Borgarstjórn á beinni braut Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. september 2022 08:00 „Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Viðreisn er nútímalegur frjálslyndur Evrópuflokkur sem vinnur alltaf að almannahagsmunum og trúir því að jafnrétti og loftslagsmál séu lykilbreytur í öllu sem við gerum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum. Styrkurinn felst í breiddinni Í nútíðinni leynist samvinna margra flokka. Samstarf og málamiðlanir er það sem koma skal. Fjórflokkurinn er liðinn undir lok og nýir flokkar hafa bæst við flóruna. Með þessari þróun í pólitíkinni munum við venjast samstarfi fleiri flokka en áður sem sameinast um sameiginlega sýn og markmið. Þetta kallar á að vinnu við að finna það sem flokkarnir eiga sameiginlegt. En þessi veruleiki kallar líka á það að í samstarfi margra flokka þurfa allir verða að fá sitt svið fyrir það sem aðgreinir þá. Í gær fórum við í borgarstjórn yfir nýjan samstarfssáttmála ólíkra flokka sem mynda meirihlutann í borginni. Samstarfssáttmálinn er einmitt gott dæmi um mikilvægi samvinnu. Í upphafi nýs kjörtímabils sammældumst við um gott samkomulag sem byggir á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá. Við erum ólíkir flokkar og það er okkar styrkur. Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Ætlum að vera óþreytandi Í samstarfsáttmálanum settum við fram ítarlegan verkefnalista þar sem dregin eru fram 18 verkefni sem hefja á strax og sáttmála um stór sem lítil verkefni sem við munum vinna að á næstu fjórum árum. Við í Viðreisn höfum í meirhluta verið óþreytandi að benda á mikilvægi fjölbreytts reksturs og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað verði leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin séu tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðila að semja við sig til niðurstöðu. Ný og betri borgarstjórn Umræðan í borgarstjórn í gær var afar góð, uppbyggileg og skemmtileg. Allir flokkar ræddu sín mál, kynntu sín rök og pólitíska sýn. Upptakturinn var sérdeilis góður og málefnalegur og fagna ég því sérstaklega. Borgarstjórn sýndi pólitíska breidd sína og styrk, þvert á flokka sem er afar jákvætt fyrir alla borgarbúa. Framtíðin leynist í samvinnu marga flokka, og við sem leiðum þá vinnu búum yfir yfirsýn sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag og ég hlakka til þess að gera það með allri borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
„Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Viðreisn er nútímalegur frjálslyndur Evrópuflokkur sem vinnur alltaf að almannahagsmunum og trúir því að jafnrétti og loftslagsmál séu lykilbreytur í öllu sem við gerum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum. Styrkurinn felst í breiddinni Í nútíðinni leynist samvinna margra flokka. Samstarf og málamiðlanir er það sem koma skal. Fjórflokkurinn er liðinn undir lok og nýir flokkar hafa bæst við flóruna. Með þessari þróun í pólitíkinni munum við venjast samstarfi fleiri flokka en áður sem sameinast um sameiginlega sýn og markmið. Þetta kallar á að vinnu við að finna það sem flokkarnir eiga sameiginlegt. En þessi veruleiki kallar líka á það að í samstarfi margra flokka þurfa allir verða að fá sitt svið fyrir það sem aðgreinir þá. Í gær fórum við í borgarstjórn yfir nýjan samstarfssáttmála ólíkra flokka sem mynda meirihlutann í borginni. Samstarfssáttmálinn er einmitt gott dæmi um mikilvægi samvinnu. Í upphafi nýs kjörtímabils sammældumst við um gott samkomulag sem byggir á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá. Við erum ólíkir flokkar og það er okkar styrkur. Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Ætlum að vera óþreytandi Í samstarfsáttmálanum settum við fram ítarlegan verkefnalista þar sem dregin eru fram 18 verkefni sem hefja á strax og sáttmála um stór sem lítil verkefni sem við munum vinna að á næstu fjórum árum. Við í Viðreisn höfum í meirhluta verið óþreytandi að benda á mikilvægi fjölbreytts reksturs og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað verði leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin séu tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðila að semja við sig til niðurstöðu. Ný og betri borgarstjórn Umræðan í borgarstjórn í gær var afar góð, uppbyggileg og skemmtileg. Allir flokkar ræddu sín mál, kynntu sín rök og pólitíska sýn. Upptakturinn var sérdeilis góður og málefnalegur og fagna ég því sérstaklega. Borgarstjórn sýndi pólitíska breidd sína og styrk, þvert á flokka sem er afar jákvætt fyrir alla borgarbúa. Framtíðin leynist í samvinnu marga flokka, og við sem leiðum þá vinnu búum yfir yfirsýn sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag og ég hlakka til þess að gera það með allri borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun