Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Umfangsmikil aðgerð stendur yfir í Hamraborg í Kópavogi. Lögregla er með nokkra bíla á vettvangi og nýtur auk þess aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Innlent 13.9.2025 22:50
Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 87 málum í gærkvöldi og í nótt. Þá voru þrír vistaðir í fangaklefa á tímabilinu. Stór hluti útkalla sem lögregla fjallar um vörðuðu áfengisölvun. Innlent 13.9.2025 07:29
Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Sveitarfélagið Múlaþing hefur minnt íbúa sína og fleiri á að Ísland er réttarríki, vegna atviks í Fellabæ á dögunum. Atvikið varðar árás á mann sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Innlent 12.9.2025 17:06
Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem hafði fengið far með leigubíl en neitaði svo að greiða fyrir farið þegar hann var kominn á leiðarenda. Viðkomandi hefur verið kærður fyrir fjársvik. Innlent 10. september 2025 18:23
Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra. Innlent 10. september 2025 15:03
Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðborginni í gærkvöldi eða nótt vegna brots á vopnalögum. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 10. september 2025 06:20
Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Þrír hafa verið ákærðir fyrir að hafa í félagi ruðst inn í íbúð manns í heimildarleysi í febrúar árið 2023. Einn þeirra er ákærður fyrir að hafa í kjölfarið ráðist á manninn, meðal annars með þeim afleiðingum að tennur hans brotnuðu, í einhverjum tilvikum þannig að aðeins tannrótin var eftir. Innlent 9. september 2025 10:44
Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hótanir í Hafnarfirði í gær, þar sem reyksprengju var kastað inn á pall. Einn er grunaður í málinu. Innlent 9. september 2025 06:22
Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Aðeins einn af á sjötta tug leigubílstjóra reyndist ekki með „allt sitt á hreinu“ í eftirliti sem fór fram um helgina. Lögregluþjónar frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn Skattsins fóru í þetta sameiginlega eftirlit á bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Innlent 8. september 2025 18:01
Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Barnaheill merkja aukningu í svokölluðum kynlífskúgunarmálum sem beinast gegn börnum. Fórnarlömbin eru í flestum tilfellum unglingsdrengir sem eru narraðir af óprúttnum aðilum, sem þykjast vera stúlka á þeirra aldri, til að senda af sér viðkvæmar myndir sem þeir síðan nota til að kúga fé út úr drengjunum. Innlent 8. september 2025 08:59
Leitað að manni með öxi Lögregla rannsakar nú mál þar sem tvö ungmenni eru sögð hafa veist að því þriðja, slegið með áhaldi og rænt. Atvikið er sagt hafa átt sér stað við verslunarmiðstöð. Innlent 8. september 2025 06:24
Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Hringvegurinn, í austurátt við Ingólfsfjall, hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys. Innlent 7. september 2025 18:55
Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Einn var fluttur með sjúkraflugi þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir mótorhjólaslys við Fjallabak, norðan Mýrdalsjökuls. Þyrlan lenti um korteri yfir fimm við sjúkrahúsið. Innlent 7. september 2025 17:41
Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða. Innlent 7. september 2025 09:54
Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir innflutning á rúmlega tuttugu þúsund töflum hingað til lands í lok marsmánaðar síðastliðins. Innlent 6. september 2025 23:13
Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Ökumaður var handtekinn í hverfi 105 í Reykjavík í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Maðurinn reyndist ekki vera með ökuréttindi og var með tvö börn í bílnum. Innlent 6. september 2025 19:18
Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Ökumaður buggy bifreiðar reyndi að komast undan lögreglu akandi þegar lögregla reyndi að gefa sig á tal við hann í nótt. Hann var að lokum stöðvaður og handtekinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota. Innlent 6. september 2025 08:01
Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson furðar sig á viðbrögðum lögreglu á Siglufirði í gær, þegar fimm voru handteknir vegna ætlaðrar líkamsárásar. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til en Róbert segir að um slys hafi verið að ræða. Lögreglumaður segir þó ljóst að um slagsmál hafi verið að ræða. Innlent 5. september 2025 16:59
Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi. Innlent 5. september 2025 12:43
Konan er fundin Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. Innlent 5. september 2025 10:58
Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sextán ára piltur var handtekinn fyrir að kveikja eld inni í herbergi sínu í gærkvöldi. Hann býr í íbúð í Hafnarfirði á vegum hins opinbera og tveir starfsmenn voru með honum í íbúðinni þegar hann kveikti í. Innlent 5. september 2025 10:10
Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Tveir eru enn í haldi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna líkamsárásar á Siglufirði í gærkvöldi. Fimm voru handteknir í aðgerðum lögreglu. Innlent 5. september 2025 09:33
Líkamsárás á gistiheimili Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í nótt þar sem tilkynnt var um líkamsárás. Önnur átti sér stað á gistiheimili í póstnúmerinu 105 en þar var einn handtekinn og annar fluttur á slysadeild. Innlent 5. september 2025 06:23
Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Fimm voru handteknir á Siglufirði í kvöld í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Einn var fluttur á sjúkrahús. Innlent 4. september 2025 21:16