Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Íslenskur karlmaður um tvítugt var handtekinn á aðfaranótt laugardags í Horsens í Danmörku eftir að hann gekk berserksgang í miðbænum. Maðurinn reyndi meðal annars að bíta lögregluþjón. Innlent 1.12.2025 11:13
Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Hrannar Markússon var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar. Annars vegar fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu og hins vegar Hamraborgarmálið svokallaða. Þá er Hrannar jafnframt sviptur ökuréttindum og til greiðslu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Þá hlaut kona sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aðildar að hraðbankaþjófnaðinum. Innlent 1.12.2025 10:44
Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Maðurinn sem fannst látinn í heimahúsi á Kársnesi í Kópavogi í gærmorgun var um fertugt. Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Innlent 1.12.2025 10:05
Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent 1.12.2025 06:31
Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Óskað var eftir aðstoð lögreglu í tvígang í gærkvöld og nótt vegna vandræðagangs á hótelum í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 30. nóvember 2025 07:30
Brotist inn hjá Viðeyjarferju Brotist var inn í afgreiðsluna við Viðeyjarferju í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort eitthvað hafi verið numið á brott eða hvort skemmdir séu á húsnæðinu. Innlent 29. nóvember 2025 19:47
Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Tveir menn eru grunaðir um að hafa farið inn í bíl ókunnugs manns, taka hann hálstaki og hóta með hníf til þess að fá hann til að opna skott bílsins, en þaðan eru tvímenningarnir grunaðir um að hafa stolið miklu magni áfengis. Innlent 29. nóvember 2025 14:23
Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Einu ári eftir að sjö ára sonur Katrínar Kristjönu Hjartardóttur varð fyrir árás á skólalóð Smáraskóla hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að falla frá saksókn á málinu. Katrín segir niðurstöðuna hafa verið eins og að fá „blauta tusku í andlitið“ og lýsir djúpstæðu öryggisleysi, bæði sem móðir og samfélagsþegn. Innlent 29. nóvember 2025 08:01
Lögreglan leysti mann úr prísund af salerni mathallar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi vegna þess að maður sat fastur inni á salernisaðstöðu mathallar. Læsingin að salerninu hafði eyðilagst og var því föst í lás. Innlent 29. nóvember 2025 07:30
Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ábending í gærkvöldi eða nótt um bifreið sem ekið var um með konu á vélarhlífinni. Lögregla fór á vettvang og handtók konuna í tengslum við annað mál. Innlent 28. nóvember 2025 06:32
Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Lögregla hefur endurheimt varning að andvirði 3,2 milljóna króna sem tekinn var ófrjálsri hendi úr ljósmyndaverslun í sumar. Eiganda er létt og kann naflausum hvíslara og lögreglu miklar þakkir. Innlent 27. nóvember 2025 22:06
Farbannið framlengt Farbann konu, sem grunuð er um að myrða eiginmann sinn og dóttur á Edition-hótelinu í sumar, hefur verið framlengt til 27. febrúar næstkomandi. Innlent 27. nóvember 2025 17:56
Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Málari í Setbergshverfinu í Hafnarfirði var rétt að festa svefn aðfaranótt sunnudags þegar hann heyrði hljóð sem vöktu athygli hans. Augnabliki síðar horfði hann út um gluggann þar sem vinnubíllinn hans stóð í ljósum logum. Hann grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans. Innlent 27. nóvember 2025 13:58
Lögmannafélagið aðhefst ekki Stefán Andrew Svensson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir félagið ekki hafa vitneskju um mál lögmanns sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Innlent 26. nóvember 2025 21:41
Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum vísaði þremur einstaklingum úr landi í gær. Innlent 26. nóvember 2025 15:38
Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Verjandi lögmanns sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi segir málið ekki það fyrsta sinnar tegundar. Hann þekki til minnst tveggja annarra mála þar sem lögmenn hafa sætt gæsluvarðhaldi en að rannsóknir þeirra mála hafi að lokum verið felldar niður. Hann og umbjóðandi hans búist fastlega við því að sú verði niðurstaðan í máli lögmannsins. Innlent 26. nóvember 2025 11:40
Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Karlmaður búsettur á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að setja líf og heilsu ungs drengs í augljósan háska. Drengurinn innbyrti hlaupbangsa með skelfilegum afleiðingum. Innlent 26. nóvember 2025 10:00
Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Tveir karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á 5,7 kílóum af kókaíni sem falin voru í BMW-bíl sem ferðaðist frá Íslandi til Litáen og aftur til Íslands með flutningsskipi. Fólkið beið í fimm daga áður en það reyndi að nálgast efnin í bílnum. Innlent 26. nóvember 2025 09:02
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og hótanir í Reykjanesbæ í júní síðastliðnum. Fórnarlambið var karlmaður á sjötugsaldri en krafist er miskabóta upp á fimmtu milljón króna fyrir hönd hans. Innlent 26. nóvember 2025 06:45
Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Innlent 25. nóvember 2025 23:56
Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Ólögráða drengur á suðvesturhorninu hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart stúlku með því að hafa í tvígang samræði við fjórtán ára stúlku. Innlent 25. nóvember 2025 21:00
Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni. Innlent 25. nóvember 2025 20:02
Ekið á barn á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum leitar upplýsinga eftir að ekið var á barn á Ísafirði eftir hádegi í dag. Barnið sem ekið var á er sagt vera á aldrinum sex til níu ára en barnið gekk af vettvangi eftir að hafa orðið fyrir ökutæki. Lögregla leitar að vitnum sem kynnu að hafa séð þegar ekið var á barnið og reynir að komast að því hvaða barn var þar á ferðinni. Innlent 25. nóvember 2025 14:46
Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólki sem kemur til landsins. Innlent 25. nóvember 2025 13:48
Lögreglan fylgdist með grunnskólum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með sýnilega löggæslu við nokkra grunnskóla í dag og fylgdist með umferð ökutækja í grennd við skólana. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar kemur ekki fram hvers vegna ráðist var í eftirlitið. Innlent 24. nóvember 2025 19:20