Segir umdeilda tillögu Ásmundar aðför að leikskólastjórnendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2022 09:45 Leikskólastjóri segir boðaða reglugerðarbreytingu menntamálaráðherra um fjölda barna á leikskólum aðför að leikskólastjórnendum. Hún óttast að sveitarfélögin muni með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna, þvert á réttindi barnanna. Í drögum að breytingunni sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt fyrr á árinu segir að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skuli áfram vera tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitarstjórnar. En ef komi til ágreinings um fjölda barna hverju sinni þá taki sveitarstjórn ákvörðun. Og umsagnir um þessa boðuðu breytingu um að sveitarstjórnir hafi úrslitavaldið hafa sannarlega hrúgast inn síðustu örfáa daga. Þær urðu alls 136, sem er afar mikið í samráðsgáttinni, og heilt yfir afar neikæðar. Breytingin er meðal annars sögð aðför að starfsumhverfi barna og kennara, algjörlega galið gróðaplott, glórulaus tilraun til að leysa leikskólavandann og hún sögð vega harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra – svo fáein dæmi séu tekin. Vinnueftirlitið lét fækka börnum um 20 prósent Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri leikskólans Sólborgar og samráðsfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík, bendir á að hingað til hafi sveitarstjórnir yfirleitt viljað hámarksnýta rekstrarleyfi skólanna - en leikskólastjórinn getað haft síðasta orðið. „Þá er það leikskólastjórinn sem er með sérfræðiþekkinguna til þess að meta þetta. Hann er sérfræðingurinn að meta fjölda barna. Hann er sérfræðingurinn í stjórnun menntastofnana,“ segir Guðrún. Að ýmsu sé að huga; samsetningu barnahópsins og þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Hún minnist þess að fyrir fáeinum árum hafi nær hundrað börn verið á leikskólanum hjá henni - en hún þá fengið Vinnueftirlitið í heimsókn. „Niðurstaða þess var að það þyrfti að fækka börnum hér um 20 prósent. Það er gríðarleg breyting á líðan barna og starfsmanna inni í húsinu við þessa fækkun,“ segir Guðrún. Hún vonar innilega að breytingin ná ekki fram að ganga. „Þetta hefði mikil áhrif og það yrði bara svo mikið áfall ef við þyrftum að fara til baka.“ Leikskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Í drögum að breytingunni sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt fyrr á árinu segir að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skuli áfram vera tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitarstjórnar. En ef komi til ágreinings um fjölda barna hverju sinni þá taki sveitarstjórn ákvörðun. Og umsagnir um þessa boðuðu breytingu um að sveitarstjórnir hafi úrslitavaldið hafa sannarlega hrúgast inn síðustu örfáa daga. Þær urðu alls 136, sem er afar mikið í samráðsgáttinni, og heilt yfir afar neikæðar. Breytingin er meðal annars sögð aðför að starfsumhverfi barna og kennara, algjörlega galið gróðaplott, glórulaus tilraun til að leysa leikskólavandann og hún sögð vega harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra – svo fáein dæmi séu tekin. Vinnueftirlitið lét fækka börnum um 20 prósent Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri leikskólans Sólborgar og samráðsfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík, bendir á að hingað til hafi sveitarstjórnir yfirleitt viljað hámarksnýta rekstrarleyfi skólanna - en leikskólastjórinn getað haft síðasta orðið. „Þá er það leikskólastjórinn sem er með sérfræðiþekkinguna til þess að meta þetta. Hann er sérfræðingurinn að meta fjölda barna. Hann er sérfræðingurinn í stjórnun menntastofnana,“ segir Guðrún. Að ýmsu sé að huga; samsetningu barnahópsins og þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Hún minnist þess að fyrir fáeinum árum hafi nær hundrað börn verið á leikskólanum hjá henni - en hún þá fengið Vinnueftirlitið í heimsókn. „Niðurstaða þess var að það þyrfti að fækka börnum hér um 20 prósent. Það er gríðarleg breyting á líðan barna og starfsmanna inni í húsinu við þessa fækkun,“ segir Guðrún. Hún vonar innilega að breytingin ná ekki fram að ganga. „Þetta hefði mikil áhrif og það yrði bara svo mikið áfall ef við þyrftum að fara til baka.“
Leikskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira