Grunaður um manndráp á Kársnesi Karlmaður sem er í haldi lögreglu vegna mannsláts á Kársnesi í Kópavogi er grunaður um að hafa drepið mann sem fannst látinn á heimili sínu í bænum þann 30. nóvember. Lögregla óskaði fyrr í dag eftir myndefni sem vegfarendur kunna að búa yfir úr hverfinu föstudaginn 28. nóvember frá 18:00 til miðnættis. Innlent 17.12.2025 17:50
Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hjónin Pétur Gautur og Berglind Guðmundsdóttir hafa enn einu sinni orðið fyrir barðinu á þjófum. Í þetta sinn tóku þeir jólatré sem stóð fyrir utan vinnustofu Péturs á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þjófnaðurinn mun líklega bíta þjófinn í rassinn því á trénu er að finna tvenns konar óværur: einitítu og asparglyttu. Lífið 17.12.2025 15:42
Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Hátt í þrjátíu þúsund fiskar Tungusilungs drápust í landeldi í Tálknafirði fyrir helgi eftir að rafmagni sló þar út. Rekstrarstjóri Tungusilungs segist hafa áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp einn daginn því hann hafi ekki séð neinar framfarir í afhendingaröryggi raforku á svæðinu í áratugi. Vestfirðingar séu annars flokks þegar komi að innviðum. Innlent 17.12.2025 14:18
Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Fjölskylda Gunnars Inga Hákonarsonar safnar nú fyrir hann og móður hans, Jónu B. Brynjarsdóttur, til að mæta miklum kostnaði vegna endurhæfingar Gunnars Inga. Gunnar Ingi og Jóna eru búsett á Ísafirði en dvelja Reykjavík svo Gunnar Ingi geti sinnt endurhæfingu á Grensás. Hann lenti í umferðarslysi í október þegar hann missti meðvitund undir stýri og bíllinn rann út í sjó. Innlent 16. desember 2025 21:52
Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu lögðu hald á sautján skotvopn sem voru ekki geymd á réttan hátt auk töluverðs magns af skotfærum. Eigendur vopnanna verða kærðir fyrir brot á vopnalögum. Innlent 15. desember 2025 15:26
Vinstri beygjan bönnuð Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún. Innlent 15. desember 2025 11:15
Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Heilt yfir gengu tónleikarnir mjög vel en það voru einhver mál sem komu inn á borð lögreglu þar sem tónleikagestir höfðu ekki aldur til að vera á tónleikunum né aldur til að vera undir áhrifum áfengis.“ Innlent 15. desember 2025 10:54
Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í nótt þar sem þeir höfðu komið sér fyrir í ruslageymslu fjölbýlishúss í póstnúmerinu 105 og kveikt eld þar inni. Innlent 15. desember 2025 06:37
Handtekinn með stóran hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling á gangi með stóran hníf. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn eftir að lögregla skoraði á hann að leggja hnífinn frá sér. Ekki kemur fram hvar maðurinn var handtekinn en málið er skráð hjá stöð 1 í Austurbæ, Vesturbæ, Miðbæ og Seltjarnarnesi. Innlent 14. desember 2025 18:51
Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Hálka var á Reykjavegi í Biskupstungum þegar bíll valt í gærkvöldi. Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans. Innlent 14. desember 2025 13:37
Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Kona var flutt á slysadeild á Selfossi eftir að ekið var á hana í Hveragerði um klukkan tíu í gærmorgun. Konan var á rafhlaupahjóli þegar bíl var ekið á hana við gatnamót Breiðumerkur og Sunnumerkur. Innlent 14. desember 2025 13:31
Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Tveir dyraverðir voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna líkamsárásar og voru þeir báðir vistaðir í fangaklefum lögreglu. Innlent 14. desember 2025 07:27
Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Við skipulagt umferðareftirlit veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli bíl sem forðaðist eftirlitið. Lögreglan fór á eftir ökumanninum sem hljóp úr bílnum og faldi sig. Ökumaðurinn reyndist kona og fannst að lokum, og reyndist hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna, en sagðist hafa hræðst hið sýnilega eftirlit lögreglu. Fór hún sína leið eftir samtal við lögreglu. Innlent 13. desember 2025 08:29
Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem féll í sprungu í Grindavík í byrjun síðasta árs segir vel mögulegt að endurheimta líkamsleifar hans án þess að stofna lífi annarra í hættu. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölskyldunnar um áframhald leitar. Innlent 12. desember 2025 19:21
Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi konu í tengslum við rannsókn á líkamsárás. Þá virðast afskipti verið höfð af annarri konu sem grunuð er um líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll. Innlent 12. desember 2025 06:30
Þjófar sendir úr landi Tveimur erlendum ríkisborgurum, karli og konu á þrítugsaldri, hefur verið vísað úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar. Innlent 11. desember 2025 18:53
Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Karlmaður sem aftur er kominn á bak við lás og slá í tengslum við rannsókn lögreglu á mannsláti í Kópavogi í lok nóvember er frá Grikklandi. Lífsýni á hnífi er lykilgagn í málinu. Innlent 11. desember 2025 14:01
Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. Innlent 11. desember 2025 13:13
Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Lögregla hafði afskipti af tveimur mönnum þar sem þeir reyndu að kveikja eld í bílastæða húsi. Innlent 10. desember 2025 18:36
Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Til skoðunar er hjá lögreglunni hvort gangbrautaljós hafi verið græn þegar ekið var á aldraða konu á Suðurlandsbraut í fyrradagsmorgun. Konan er alvarlega slösuð. Innlent 10. desember 2025 18:09
Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Maðurinn sem handtekinn var fyrir fjórum dögum í tengslum við mannslát í Kópavogi hefur verið handtekinn öðru sinni. Honum var sleppt úr haldi í gær eftir nokkurra daga gæsluvarðhald. Innlent 10. desember 2025 17:26
Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ síðastliðinn mánudag. Innlent 10. desember 2025 14:37
Úlfar þögull sem gröfin Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri vill ekki tjá sig um ummæli hins handtekna lögmanns Gunnars Gíslasonar um störf hans sem lögreglustjóri Suðurnesja. Þá gefur hann ekkert upp um mögulegt framboð í borginni undir merkjum Miðflokksins og biður blaðamann auk þess um að bíða til 18. desember til að sjá hvort nafn hans verði á lista umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra. Innlent 10. desember 2025 13:30
Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Lögreglan á Vesturlandi handtók karlmann í fyrrinótt grunaðan um kynferðisbrot. Yfirlögregluþjónn við embættið segir að verið sé að ná utan um málið. Innlent 10. desember 2025 11:21