Einn eigenda Shooters fær bætur vegna handtöku Árni Sæberg skrifar 5. september 2022 20:17 Shooters var til húsa í Austurstræti. Vísir/Kolbeinn Tumi Konu, sem var einn eigenda kampavínsklúbbsins Shooters, hafa verið dæmdar miskabætur upp á 350 þúsund krónur vegna þvingunaraðgerða lögreglu í tengslum við rannsókn á meintri umfangsmikilli brotastarfsemi í tengslum við klúbbinn. Konan var handtekin í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við rannsóknina. Lögregla innsiglaði Shooters og gerði húsleit á staðnum og heimili konunnar og þáverandi eiginmanns hennar, sem var einnig meðal eigenda Shooters. Rannsóknin beindist meðal annars að meintri vændisstarfsemi, fjársvikum, skjalafalsi og brotum á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga. Fór fram á ríflega fjórar milljónir króna Konan var meðal þeirra sem handtekin voru í tengslum við málið þegar lögregla fór inn á Shooters árla morguns þann 9. febrúar árið 2019. Í málsástæðum hennar segir að hún hafi verið látin dúsa í fangaklefa í fjórtán klukkustundir áður en hún var færð til skýrslutöku. Þá hafi hún verið orðin verulega þreytt, enda handtekin árla morguns og henni haldið án skýringa í fangaklefa í heilan dag. Engin skýring hafi verið gefin á þeim seinagangi. Auk þess hafi, án nokkurra skýringa, verið brotið gegn rétti hennar til að hafa samband við lögmann og nánustu aðstandendur. Vegna þessa krafðist hún miskabóta vegna ólögmætrar frelsissviptingar upp á 600 þúsund krónur. Hún krafðist miskabóta að fjárhæð 250 þúsund króna vegna húsleitar á heimili hennar og að sömu fjárhæð vegna húsleitar í bankahólfi hennar. Vegna haldlagningar farsíma, úlpu, skartgripa, bíllykla, hálsmens, úrs, lykla og reiðufjár krafðist konan 250 þúsund króna í miskabætur. Að lokum krafðist konan þriggja milljóna króna í miskabætur vegna þess að gefin hafi verið út ákæra á hendur henni sem hafi verið tilhæfulaus með öllu. Aðeins fallist á hluta Heildarbótakröfur konunnar námu 4,35 milljónum króna en sem áður segir var íslenska ríkið aðeins dæmt til að greiða henni bætur að fjárhæð 350 þúsund krónur. Íslenska ríkið hafði fallist á að greiða konunni bætur vegna handtöku og frelsissviptingar og húsleitanna tveggja. Þó var farið fram á að bætur yrðu lækkaðar frá kröfu konunnar. Dómurinn taldi bætur fegna frelsisviptingar hæfilega metnar 150 þúsund krónur, fimmtíu þúsund krónur vegna vegna húsleitanna tveggja og 150 þúsund krónur vegna haldlagningar á farsíma konunnar. Ekki var talið sannað að hald hafi verið lagt á aðrar eignir konunnar. Þá taldi dómurinn ekki að konan ætti rétt á miskabótum vegna ástæðulausrar ákæru. Konan var ákærð fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um útlendinga. Í ákærunni var hún titluð yfirmaður þeirra kvenna sem starfað höfðu á Shooters. Við meðferð málsins var fallið frá ákæru á hendur henni. Konan bar fyrir sig að ákæran hafi verið með öllu tilhæfulaus að málsmeðferðin hafi verið til skammar í réttarríki. Hún sagði meðal annars að hún hefði ekki verið spurð út í þann hluta rannsóknarinnar sem hún var á endanum ákærð fyrir og að ákæruvaldið hafi litið framhjá því að einfaldar skýringar hafi verið á samskiptum konunnar við þá „listamenn“ sem hafi starfað hverju sinni á Shooters. Dómurinn leit svo á að ekki hafi verið sannað að lögregla hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta hegðun eða að ákæruvaldið hafi ekki farið að lögum. Þess vegna var ríkið sýknað af stærstu kröfu konunnar. Sem áður segir var ríkið dæmt til að greiða konunni 350 þúsund krónur. Málskostnaður