Reykjavík Hættir á skrifstofu borgarstjóra vegna Vigdísar Helga Björg Ragnarsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísar Hauksdóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu. Innlent 9.6.2021 17:29 Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 9.6.2021 15:04 Gæti glitt í sólmyrkvann á milli rigningarskýjanna Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 9.6.2021 12:49 Friðlýsing sem verndar lundavarp rétt utan borgarinnar Lundey í Kollafirði var friðlýst í dag. Í eynni er fjölskrúðugt varp sjófugla, þar á meðal sumra sem eru í bráðri útrýmingarhættu. Innlent 8.6.2021 23:37 Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. Innlent 8.6.2021 22:25 Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. Innlent 8.6.2021 19:17 Vilja fjarlægja minningu um hörmulega atburði og reisa eitthvað fallegt Framkvæmdir við að rífa brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1 í vesturbæ Reykjavíkur hófust í dag. Húsið brann seint í júnímánuði á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjú létu lífið. Talsmaður nýrra eigenda hússins segir vonir standa til að hægt verði að klára niðurrif hratt og vel. Innlent 8.6.2021 19:16 Fræðslustund fjármálaráðherrans varð að frægðarstund Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði spurningum grunnskólabarna um Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun eftir fund ríkisstjórnarinnar. Lífið 8.6.2021 15:01 Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. Innlent 8.6.2021 11:15 Stórfelldur lyklaþjófnaður í Grafarvogslaug Óprúttnir aðilar hafa á aðeins þremur vikum stolið um 60 lyklum úr búningsklefa karla í Grafarvogslaug. Tjón laugarinnar vegna þessa nemur um hálfri milljón króna en það kostar í kringum 9 þúsund krónur að endurnýja hvern lykil og skrá. Innlent 8.6.2021 07:02 Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. Innlent 7.6.2021 21:00 „Ekki bara einhver djöfulskapur hjá ungmennum að vaka fram eftir“ Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum. Innlent 7.6.2021 11:11 Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar á skiptimynt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um kl. 2 í nótt vegna þjófnaðar á skiptimynt. Íbúðareigandi hafði kynnst meintum þjófum skömmu áður og boðið þeim heim en þeir hlaupið á brott með myntina. Innlent 7.6.2021 07:17 Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. Innlent 6.6.2021 18:42 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. Innlent 6.6.2021 11:32 Í annarlegu ástandi að skjóta örvum í tré Maður var kærður fyrir brot á vopnalögum eftir að lögreglumenn höfðu afskipti af honum þar sem hann var með boga og örvar á sér í póstnúmeri 110 í gær. Hann sagði lögreglu að hann hefði verið að æfa sig í að skjóta í tré. Innlent 6.6.2021 07:17 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. Innlent 6.6.2021 01:39 Guðlaugur leiðir með hundrað atkvæðum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er enn með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að aðrar tölur voru gefnar út. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 101 atkvæði skilja þau að. Innlent 5.6.2021 21:05 Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig. Innlent 5.6.2021 07:07 Egill Þór glímir við eitilfrumukrabbamein Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur greinst með eitilfrumukrabbamein. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist hafa byrjað í meðferð við meininu í dag. Innlent 4.6.2021 18:01 Borgarstjóri leitar Reykvíkings ársins Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins 2021. Innlent 4.6.2021 14:36 Domus Medica hættir rekstri í árslok Framkvæmdastjóri Domus Medica hf. segir að rekstri heilbrigðismiðstöðvarinnar við Egilsgötu verði hætt um áramót og segir „íslenskt ráðherraræði“ vera að fara illa með lýðræðið. Innlent 4.6.2021 06:47 Furðuleg froða í læk við Vog Mikil froða gaus upp við frárennsli í læk við Vog, sjúkrahús SÁÁ við Stórhöfða í Reykjavík, í dag. Innlent 3.6.2021 15:11 Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Innlent 3.6.2021 15:04 Borgarbúar skyldugir til þess að flokka eldhúsúrgang á næstu árum Sérstök söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi mun hefjast í Reykjavík í september. Byrjað verður í fjórum hverfum borgarinnar en stefnt er á að geta boðið öllum íbúum þjónustuna fyrir mitt ár 2022. Stefnt er að því að brúna tunnan verði orðin að skyldu innan nokkurra ára. Innlent 3.6.2021 14:46 Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 3.6.2021 12:08 Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. Neytendur 3.6.2021 09:57 Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta. Innlent 3.6.2021 08:01 Íbúum fjölgar í Reykjavík og Kópavogi en fækkar í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 721 á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. júní sl. og í Kópavogi fjölgaði um 439 á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum. Innlent 3.6.2021 07:10 „Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart“ Tæplega þrjátíu ára sögu Humarhússins við Amtmannsstíg lauk í dag þegar starfsfólk kláraði að tæma húsnæðið og skellti í lás. Eigendum veitingastaðarins var tilkynnt á fimmtudag að þeir þyrftu að yfirgefa húsið innan fjögurra daga. Viðskipti innlent 2.6.2021 22:30 « ‹ 250 251 252 253 254 255 256 257 258 … 334 ›
