Erlent

Sviðsmynd nýjustu Bond myndarinnar gereyðilagðist

Sviðsmynd nýrrar kvikmyndar um James Bond, Casino Royale, gereyðilagðist í eldsvoða í Pinewood Studios kvikmyndaverinu í Buckinghamskíri á Englandi í morgun. Þegar tökum var að ljúka gaus upp mikill eldur og varð sviðsmyndin fljótt alelda. Þak kvikmyndaversins er að mestu hrunið. Ekki er vitað um slys á fólki.

Að minnsta kosti fimmtíu slökkviliðsmenn á átta slökkvibílum börðust við eldinn þegar mest var. Eldtungur teygðu sig tugi metra í átt til himins og mikill reykur lagðist yfir nágrennið.

Myndir um njósnara hennar hátignar, 007, hafa oftar en ekki verið teknar upp í Pinewood Studios kvikmyndaverinu í Buckinghamskíri. Kvikmyndaverið var reist árið 1935 og var fyrsta Bond myndin, Dr. No tekin þar upp árið 1962.

AP
Þak sviðsmyndar Bond myndarinanr er að mestu hruniðAP
Húsnæðið varð fljótt alelda og börðust tæplega 50 slökkviliðsmenn við eldinnAP
Tökum var að mestu lokið og engin slys urðu á fólkiAP
Svart og sviðið skilti við sviðsmynd nýjustu myndar um njósnara hennar hátignar 007AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×