Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fleiri grunaðir en þeir sem voru hand­teknir

Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið.

Innlent
Fréttamynd

Þrír vasaþjófar hand­teknir á Þing­völlum

Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum.

Innlent
Fréttamynd

Engir sér­fræðingar að verki og sá yngsti um tví­tugt

Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ölvaður en ekki barnaníðingur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að veitingastaðnum KFC í Mosfellsbæ á sjötta tímanum síðdegis í gær vegna ölvaðs einstaklings sem var með ógnandi tilburði við starfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan inn­siglaði Flóka

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði í dag gistiheimilið Flóka á horni Flókagötu og Snorrabrautar í miðborg Reykjavíkur. Gistiheimilið var ekki með rekstrarleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir

Meðal þess sem lögregla hefur haldlagt vegna umfangsmikils fjársvikamáls þar sem hundruðum milljóna var stolið af íslenskum bönkum eru bílar og rafmyntir. Ekki er útilokað að upphæðirnar reynist hærri en talið var í fyrstu. Þetta er meðal þess sem kom fram í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar í kvöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stálu hundruðum milljóna hjá Lands­bankanum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar fjársvik upp á um fjögur hundruð milljónir af íslensku bönkunum. Einstaklingum tókst að millifæra háar upphæðum af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar vegna galla hjá Reiknistofu bankanna. Fimm sæta farbanni grunaðir um aðild að málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í bíl á Hellis­heiði

Lögreglunni á Suðurlandi var fyrir stuttu tilkynnt um eld í bíl á Hellisheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Einar Sigurjónssyni aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi gat ökumaður sjálfur slökkt eldinn og svo ekið bílnum af vettvangi. 

Innlent
Fréttamynd

Aðal­með­ferð í Súlu­nesmálinu frestað

Fresta þurfti aðalmeðferð í Súlunesmálinu svonefnda um rúmar tvær vikur vegna anna hjá réttarmeinafræðingi og skipuðum sérfræðidómara við málið. Sá er búsettur erlendis og átti ekki heimangengt á upphaflega skipulögðum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um bíl fullan af flug­eldum

Tilkynnt var um bíl sem var fullur af flugeldum í nótt, og fór lögregla á vettvang og kannaði málið. Ekki kemur fram í skýrslu lögreglunnar hvort flugeldar hafi fundist í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Rændur fyrir utan Costco um há­bjartan dag

Karlmaður sem lenti í umfangsmiklum kortasvikum varar við bíræfnum glæpahópum sem svífist einskis við að ná greiðslukortum fólks og PIN-númerum þeirra. Um fimmtán mínútur hafi liðið frá því að hann notaði kortið í stórverslun Costco í Garðabæ þar til óprúttnir aðilar höfðu haft af honum 650 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins

Foreldrar tíu ára drengs sem lögregla rannsakar hvort brotið hafi verið á kynferðislega að næturlagi í september töldu son sinn hafa vaknað upp við martröð þegar hann tilkynnti þeim eldsnemma morguns að maður hefði verið inni í herbergi hans. Móðirin kúgaðist og öskugrét eftir að hafa heyrt lýsingar drengsins á brotinu.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort öku­menn myndu keyra á gangandi á götunni

Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Hann spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi sem neyðast til að ganga á götunni. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli.

Innlent
Fréttamynd

Að jafnaði til­kynnt um tólf kyn­ferðis­brot í hverri viku

Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent.

Innlent