milli aðila var felldur niður en þar sem konan hafði fengið gjafsóknarleyfi greiðist lögmannskostnaður hennar, 600 þúsund krónur, úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Konan var handtekin í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við rannsóknina. Lögregla innsiglaði Shooters og gerði húsleit á staðnum og heimili konunnar og þáverandi eiginmanns hennar, sem var einnig meðal eigenda Shooters. Rannsóknin beindist meðal annars að meintri vændisstarfsemi, fjársvikum, skjalafalsi og brotum á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga. Fór fram á ríflega fjórar milljónir króna Konan var meðal þeirra sem handtekin voru í tengslum við málið þegar lögregla fór inn á Shooters árla morguns þann 9. febrúar árið 2019. Í málsástæðum hennar segir að hún hafi verið látin dúsa í fangaklefa í fjórtán klukkustundir áður en hún var færð til skýrslutöku. Þá hafi hún verið orðin verulega þreytt, enda handtekin árla morguns og henni haldið án skýringa í fangaklefa í heilan dag. Engin skýring hafi verið gefin á þeim seinagangi. Auk þess hafi, án nokkurra skýringa, verið brotið gegn rétti hennar til að hafa samband við lögmann og nánustu aðstandendur. Vegna þessa krafðist hún miskabóta vegna ólögmætrar frelsissviptingar upp á 600 þúsund krónur. Hún krafðist miskabóta að fjárhæð 250 þúsund króna vegna húsleitar á heimili hennar og að sömu fjárhæð vegna húsleitar í bankahólfi hennar. Vegna haldlagningar farsíma, úlpu, skartgripa, bíllykla, hálsmens, úrs, lykla og reiðufjár krafðist konan 250 þúsund króna í miskabætur. Að lokum krafðist konan þriggja milljóna króna í miskabætur vegna þess að gefin hafi verið út ákæra á hendur henni sem hafi verið tilhæfulaus með öllu. Aðeins fallist á hluta Heildarbótakröfur konunnar námu 4,35 milljónum króna en sem áður segir var íslenska ríkið aðeins dæmt til að greiða henni bætur að fjárhæð 350 þúsund krónur. Íslenska ríkið hafði fallist á að greiða konunni bætur vegna handtöku og frelsissviptingar og húsleitanna tveggja. Þó var farið fram á að bætur yrðu lækkaðar frá kröfu konunnar. Dómurinn taldi bætur fegna frelsisviptingar hæfilega metnar 150 þúsund krónur, fimmtíu þúsund krónur vegna vegna húsleitanna tveggja og 150 þúsund krónur vegna haldlagningar á farsíma konunnar. Ekki var talið sannað að hald hafi verið lagt á aðrar eignir konunnar. Þá taldi dómurinn ekki að konan ætti rétt á miskabótum vegna ástæðulausrar ákæru. Konan var ákærð fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um útlendinga. Í ákærunni var hún titluð yfirmaður þeirra kvenna sem starfað höfðu á Shooters. Við meðferð málsins var fallið frá ákæru á hendur henni. Konan bar fyrir sig að ákæran hafi verið með öllu tilhæfulaus að málsmeðferðin hafi verið til skammar í réttarríki. Hún sagði meðal annars að hún hefði ekki verið spurð út í þann hluta rannsóknarinnar sem hún var á endanum ákærð fyrir og að ákæruvaldið hafi litið framhjá því að einfaldar skýringar hafi verið á samskiptum konunnar við þá „listamenn“ sem hafi starfað hverju sinni á Shooters. Dómurinn leit svo á að ekki hafi verið sannað að lögregla hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta hegðun eða að ákæruvaldið hafi ekki farið að lögum. Þess vegna var ríkið sýknað af stærstu kröfu konunnar. Sem áður segir var ríkið dæmt til að greiða konunni 350 þúsund krónur. Málskostnaður milli aðila var felldur niður en þar sem konan hafði fengið gjafsóknarleyfi greiðist lögmannskostnaður hennar, 600 þúsund krónur, úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira