Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn. Innlent 24.11.2025 12:02
Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einn í gærkvöldi eða nótt sem grunaður er um líkamsárás og eignaspjöll. Lögregla var kölluð til þegar slagsmál brutust út á salerni á skemmtistað í miðborginni en við athugun reyndist handtekni eftirlýstur í tengslum við annað mál. Innlent 24.11.2025 08:04
Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir að tvö umferðarslys urðu á svipuðum tíma á Norðurlandi vestra síðdegis í dag, við Blönduós annars vegar og í Miðfirði hins vegar. Allir hinna slösuðu eru komnir undir læknishendur en enginn er talinn í lífshættu, að sögn viðbragðsaðila. Innlent 23.11.2025 22:09
Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Tilfellum þar sem skipulagðir glæpahópar beita öðrum fyrir sig til ofbeldisverka gegn greiðslu fer fjölgandi hér á landi. Sérfræðingur segir þetta í takti við þróunina á Norðurlöndum. Fjórum var vísað frá á landamærunum í sumar vegna þessa. Ljóst sé að efla þurfi alþjóðasamstarf þar sem ljóst sé að brotahópar virði ekki landamæri. Innlent 21. nóvember 2025 06:47
Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo karlmenn frá Rúmeníu, sem eru grunaðir um vasaþjófnað. Mennirnir komu hingað til lands í fyrradag og sterkur grunur leikur á að þeir hafi komið hingað eingöngu til þess að fremja auðgunarbrot. Málið er í rannsókn. Innlent 21. nóvember 2025 06:27
Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Karl og kona á þrítugsaldri voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 3. desember að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á auðgunarbrotum. Innlent 20. nóvember 2025 22:32
Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Innlent 20. nóvember 2025 06:44
Áminntur um sannsögli Í dag eru liðin 51 ár frá því Geirfinnur Einarsson var veginn á heimili sínu í Keflavík, og eitt ár frá því bókin Leitin að Geirfinni kom út. Í bókinni kemur fram að Valtýr Sigurðsson, fyrrum fógetafulltrúi í Keflavík hafi stýrt rannsókninni á hvarfi Geirfinns fyrir 50 árum og að hann hafi fylgt málinu eftir æ síðan. Skoðun 19. nóvember 2025 19:02
Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í dag fyrir þjófnað í verslun Hagkaupa í Kringlunni. Alls eru fimm sem gista í fangageymslu lögreglu. Innlent 19. nóvember 2025 17:28
Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann „Skömmin var svo mikil að ég einhvern veginn bara lokaðist inni í fangelsi hugans í þessi átta ár,“ segir Sigurður Árni Reynisson kennari. Sigurður var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa, í starfi sínu sem lögreglumaður, ráðist á fanga í klefa á Hverfisgötu og beitt hann ofbeldi. Hann missti í kjölfarið vinnuna og sökk djúpt niður. Í dag hefur hann byggt upp líf sitt að nýju. Lífið 19. nóvember 2025 07:02
Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. Innlent 18. nóvember 2025 23:45
„Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi Innlent 18. nóvember 2025 22:32
Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við vinnu á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra var enginn fluttur slasaður á spítala. Slökkvilið var aðeins fengið á staðinn til að hreinsa. Búast má við einhverjum töfum í umferð á meðan hreinsun fer fram. Innlent 18. nóvember 2025 21:50
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. Innlent 18. nóvember 2025 19:09
Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið. Innlent 18. nóvember 2025 11:11
Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sendiferðabíll á vegum byggingaverktakans BYGG lenti í Reykjavíkurtjörn síðdegis í dag. Bifreiðin var mannlaus þegar atvikið átti sér stað og er grunur um aftanákeyrslu. Lögreglan kom á staðinn og kallaði út dráttarbíl. Innlent 17. nóvember 2025 19:24
Svona fer peningaþvætti fram Fjármögnun á lúxuslífstíl, kaup á gjaldeyri og fasteignum, lánagerningar og svokallaðar sýndareignir eru meðal algengustu leiða skipulagðra brotahópa til peningaþvættis. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi. Innlent 17. nóvember 2025 19:17
Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Brotist var inn á heilbrigðisstofnun í Ármúla í Reykjavík og lyfjum stolið þaðan. Lögreglan rannsakar nú málið en einnig voru skemmdir og mögulegt tjón unnið á tækjum. Innbrotið uppgötvaðist í morgun en var líklega framið um helgina. Innlent 17. nóvember 2025 17:41
Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu verkefni í morgun eftir að vegfarandi gekk fram á dauðan snák. Svo vill til að sá sem fann snákinn hefur átt snák af sömu tegund og segir snákana góð gæludýr. Snákar eru kolólöglegir hér á landi. Innlent 17. nóvember 2025 11:26
Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Nýverið fór að bera á nýrri tegund tilrauna til fjársvika, þegar netþrjótar hófu að kaupa sér lénaheiti sem líkjast íslenskum fyrirtækjaheitum og láta lénin líta út eins og þau tengist fyrirtækjunum. Lénaheitin voru á forminu fyrirtæki-ehf.is í staðinn fyrir bara fyrirtæki.is Þessi lén nota þrjótarnir til að villa á sér heimildir og virðist það aðallega beinast að erlendum birgjum þessara íslensku fyrirtækja. Innlent 17. nóvember 2025 10:12
Handtekinn í Dölunum Lögregla handtók um helgina mann í Dölunum eftir að hann hafði ítrekað ekið bíl sínum á annan bíl á sunnanverðum Vestfjörðum. Innlent 17. nóvember 2025 09:04
Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Þrír voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í nótt. Einn fyrir að vera með hníf, annar fyrir að hafa verið til vandræða fyrir utan skemmtistað samkvæmt dagbók lögreglu og sá þriðji fyrir slagsmál. Seinni tveimur var sleppt úr haldi eftir að tekin var af þeim skýrsla. Einn gisti í fangageymslu í nótt en alls voru skráð 79 mál hjá lögreglunni frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun. Innlent 16. nóvember 2025 07:07
Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Lögreglumenn í eftirlitsferð á Austurlandi urðu vitni að stjörnuhrapi sem svo heppilega vildi til að festist á filmu eftirlitsmyndavélar lögreglubílsins. Innlent 15. nóvember 2025 23:46
Ölvun og hávaði í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að vanda fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Í dagbók kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum fjölda vegna ölvunar og gruns um akstur undir áhrifum. Þá var í þó nokkrum tilfellum tilkynnt um hávaða í heimahúsi sem lögregla hafði einnig afskipti af með því að biðja húsráðanda að hætta. Innlent 15. nóvember 2025 07:07