Hættir á skrifstofu borgarstjóra vegna Vigdísar Helga Björg Ragnarsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísar Hauksdóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu. Innlent 9.6.2021 17:29
Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 9.6.2021 15:04
Gæti glitt í sólmyrkvann á milli rigningarskýjanna Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 9.6.2021 12:49
Friðlýsing sem verndar lundavarp rétt utan borgarinnar Lundey í Kollafirði var friðlýst í dag. Í eynni er fjölskrúðugt varp sjófugla, þar á meðal sumra sem eru í bráðri útrýmingarhættu. Innlent 8.6.2021 23:37
Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. Innlent 8.6.2021 22:25
Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. Innlent 8.6.2021 19:17
Vilja fjarlægja minningu um hörmulega atburði og reisa eitthvað fallegt Framkvæmdir við að rífa brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1 í vesturbæ Reykjavíkur hófust í dag. Húsið brann seint í júnímánuði á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjú létu lífið. Talsmaður nýrra eigenda hússins segir vonir standa til að hægt verði að klára niðurrif hratt og vel. Innlent 8.6.2021 19:16
Fræðslustund fjármálaráðherrans varð að frægðarstund Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði spurningum grunnskólabarna um Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun eftir fund ríkisstjórnarinnar. Lífið 8.6.2021 15:01
Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. Innlent 8.6.2021 11:15
Stórfelldur lyklaþjófnaður í Grafarvogslaug Óprúttnir aðilar hafa á aðeins þremur vikum stolið um 60 lyklum úr búningsklefa karla í Grafarvogslaug. Tjón laugarinnar vegna þessa nemur um hálfri milljón króna en það kostar í kringum 9 þúsund krónur að endurnýja hvern lykil og skrá. Innlent 8.6.2021 07:02
Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. Innlent 7.6.2021 21:00
„Ekki bara einhver djöfulskapur hjá ungmennum að vaka fram eftir“ Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum. Innlent 7.6.2021 11:11
Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar á skiptimynt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um kl. 2 í nótt vegna þjófnaðar á skiptimynt. Íbúðareigandi hafði kynnst meintum þjófum skömmu áður og boðið þeim heim en þeir hlaupið á brott með myntina. Innlent 7.6.2021 07:17
Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. Innlent 6.6.2021 18:42
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. Innlent 6.6.2021 11:32
Í annarlegu ástandi að skjóta örvum í tré Maður var kærður fyrir brot á vopnalögum eftir að lögreglumenn höfðu afskipti af honum þar sem hann var með boga og örvar á sér í póstnúmeri 110 í gær. Hann sagði lögreglu að hann hefði verið að æfa sig í að skjóta í tré. Innlent 6.6.2021 07:17
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. Innlent 6.6.2021 01:39
Guðlaugur leiðir með hundrað atkvæðum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er enn með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að aðrar tölur voru gefnar út. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 101 atkvæði skilja þau að. Innlent 5.6.2021 21:05
Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig. Innlent 5.6.2021 07:07
Egill Þór glímir við eitilfrumukrabbamein Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur greinst með eitilfrumukrabbamein. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist hafa byrjað í meðferð við meininu í dag. Innlent 4.6.2021 18:01
Borgarstjóri leitar Reykvíkings ársins Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins 2021. Innlent 4.6.2021 14:36
Domus Medica hættir rekstri í árslok Framkvæmdastjóri Domus Medica hf. segir að rekstri heilbrigðismiðstöðvarinnar við Egilsgötu verði hætt um áramót og segir „íslenskt ráðherraræði“ vera að fara illa með lýðræðið. Innlent 4.6.2021 06:47
Furðuleg froða í læk við Vog Mikil froða gaus upp við frárennsli í læk við Vog, sjúkrahús SÁÁ við Stórhöfða í Reykjavík, í dag. Innlent 3.6.2021 15:11
Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Innlent 3.6.2021 15:04
Borgarbúar skyldugir til þess að flokka eldhúsúrgang á næstu árum Sérstök söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi mun hefjast í Reykjavík í september. Byrjað verður í fjórum hverfum borgarinnar en stefnt er á að geta boðið öllum íbúum þjónustuna fyrir mitt ár 2022. Stefnt er að því að brúna tunnan verði orðin að skyldu innan nokkurra ára. Innlent 3.6.2021 14:46
Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 3.6.2021 12:08
Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. Neytendur 3.6.2021 09:57
Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta. Innlent 3.6.2021 08:01
Íbúum fjölgar í Reykjavík og Kópavogi en fækkar í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 721 á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. júní sl. og í Kópavogi fjölgaði um 439 á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum. Innlent 3.6.2021 07:10
„Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart“ Tæplega þrjátíu ára sögu Humarhússins við Amtmannsstíg lauk í dag þegar starfsfólk kláraði að tæma húsnæðið og skellti í lás. Eigendum veitingastaðarins var tilkynnt á fimmtudag að þeir þyrftu að yfirgefa húsið innan fjögurra daga. Viðskipti innlent 2.6.2021 22:30