Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Árni Sæberg skrifar 5. september 2022 23:15 Magnús Aron neitaði sök þegar mál á hendur honum var þingfest 30. ágúst síðastliðinn. Vísir/Hallgerður Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. Þetta kemur fram gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti 2. ágúst síðastliðinn og var birtur nýverið. Þar segir að mat dómskvadds geðlæknis á geðheilbrigði Magnúsar Arons sé að hann hafi ekki verið haldinn neinum þeim einkennum, sem talin eru upp í ákvæðum almennra hegningarlaga um sakhæfi, á verknaðarsstundu. Því sé ekkert sem komi í veg fyrir að refsing geti borið árangur verði hann fundinn sekur. Hafi veist með hrottalegum hætti að nágranna sínum Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Neitar sök og segir nágrannann hafa verið ógnandi Magnús Aron neitar sök í málinu og í úrskurði héraðsdóms kemur fram að hann hafi sagt við yfirheyrslu lögreglu að Gylfi hafi komið til sín umrætt kvöld og viljað ræða við sig. Taldi hann Gylfa hafa verið ógnandi og hafa ætlað að ryðjast eða brjótast inn í íbúðina, hann hafi hindrað Gylfa í því og í kjölfarið hafi komið til átaka þeirra á milli frammi á gangi og í stigahúsinu Magnús hafi sagt mikið hafa gengið á og Gylfi hafi haft yfirhöndina og slegið hann ítrekað í andlitið. Þegar út var komið hafi hann fljótlega náð að yfirbuga Gylfa og sparkað ítrekað í andlit hans þar sem hann lá á jörðinni. Loks hafi hann hætt og þá ákveðið að hringja eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs en síðar verið handtekinn við komu lögreglu. Talinn afar hættulegur Í úrskurði héraðsdóms segir að Magnús Aron eigi sér sögu hjá lögreglu vegna ofbeldisfullrar hegðunar og hann hafi jafnframt hlotið dóm fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot. Að mati lögreglu sé hann talinn afar hættulegur. Með vísan til rannsóknargagna og alvarleika þess brots sem rökstuddur grunur er um að Magnús Aron hafi framið, er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Þá segir jafnframt að það stríði gegn réttarvitund almennings ef maður sem er undir sterkum grun um að hafa framið árás sem mannsbani hlýst af gangi laus á meðan málið er til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum. Manndráp í Barðavogi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta kemur fram gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti 2. ágúst síðastliðinn og var birtur nýverið. Þar segir að mat dómskvadds geðlæknis á geðheilbrigði Magnúsar Arons sé að hann hafi ekki verið haldinn neinum þeim einkennum, sem talin eru upp í ákvæðum almennra hegningarlaga um sakhæfi, á verknaðarsstundu. Því sé ekkert sem komi í veg fyrir að refsing geti borið árangur verði hann fundinn sekur. Hafi veist með hrottalegum hætti að nágranna sínum Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Neitar sök og segir nágrannann hafa verið ógnandi Magnús Aron neitar sök í málinu og í úrskurði héraðsdóms kemur fram að hann hafi sagt við yfirheyrslu lögreglu að Gylfi hafi komið til sín umrætt kvöld og viljað ræða við sig. Taldi hann Gylfa hafa verið ógnandi og hafa ætlað að ryðjast eða brjótast inn í íbúðina, hann hafi hindrað Gylfa í því og í kjölfarið hafi komið til átaka þeirra á milli frammi á gangi og í stigahúsinu Magnús hafi sagt mikið hafa gengið á og Gylfi hafi haft yfirhöndina og slegið hann ítrekað í andlitið. Þegar út var komið hafi hann fljótlega náð að yfirbuga Gylfa og sparkað ítrekað í andlit hans þar sem hann lá á jörðinni. Loks hafi hann hætt og þá ákveðið að hringja eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs en síðar verið handtekinn við komu lögreglu. Talinn afar hættulegur Í úrskurði héraðsdóms segir að Magnús Aron eigi sér sögu hjá lögreglu vegna ofbeldisfullrar hegðunar og hann hafi jafnframt hlotið dóm fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot. Að mati lögreglu sé hann talinn afar hættulegur. Með vísan til rannsóknargagna og alvarleika þess brots sem rökstuddur grunur er um að Magnús Aron hafi framið, er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Þá segir jafnframt að það stríði gegn réttarvitund almennings ef maður sem er undir sterkum grun um að hafa framið árás sem mannsbani hlýst af gangi laus á meðan málið er til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum.
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40
Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38
Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52
Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels