Segir umdeilda tillögu Ásmundar aðför að leikskólastjórnendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2022 09:45 Leikskólastjóri segir boðaða reglugerðarbreytingu menntamálaráðherra um fjölda barna á leikskólum aðför að leikskólastjórnendum. Hún óttast að sveitarfélögin muni með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna, þvert á réttindi barnanna. Í drögum að breytingunni sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt fyrr á árinu segir að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skuli áfram vera tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitarstjórnar. En ef komi til ágreinings um fjölda barna hverju sinni þá taki sveitarstjórn ákvörðun. Og umsagnir um þessa boðuðu breytingu um að sveitarstjórnir hafi úrslitavaldið hafa sannarlega hrúgast inn síðustu örfáa daga. Þær urðu alls 136, sem er afar mikið í samráðsgáttinni, og heilt yfir afar neikæðar. Breytingin er meðal annars sögð aðför að starfsumhverfi barna og kennara, algjörlega galið gróðaplott, glórulaus tilraun til að leysa leikskólavandann og hún sögð vega harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra – svo fáein dæmi séu tekin. Vinnueftirlitið lét fækka börnum um 20 prósent Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri leikskólans Sólborgar og samráðsfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík, bendir á að hingað til hafi sveitarstjórnir yfirleitt viljað hámarksnýta rekstrarleyfi skólanna - en leikskólastjórinn getað haft síðasta orðið. „Þá er það leikskólastjórinn sem er með sérfræðiþekkinguna til þess að meta þetta. Hann er sérfræðingurinn að meta fjölda barna. Hann er sérfræðingurinn í stjórnun menntastofnana,“ segir Guðrún. Að ýmsu sé að huga; samsetningu barnahópsins og þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Hún minnist þess að fyrir fáeinum árum hafi nær hundrað börn verið á leikskólanum hjá henni - en hún þá fengið Vinnueftirlitið í heimsókn. „Niðurstaða þess var að það þyrfti að fækka börnum hér um 20 prósent. Það er gríðarleg breyting á líðan barna og starfsmanna inni í húsinu við þessa fækkun,“ segir Guðrún. Hún vonar innilega að breytingin ná ekki fram að ganga. „Þetta hefði mikil áhrif og það yrði bara svo mikið áfall ef við þyrftum að fara til baka.“ Leikskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Í drögum að breytingunni sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt fyrr á árinu segir að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skuli áfram vera tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitarstjórnar. En ef komi til ágreinings um fjölda barna hverju sinni þá taki sveitarstjórn ákvörðun. Og umsagnir um þessa boðuðu breytingu um að sveitarstjórnir hafi úrslitavaldið hafa sannarlega hrúgast inn síðustu örfáa daga. Þær urðu alls 136, sem er afar mikið í samráðsgáttinni, og heilt yfir afar neikæðar. Breytingin er meðal annars sögð aðför að starfsumhverfi barna og kennara, algjörlega galið gróðaplott, glórulaus tilraun til að leysa leikskólavandann og hún sögð vega harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra – svo fáein dæmi séu tekin. Vinnueftirlitið lét fækka börnum um 20 prósent Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri leikskólans Sólborgar og samráðsfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík, bendir á að hingað til hafi sveitarstjórnir yfirleitt viljað hámarksnýta rekstrarleyfi skólanna - en leikskólastjórinn getað haft síðasta orðið. „Þá er það leikskólastjórinn sem er með sérfræðiþekkinguna til þess að meta þetta. Hann er sérfræðingurinn að meta fjölda barna. Hann er sérfræðingurinn í stjórnun menntastofnana,“ segir Guðrún. Að ýmsu sé að huga; samsetningu barnahópsins og þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Hún minnist þess að fyrir fáeinum árum hafi nær hundrað börn verið á leikskólanum hjá henni - en hún þá fengið Vinnueftirlitið í heimsókn. „Niðurstaða þess var að það þyrfti að fækka börnum hér um 20 prósent. Það er gríðarleg breyting á líðan barna og starfsmanna inni í húsinu við þessa fækkun,“ segir Guðrún. Hún vonar innilega að breytingin ná ekki fram að ganga. „Þetta hefði mikil áhrif og það yrði bara svo mikið áfall ef við þyrftum að fara til baka.“
Leikskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira