Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einstaklingi á brott sem hafði komið sér fyrir í gámi og fannst þar sofandi miðsvæðis í Reykjavík í dag. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna viðkomandi hafi lagst þar til hvílu eða hvert hann hélt eftir að lögregla vísaði viðkomandi á brott. Þá hefur einn verið vistaður í fangaklefa í dag eftir að veitast að starfsmanni verslunar í borginni. Innlent 13.10.2025 17:41
Vinnuslys í bakaríi Lögregla var kölluð til vegna vinnuslyss í bakaríi í dag en áverkarnir reyndust minniháttar. Innlent 12.10.2025 17:58
Líkamsárás við skemmtistað Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í nótt. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 12.10.2025 07:47
Stúlkan komin í leitirnar Stúlka sem lögregla lýsti eftir í gær er komin í leitirnar. Lögregla þakkar veitta aðstoð. Innlent 8. október 2025 10:09
Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga mann við íþróttahús á Seltjarnarnesi og fyrir að ráðast á annan mann á sama stað skömmu áður. Atvikin sem málið varðar munu hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. ágúst 2021. Innlent 8. október 2025 08:01
Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um líkamsárás þar sem sást til blóðugs manns fyrir utan fjölbýlishús. Innlent 8. október 2025 06:05
Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Tveir karlmenn um og yfir tvítugt auk fimm ungmenna hafa verið ákærð fyrir að hafa í hótunum við og ræna ungmenni í Hafnarfirði. Karlmennirnir eru einnig ákærðir fyrir skemmdarverk, líkamsárásir og margt fleira. Innlent 7. október 2025 16:40
Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Innlent 7. október 2025 12:22
Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður með blæðandi sár á höfði á bar í miðborg Reykjavíkur. Í ljós kom að um slys var að ræða en viðkomandi fékk aðhlynningu sjúkraliðs. Innlent 7. október 2025 06:17
Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Leigubílstjóri sem var handtekinn um helgina grunaður um alvarlega líkamsárás var starfsmaður Hreyfils. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum. Innlent 6. október 2025 22:07
Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Karlmaður braust inn í Alþingishúsið á laugardagskvöld og dvaldi þar yfir nóttina en var síðan handtekinn á sunnudagsmorgun. Innlent 6. október 2025 20:30
Rúða brotin og flugeld kastað inn Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Innlent 6. október 2025 17:28
Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Karlmaður var handtekinn aðfaranótt sunnudags fyrir stórfellda líkamsárás gegn konu í Dugguvogi í Reykjavík. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Innlent 6. október 2025 15:04
„Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Elva Björk Haraldsdóttir, foreldri barns á Múlaborg, gagnrýnir verklag, upplýsingaflæði og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans. Hún kallar eftir skýrara verklagi og að einhver taki skýra ábyrgð. Innlent 6. október 2025 13:33
„Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir nauðsynlegt að fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi og segir það ranga leið að eltast við þolendur. Tvær konur voru ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi en engin afskipti voru höfð af kaupendum. Innlent 6. október 2025 12:10
Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrverandi eigandi PPP, hefur freistað þess að fá aftur muni sem lögregla lagði hald á í húsleitum á heimili hans en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 6. október 2025 07:46
Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Tvær konur voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á heimasíðunni City of Love. Konurnar eru báðar kólumbískar og á fertugs- og fimmtugsaldri. Rökstuddur grunur er um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi er ákærður. Samtök kynlífsverkafólks segja tímabært að endurskoða „sænsku leiðina“ á Íslandi. Innlent 6. október 2025 07:32
Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Ráðist var á mann með hníf og honum veittir stunguáverkar í póstnúmerinu 104 í gærkvöldi eða nótt. Maðurinn var ekki alvarlega slasaður en fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Innlent 6. október 2025 06:32
Gekk berserksgang og beraði sig Maður í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Hann mun hafa valdið eignaspjöllum og síðan berað sig fyrir framan nágranna sína. Innlent 5. október 2025 07:24
Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Maður sem er grunaður um íkveikju í fjölbýlishúsi við Grænásbraut í Ásbrú í sumar viðurkennir að hafa lagt eld að eldfimu efni í stundarbrjálæði í ölvunarástandi. Innlent 4. október 2025 12:35
Rannsaka mögulega stunguárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi tilkynnt um líkamsárás í Reykjavík. Talað var um árásina sem hnífstungu. Innlent 4. október 2025 07:27
Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Leikskólastarfsmaður sem var handtekinn í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni er starfsmaður á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hafa verið boðaðir til fundar með fulltrúum lögreglu síðdegis. Innlent 3. október 2025 14:37
Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík er grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan um miðjan ágúst. Innlent 3. október 2025 12:28
Tökum á glæpahópum af meiri þunga Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli. Skoðun 3. október 2025 08:03