Erlent

Finnar og Danir fara heim

Tamíltígrar Þessar konur berjast í uppreisnarher Tamíltígra og krefjast þess að aðildarríki ESB hafi sig á brott.
Tamíltígrar Þessar konur berjast í uppreisnarher Tamíltígra og krefjast þess að aðildarríki ESB hafi sig á brott.

Norrænu friðargæslustarfi á Srí Lanka virðist vera að ljúka í núverandi mynd. Ellefu manna herlið Finna heldur heim 1. september og haft er eftir talsmanni friðargæslunnar að Danir ætli að gera slíkt hið sama. Standa þá eftir Íslendingar, Svíar og Norðmenn, en búist er við að Svíar tilkynni einnig um brotthvarf sitt áður en langt um líður.

Tamíltígrar á Srí Lanka vilja ekki að Evrópusambandsþjóðir sinni friðargæslu á svæðinu eftir að ESB skilgreindi uppreisnarher þeirra sem hryðjuverkahóp.

Sænskir stjórnarerindrekar fóru þess á leit við Tamíltígrana í síðustu viku að þeir endurskoðuðu ákvörðun sína en því var hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×