Innlent

Loksins kosningar

Sameinuðu þjóðirnar undirbúa nú almennar kosningar í Kongó, og fara þær fram á morgun, eftir fjögurra áratuga óstjórn og átök í landinu.

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa umsjón með kosningunum í Kongó. Fjöldinn allur af flugvélum og þyrlum er notaður til að ferja kjörkassa og seðla um allt land. Um er að ræða landsvæði á stærð við Vestur-Evrópu með fáa vegi. Rúmlega sextíu milljónir manna búa í Kongó. Í framboði til forseta eru 33 menn, en líklegt þykir að Joseph Kabila núverandi forseti landsins verði kjörinn. Meðal annarra frambjóðenda eru fyrrum skæruliðaforingjar og bandamenn Mobutu Sese Seko, sem stjórnaði landinu með harðri hendi með stuðningi Bandaríkjanna í áraraðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×