Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Hand­teknir við að sýsla með þýfi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst beiðni um aðstoð í gærkvöldi eða nótt þar sem greint var frá því að einstaklingar væru að sýsla með þýfi í íbúð í fjölbýlishúsi. Tveir voru handteknir á vettvangi og vistaðir í fangageymslum, grunaðir um þjófnað.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Réðst á annan með skóflu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila sem réðst á annan með skóflu. Fórnarlambið var með blæðandi sár á höfði er lögreglu bar að garði. Ástand hans liggur ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Harður á­rekstur á Suður­landi

Harður árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar. Lokað var fyrir umferð á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig en nú hefur verið opnað aftur.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn hjá Viðeyjarferju

Brotist var inn í afgreiðsluna við Viðeyjarferju í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort eitthvað hafi verið numið á brott eða hvort skemmdir séu á húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir al­gjöru öryggis­leysi eftir blauta tusku í and­litið

Einu ári eftir að sjö ára sonur Katrínar Kristjönu Hjartardóttur varð fyrir árás á skólalóð Smáraskóla hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að falla frá saksókn á málinu. Katrín segir niðurstöðuna hafa verið eins og að fá „blauta tusku í andlitið“ og lýsir djúpstæðu öryggisleysi, bæði sem móðir og samfélagsþegn.

Innlent
Fréttamynd

Farbannið fram­lengt

Farbann konu, sem grunuð er um að myrða eiginmann sinn og dóttur á Edition-hótelinu í sumar, hefur verið framlengt til 27. febrúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans

Málari í Setbergshverfinu í Hafnarfirði var rétt að festa svefn aðfaranótt sunnudags þegar hann heyrði hljóð sem vöktu athygli hans. Augnabliki síðar horfði hann út um gluggann þar sem vinnubíllinn hans stóð í ljósum logum. Hann grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans.

Innlent
Fréttamynd

Lögmannafélagið að­hefst ekki

Stefán Andrew Svensson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir félagið ekki hafa vitneskju um mál lögmanns sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Búast við að mál lög­mannsins verði fellt niður

Verjandi lögmanns sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi segir málið ekki það fyrsta sinnar tegundar. Hann þekki til minnst tveggja annarra mála þar sem lögmenn hafa sætt gæsluvarðhaldi en að rannsóknir þeirra mála hafi að lokum verið felldar niður. Hann og umbjóðandi hans búist fastlega við því að sú verði niðurstaðan í máli lögmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Með lög­regluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni

Tveir karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á 5,7 kílóum af kókaíni sem falin voru í BMW-bíl sem ferðaðist frá Íslandi til Litáen og aftur til Íslands með flutningsskipi. Fólkið beið í fimm daga áður en það reyndi að nálgast efnin í bílnum.

Innlent