Deilt um Líbanon á fundi Öryggisráðsins 30. júlí 2006 19:30 Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. "Þetta er þjóðarmorð," hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Kona að nafni Rabab sagði við fréttamenn: "Þetta gerðist klukkan eitt um nótt. Börnin mín sváfu. Dóttir mín og sonur sváfu næst mér. Dóttir mín dó en manni mínum og syni var bjargað úr rústunum." Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið. Ísraelar segja að Hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Fréttamenn sem komu á svæðið í morgun sögðust ekki hafa séð nein ummerki um skæruliða eða eldflaugavörpur. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Ísraelar segjast hafa fellt að minnsta kosti 200 Hisbolla skæruliða í bardögum á landi - en líbanski Rauði krossinn segir að nú hafi fimm hundruð manns, að minnsta kosti, látið lífið í loftárásum. Mikil mótmæli hafa farið fram gegn stríðinu í Líbanon víða um heim. Í Beirút gekk fólk um götur og mótmælti loftárásum Ísraela og það sama gerðu Palestínumenn á herteknu svæðunum. Á fundi Öryggisráðsins nú síðdegis krafðist Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þess að stríðsaðilar legðu samstundis niður vopn. Á þeim sama fundi sagði sendiherra Ísraels að nauðsynlegt væri að afvopna Hisbolla, en þau ummæli bera merki um harðnandi afstöðu Ísraela, sem hingað til hafa ekki sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er stödd í Ísrael, hefur ekki tekið undir kröfur um vopnahlé og ráðamenn í Líbanon sögðust ekkert hafa við hana að tala í dag. Hún fer því aftur til Washington á morgun. Í dag staðfesti skrifstofa Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels að hann hefði sagt Rice að Ísraelar þyrftu tíu til fjórtán daga til viðbótar til að ná markmiði sínum í Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. "Þetta er þjóðarmorð," hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Kona að nafni Rabab sagði við fréttamenn: "Þetta gerðist klukkan eitt um nótt. Börnin mín sváfu. Dóttir mín og sonur sváfu næst mér. Dóttir mín dó en manni mínum og syni var bjargað úr rústunum." Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið. Ísraelar segja að Hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Fréttamenn sem komu á svæðið í morgun sögðust ekki hafa séð nein ummerki um skæruliða eða eldflaugavörpur. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Ísraelar segjast hafa fellt að minnsta kosti 200 Hisbolla skæruliða í bardögum á landi - en líbanski Rauði krossinn segir að nú hafi fimm hundruð manns, að minnsta kosti, látið lífið í loftárásum. Mikil mótmæli hafa farið fram gegn stríðinu í Líbanon víða um heim. Í Beirút gekk fólk um götur og mótmælti loftárásum Ísraela og það sama gerðu Palestínumenn á herteknu svæðunum. Á fundi Öryggisráðsins nú síðdegis krafðist Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þess að stríðsaðilar legðu samstundis niður vopn. Á þeim sama fundi sagði sendiherra Ísraels að nauðsynlegt væri að afvopna Hisbolla, en þau ummæli bera merki um harðnandi afstöðu Ísraela, sem hingað til hafa ekki sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er stödd í Ísrael, hefur ekki tekið undir kröfur um vopnahlé og ráðamenn í Líbanon sögðust ekkert hafa við hana að tala í dag. Hún fer því aftur til Washington á morgun. Í dag staðfesti skrifstofa Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels að hann hefði sagt Rice að Ísraelar þyrftu tíu til fjórtán daga til viðbótar til að ná markmiði sínum í Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira