Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Konan sem ekið var á er látin

Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Komust yfir mynd­band af slysinu

Atburðarásin vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut í gærmorgun, þar sem ekið var á fullorðna konu, er farin að skýrast. Lögreglan hefur myndband af slysinu til skoðunar og hefur verið rætt við vitni að slysinu.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“

„Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það sem við upplifðum,” segir Ásta Kristín Lúðvíksdóttir, dóttir Lúðvíks Péturssonar sem féll ofan í sprungu og lést þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi í Grindavík í janúar árið 2024. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf, sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í dag, tveimur árum síðar, situr fjölskylda Lúðvíks uppi með ótal spurningar en lítið er um svör.

Innlent
Fréttamynd

Húsbrot og líkams­á­rás

Tveir voru handteknir fyrir húsbrot í höfuðborginni í gærkvöldi eða nótt og þá var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerinu 105 en meiðsl reyndust minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Far­þeginn enn í haldi lög­reglu

Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar fjórir lögreglubílar veittu stolnu ökutæki eftirför í gærkvöldi. Tveir voru handteknir grunaðir um þjófnað.

Innlent
Fréttamynd

Fólk farið að reykja kókaínið

Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og reglulega kemur fólk sem reykir kókaín sem er enn hættulegra að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Eldri kona stór­slösuð og vitni gefa sig fram

Vitni hafa sett sig í samband við lögreglu vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut um tíuleytið í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Um var að ræða fullorðna konu sem er alvarlega slösuð.

Innlent
Fréttamynd

Fóru ekki fram á lengra varð­hald yfir lög­manninum

Lögreglan á Norðurlandi eystra fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lögmanni, sem grunaður er um aðkomu að skipulagðri brotastarfsemi, og honum var því sleppt á föstudag. Hann sat í einangrun allar þær rúmu tvær vikur sem hann sætti gæsluvarðhaldi, vegna rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt slys á Suður­lands­braut

Alvarlegt slys varð við gönguljós á Suðurlandsbraut vestan við Reykjaveg um klukkan 10 í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var einn fluttur á slysadeild. 

Innlent
Fréttamynd

Réðst á starfs­menn lög­reglu

Einn var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í miðbænum. Lögregla segir að hann hafi neitað að segja til nafns en við komu á lögreglustöð hafi hann ráðist á starfsmenn lögreglu. Sá var vistaður vegna ástands.

Innlent
Fréttamynd

Glæpa­starf­semi á Ís­landi orðin jafn mikil og á Norður­löndum

Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna.

Innlent