Erlent

Nágrannarnir segjast í hættu

Nágrannar bandaríska sendiráðsins í London saka bresk stjórnvöld um að veita þeim ekki vernd gegn hugsanlegum árásum hryðjuverkamanna.

Nágrannarnir hafa bundist samtökum og krefjast þess að tveimur götum, sem sendiráðið stendur við, verði lokað. Samtökin birtu á fimmtudag opnuauglýsingu í breska dagblaðinu Times og bandaríska dagblaðinu Washington Post til að leggja áherslu á kröfur sínar.

Bandaríska sendiráðið tók bygginguna, sem stendur við Grosvenor Square, í notkun árið 1960.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×