Ekið á konu á Langholtsvegi Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. Sjúkrabíll var sendur á staðinn. Innlent 23.12.2025 10:43
Ráðist á pilt á heimleið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið. Innlent 23.12.2025 06:30
Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás. Innlent 22.12.2025 20:17
„Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent 22.12.2025 20:01
Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sérsveit Ríkislögreglustjóra er að störfum á Selfossi að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 19. desember 2025 13:10
Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Um tuttugu prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu telja innbrot vera mesta vandamálið í þeirra hverfi. Ef litið er til landsins alls telur um fjórðungur, eða 26,5 prósent, umferðarlagabrot mesta vandamálið. Þar kemur einnig fram að um 40 prósent telja í lagi að lögregla beiti rafbyssu á ungmenni sem sýna ofbeldishegðun og að aðeins 9,6 prósent tilkynntu kynferðisbrot til lögreglunnar. Innlent 19. desember 2025 11:04
Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Þrír voru handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð á gistiheimili í Laugarneshverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Fólkið eru grunað um skipulagðan þjófnað á stór höfuðborgarsvæðinu. Þau eru grunuð um að hafa stolið bæði úr verslunum og af fólki matvælum, fjármunum og fleiru. Fyrst var greint frá á RÚV. Innlent 19. desember 2025 09:19
Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Lögregla rannsakar nú atvik þar sem bifreið var bakkað á barn en meiðsl barnsins eru sögð hafa verið minniháttar. Þá kom upp sérkennilegt atvik á vaktinni í gærkvöldi eða nótt þegar einstaklingur leitaði á lögreglustöð til að fá aðstoð til að komast úr handjárnum. Innlent 19. desember 2025 06:32
Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Halldór Logi Sigurðsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, sem hann framdi við heimahús í Reykjanesbæ í sumar. Þar var hann ákærður fyrir að reyna að svipta fjölskylduföður lífi með því að leggja ítrekað til hans með hníf í höfuð, búk og útlim. Innlent 18. desember 2025 22:18
Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Íslandsdeild Amnesty kallar eftir umbótum í fangelsum á Íslandi vegna umfjöllunar um mál ungrar konu sem hefur verið í einangrun á Hólmsheiði frá því í september. Konan er í síbrotagæslu en er í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Hún hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdsstjórn og skemmdarverk og bíður þess að aðalmeðferð fari fram. Innlent 18. desember 2025 17:28
Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. Innlent 18. desember 2025 13:18
Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Nýlegar breytingar á gatnamótum Bríetartúns og Borgartúns í Reykjavík, þar sem vinstri beygja er nú bönnuð, virðast leggjast misjafnlega í ökumenn. Innlent 18. desember 2025 11:07
Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurstrandarveg við Þorlákshöfn eftir að ekið var á kyrrstæðan bíl um tíuleytið í morgun. Mikið brak og olía er á veginum en svo virðist sem ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki. Innlent 18. desember 2025 10:24
Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Upp hafa komið mál á Íslandi þar sem einstaklingar hafa verið sviptir erfðarétti eftir að hafa valdið arfleifanda bana en þau eru afar fá. Héraðsdómur Reykjaness vísaði í gær frá kröfu hálfbróður Margrétar Höllu Löf um að hún yrði svipt erfðaréttinum eftir að hafa banað föður þeirra. Þannig kann Margrét á endanum að hagnast fjárhagslega af því að hafa myrt föður sinn. Innlent 18. desember 2025 07:29
Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið. Í yfirliti lögreglu er aðeins getið um eina handtöku en þar var um að ræða konu sem ók undir áhrifum lyfja, auk þess sem hún var ekki með ökuréttindi. Innlent 18. desember 2025 06:26
Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir það reglulega gerast að tengt sé fram hjá mæli og vatni stolið. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um þjófnað á vatni frá Veitum á byggingarsvæði í Grafarvogi. Grétar Stefánsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð á Vínlandsleið, segir að á byggingarsvæðinu hafi verið að taka vatn fram hjá mæli. Um sé að ræða nýbyggingarsvæði. Innlent 17. desember 2025 20:50
Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Fjölskyldur sem hafa misst syni og lýsa áralangri baráttu við kerfið skoða lagalega stöðu sína og telja að gróflega hafi verið brotið á réttindum barnanna. Faðir drengs sem lést í bruna á Stuðlum segir málaferli virðast þurfa til að eitthvað breytist. Lögregla rannsakar enn brunann og tveir eru með réttarstöðu sakbornings. Innlent 17. desember 2025 19:00
Grunaður um manndráp á Kársnesi Karlmaður sem er í haldi lögreglu vegna mannsláts á Kársnesi í Kópavogi er grunaður um að hafa drepið mann sem fannst látinn á heimili sínu í bænum þann 30. nóvember. Lögregla óskaði fyrr í dag eftir myndefni sem vegfarendur kunna að búa yfir úr hverfinu föstudaginn 28. nóvember frá 18:00 til miðnættis. Innlent 17. desember 2025 17:50
Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hjónin Pétur Gautur og Berglind Guðmundsdóttir hafa enn einu sinni orðið fyrir barðinu á þjófum. Í þetta sinn tóku þeir jólatré sem stóð fyrir utan vinnustofu Péturs á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þjófnaðurinn mun líklega bíta þjófinn í rassinn því á trénu er að finna tvenns konar óværur: einitítu og asparglyttu. Lífið 17. desember 2025 15:42
Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Hátt í þrjátíu þúsund fiskar Tungusilungs drápust í landeldi í Tálknafirði fyrir helgi eftir að rafmagni sló þar út. Rekstrarstjóri Tungusilungs segist hafa áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp einn daginn því hann hafi ekki séð neinar framfarir í afhendingaröryggi raforku á svæðinu í áratugi. Vestfirðingar séu annars flokks þegar komi að innviðum. Innlent 17. desember 2025 14:18
Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Tveir karlmenn sem handteknir voru í ruslageymslum í fjölbýlishúsi í Túnunum í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags eru góðkunningjar lögreglu. Íbúi í húsinu fann reykjarlykt og áttaði sig í framhaldinu á því að líklega væri um óvelkomna gesti í ruslageymslunni að ræða. Innlent 17. desember 2025 13:23
Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlsmanns í heimahúsi í Kópavogi í lok nóvember leitar embættið eftir myndefni frá vegfarendum sem fóru um bifreiðastæði við Kópavogslaug og göturnar Skjólbraut, Borgarholtsbraut, Meðalbraut og Kópavogsbraut föstudaginn 28. nóvember frá klukkan 18 og til miðnættis. Innlent 17. desember 2025 13:23
„Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Það er ríkissaksóknara að meta hvort dómurinn yfir Margréti Löf hafi verið of vægur segir settur varahéraðssaksóknari í málinu. Hún var í gær dæmd í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og sérstaklega hættulega líkamsárás. Ákæruvaldið benti á að það væru lagaskilyrði fyrir lengri dómi. Lögmaður hálfbróður hennar segir samfélagslega óttækt að kröfu um brottfall erfðaréttar hafi verið vísað frá. Haldið verði áfram með málið. Innlent 17. desember 2025 13:00
Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Betur fór en á horfðist þegar ekið var á gangandi vegfaranda á umferðarljósum á gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogar rétt fyrir klukkan átta í morgun. Innlent 17. desember 2025 11:44
Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Gæsluvarðhald yfir karlmanni um þrítugt í tengslum við andlát manns í Kópavogi hefur verið framlengt til 13. janúar næstkomandi. Hann sætir gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 17. desember 2025 10:28