Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Hand­tekinn eftir slags­mál á Lauga­vegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkuð umfangsmikið viðbragð við öldurhúsi á Laugavegi í kvöld vegna slagsmála. Lögregluþjónar á að minnsta kosti fjórum hefðbundnum lögreglubílum voru á vettvangi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Yfir 120 stór­felld fíkni­efna­mál hjá tollinum

Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum.

Innlent
Fréttamynd

Skíthræddum ung­lingum ógnað af grímuklæddum gengjum

Tveir rúmlega tvítugir karlmenn hafa verið dæmdir að mestu í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum og rænt ungmenni í Hafnarfirði í fyrrasumar. Fleiri mál þeim tengd eru til meðferðar í kerfinu sem tengjast líkamsárásum, skemmdarverkum og fleira. Unglingsdrengir sem voru rændir lýstu því að hafa verið mjög hræddir og óttast um líf sitt þegar grímuklæddir „arabalegir“ menn veittust að þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hand­teknir við að sýsla með þýfi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst beiðni um aðstoð í gærkvöldi eða nótt þar sem greint var frá því að einstaklingar væru að sýsla með þýfi í íbúð í fjölbýlishúsi. Tveir voru handteknir á vettvangi og vistaðir í fangageymslum, grunaðir um þjófnað.

Innlent
Fréttamynd

Vita enn ekki hvernig maðurinn lést

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega. Enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að, en vinnu tæknideildar lögreglu í málinu er ekki lokið. Sömuleiðis er beðið niðurstöðu krufningar.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt um­ferðar­slys á Suður­strandar­vegi

Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Tveir eru alverlega slasaðir og standa aðgerðir yfir á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að koma hinum slösuðu eins fljótt og hægt er á Landspítalann.

Innlent
Fréttamynd

Var að horfa á þátt í far­símanum á meðan hann ók

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt tvö einstaklinga, sem brutu sér leið inn í íbúð í miðborginni og komu sér þar fyrir. Þá eru tveir aðrir grunaðir um líkamsárás í miðbænum en það mál er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingur gekk ber­serks­gang í Horsens

Íslenskur karlmaður um tvítugt var handtekinn á aðfaranótt laugardags í Horsens í Danmörku eftir að hann gekk berserksgang í miðbænum. Maðurinn reyndi meðal annars að bíta lögregluþjón.

Innlent
Fréttamynd

Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamra­borgar­málið

Hrannar Markússon var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar. Annars vegar fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu og hins vegar Hamraborgarmálið svokallaða. Þá er Hrannar jafnframt sviptur ökuréttindum og til greiðslu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Þá hlaut kona sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aðildar að hraðbankaþjófnaðinum.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á annan með skóflu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila sem réðst á annan með skóflu. Fórnarlambið var með blæðandi sár á höfði er lögreglu bar að garði. Ástand hans liggur ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Harður á­rekstur á Suður­landi

Harður árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar. Lokað var fyrir umferð á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig en nú hefur verið opnað aftur.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn hjá Viðeyjarferju

Brotist var inn í afgreiðsluna við Viðeyjarferju í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort eitthvað hafi verið numið á brott eða hvort skemmdir séu á húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir al­gjöru öryggis­leysi eftir blauta tusku í and­litið

Einu ári eftir að sjö ára sonur Katrínar Kristjönu Hjartardóttur varð fyrir árás á skólalóð Smáraskóla hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að falla frá saksókn á málinu. Katrín segir niðurstöðuna hafa verið eins og að fá „blauta tusku í andlitið“ og lýsir djúpstæðu öryggisleysi, bæði sem móðir og samfélagsþegn.

Innlent