Innlent

Fischer berst við svissneskan banka

Íslendingurinn og stórmeistarinn Bobby Fischer stendur í deilum við svissneska bankann Union Bank of Switzerland. Bankinn hefur lokað reikningi hans en á honum voru um þrjár milljónir dollara eða 210 milljónir króna. Auk þess seldi bankinn gull sem Fischer hafði fengið í verðlaun fyrir að sigra Boris Spassky í einvíginu í Júgóslavíu ´92. Fischer nýtur aðstoðar Árna Vilhjálmsson, lögmanns, við að endurheimta féð. Í viðtali við Morgunblaðið segir Fischer að skoðanir hans á gyðingum valdi andúð svissneska bankans í hans garð; lokun reikningins sé hluti af atlögu gyðinga heimsins gegn honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×