvörðun Kofi Annans framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Erlent 30.7.2006 14:33
Sviðsmynd nýjustu Bond myndarinnar gereyðilagðist Sviðsmynd nýrrar kvikmyndar um James Bond, Casino Royale, gereyðilagðist í eldsvoða í Pinewood Studios kvikmyndaverinu í Buckinghamskíri á Englandi í morgun. Þegar tökum var að ljúka gaus upp mikill eldur og varð sviðsmyndin fljótt alelda. Þak kvikmyndaversins er að mestu hrunið. Ekki er vitað um slys á fólki. Erlent 30.7.2006 15:35
Kosningar fara vel af stað í Kongó Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára. Erlent 30.7.2006 12:42
54 falla í árás Ísraela á þorp í Líbanon Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segist munu leyfa hjálparstofnunum að fara inn í þorp í Líbanon, nálægt landamærunum við Ísrael, þar sem 54 létu lífið í loftárás í nótt. Þrjátíu og sjö þeirra sem létust voru börn. Evrópusambandið hvatti til þess skömmu fyrir hádegi að vopnahléi yrði komið á tafarlaust. Arababandalagið krefst þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á árásinni á þorpið. Erlent 30.7.2006 12:22
Loksins kosningar Sameinuðu þjóðirnar undirbúa nú almennar kosningar í Kongó, og fara þær fram á morgun, eftir fjögurra áratuga óstjórn og átök í landinu. Innlent 29.7.2006 19:05
Vopnahlé óþarft Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Innlent 29.7.2006 19:01
Barist á tveimur vígstöðvum Ísraelar börðust á tveimur vígstöðvum í nótt, á svæðum Palestínumanna í Gaza og í Líbanon. Rétt fyrir dögun í morgun gerðu þeir tvær loftárásir á Gaza nálægt landamærunum við Egyptaland. Erlent 29.7.2006 12:12
Fischer berst við svissneskan banka Íslendingurinn og stórmeistarinn Bobby Fischer stendur í deilum við svissneska bankann Union Bank of Switzerland. Bankinn hefur lokað reikningi hans en á honum voru um þrjár milljónir dollara eða 210 milljónir króna. Innlent 29.7.2006 09:52
Togarar greiða lausnargjald Norskir dómstólar hafa dæmt spænska útgerð til að greiða rúmar 342 milljónir króna í lausnargjald fyrir þrjá togara sem gripnir voru við ólöglegar þorskveiðar nálægt Svalbarða fyrr í mánuðinum. Greiðslan er innborgun á endanlega sekt útgerðarinnar, sem verður ákveðin fyrir dómstólum seinna á árinu. Erlent 28.7.2006 21:53
Ísrael var ekki gefið "grænt ljós" á árásir Sameinuðu þjóðirnar fjarlægja óvopnaða eftirlitsmenn sína úr Suður-Líbanon, því árásir Ísraela á Líbanon halda áfram og svara liðsmenn Hizbollah enn í sömu mynt. Talið er að á sjöunda hundrað Líbanar hafi farist í árásunum. Erlent 28.7.2006 21:53
SÞ athuga viðbrögð stjórnar Danskir múslimar hafa beðið nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um kynþáttahatur að kanna hvort viðbrögð dönsku ríkisstjórnarinnar við birtingu Jyllandsposten á tólf skopmyndum af Múhameð spámanni í fyrra hafi brotið í bága við milliríkjasamning sem ætlað er að vinna gegn kynþáttahatri. Erlent 28.7.2006 21:53
Engar æfingar við Ísland Rússneski herinn mun ekki halda neinar flotaæfingar nærri Íslandi nú eða síðar á þessu ári, að sögn Victors I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi. Erlent 28.7.2006 21:53
SÞ kalla eftir lokunum Bandaríkjunum ber að loka öllum leynifangelsum sínum þegar í stað og heimila starfsfólki Rauða krossins aðgang að hverjum þeim fanga sem haldið er í tengslum við vopnuð átök. Þetta kemur fram í skýrslu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 28.7.2006 21:53
Finnar og Danir fara heim Norrænu friðargæslustarfi á Srí Lanka virðist vera að ljúka í núverandi mynd. Ellefu manna herlið Finna heldur heim 1. september og haft er eftir talsmanni friðargæslunnar að Danir ætli að gera slíkt hið sama. Standa þá eftir Íslendingar, Svíar og Norðmenn, en búist er við að Svíar tilkynni einnig um brotthvarf sitt áður en langt um líður. Erlent 28.7.2006 21:53
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent