Lögreglumál

Fréttamynd

Strætó rann á bíl og ruslaskýli

Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær.

Innlent
Fréttamynd

Tveir vörðu jóla­nótt í fanga­klefa

Tveir gistu fangaklefa á jólanótt og talsvert var um umferðaróhöpp í hálkunni í gærkvöldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í jólanæturdagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir til lögreglunnar í nótt. Önnur átti sér stað í Breiðholti og hin í Grafarholti. Báðar eru í rannsókn hjá lögreglu samkvæmt dagbók lögreglunnar. Ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn en samkvæmt dagbókinni gistu tveir í fangaklefa lögreglunnar í nótt.

Innlent
Fréttamynd

„Af­skap­lega ró­leg“ nótt hjá lög­reglu­mönnum

Tiltölulega rólegt var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 72 mál skráð í kerfi lögreglu í nótt og var enginn í fangageymslu í morgun en miðað við dagbók lögreglunnar snerist nóttin að mestu um ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Tveir ungir á 140 kíló­metra hraða

Löggregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í gærkvöldi og í nótt tvo unga ökumenn við ofsaakstur í Árbæ. Þá var maður vopnaður hnífi á skemmtistað í miðbænum handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá magni þeirra fíkniefna sem embættið hefur haldlagt á Keflavíkurflugvelli. Burðardýr beita öllum brögðum virðist vera, til að koma efnunum á göturnar, þar á meðal með því að koma þeim fyrir í pakkningum fyrir asíska núðlusúpu. 

Innlent
Fréttamynd

Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt

Rafbyssu var beitt í fyrsta sinn hér á landi í gær þegar lögreglan var kölluð til vegna vopnaðs manns. Öll atburðarásin var tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna á svæðinu og mun sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fara yfir atvikið.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rima­skóla

Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar.

Innlent
Fréttamynd

Rafbyssu beitt í fyrsta sinn

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Allt er reynt til að komast í gegn um landa­mærin“

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir viðbúið að mistök séu gerð í baráttunni við erlenda glæpahópa sem reyni stöðugt að styrkja stöðu sína hér á landi. Á áttunda hundrað hefur verið vísað frá landinu á árinu sem grunuð eru um að sigla undir fölsku flaggi.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist vera vopnaður og ruddist inn

Lögregla sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem hafði sagst vera vopnaður og ruðst inn í íbúð. Hann var handtekinn í íbúðinni en reyndist óvopnaður.

Innlent
Fréttamynd

Talið að hamri hafi verið beitt

Tveir voru handteknir og einn fluttur á slysadeild eftir vopnaða árás á Álfinum, krá í Breiðholti, seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að hamri hafi verið beitt við árásina.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um vopnaða á­rás á krá í nótt

Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt vegna líkamsárásar á krá í Kópavogi eða Breiðholti. Grunur er á að vopnum hafi verið beitt við árásina. Lögregla var kölluð til vegna málsins og má gera ráð fyrir að málið sé nú rannsakað hjá þeim. 

Innlent
Fréttamynd

Dyra­vörður grunaður um líkams­á­rás

Dyravörður í miðbænum er grunaður um líkamsárás í nótt. Lögregla rannsakað málið. Þá var einnig handtekinn vegna hótana við nágranna sinn í Grafarvogi, Mosfellsbæ eða Árbæ. Lögregla lagði hald á eggvopn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Skammaður af nefndinni og kærður til lög­reglu

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur áminnt Ómar R. Valdimarsson fyrir margvísleg brot á siðareglum lögmanna í tengslum við mál ungs pars sem leitaði til hans til innheimtu flugbóta. Eitt brotið snýr að birtingu persónuupplýsinga um parið á Facebook. Parið hefur kært Ómar til lögreglu vegna birtingarinnar. Ómar mun leita til dómstóla til að fá úrskurðinum hnekkt.

Innlent
Fréttamynd

Mann­laus bif­reið á miðjum vegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar, sem reyndist minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á­kærður fyrir mann­dráp í Kiðja­bergi

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp.

Innlent