
Indland

Stél vélar Icelandair straukst við flugbraut í Indlandi
Flugvél Icelandair, sem var í leiguverkefni í Indlandi, lenti í óhappi á á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum, sem er í nágrenni við borgina Varanasi.

Vill að unga fólkið vinni 70 klukkustundir á viku fyrir landið sitt
Umræður fara nú fram á Indlandi um lengd vinnuvikunnar eftir að milljarðamæringurinn NR Narayana Murthy, tengdafaðir forsætisráðherra Bretlands, sagði að ungt fólk ætti að vera reiðubúið til að vinna 70 tíma til að leggja sitt af mörkum fyrir landið sitt.

Indverskir uppgjafarhermenn dæmdir til dauða í Katar
Átta indverskir uppgjafarhermenn hafa verið dæmdir til dauða í Katar. Mennirnir hafi verið teknir höndum á síðasta ári og lágu undir grun fyrir njósnir. Hvorki yfirvöld í Katar né Indlandi hafa gefið opinberlega út hverjar sakirnar eru.

Hæstiréttur Indlands neitar að lögleiða hjónabönd samkynja para
Hæstiréttur Indlands hefur úrskurðað gegn lögleiðingu hjónabands samkynja para, með þeim rökum að dómstóllinn hafi ekki vald til að taka þá ákvörðun.

Mannskæð skyndiflóð á Indlandi
Minnst fjórtán eru látnir og rúmlega hundrað er saknað vegna skyndiflóða á norðanverður Indlandi. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og hafa björgunarsveitir staðið í ströngu frá því í gærmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hefur verið bjargað undan flóðunum.

Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga sjíka
Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að fækka í liði erindreka sinna á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síkha í Kanada í júní síðastliðnum. Áður höfðu indversk stjórnvöld tilkynnt að ákveðið hafi verið að stöðva útgáfu vegabréfsáritana til kanadískra ríkisborgara.

Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins.

Indverjar fyrstir til að lenda við suðurpól tunglsins
Indverska geimfarið Chandrayaan-3 varð fyrsta manngerða farið til þess að lenda nærri suðurpól tunglsins í dag. Könnunarjeppi á að rannsaka jarðveg og steina á tunglinu, þar á meðal efnasamsetningu þeirra.

Dönsuðu og fögnuðu þjóðhátíðardeginum á Austurvelli
Nokkur börn sáust dansa á Austurvellinum í dag en þau voru að fagna þjóðhátíðardegi Indlands. Haldið er upp á daginn til að fagna því þegar Indland fékk sjálfstæði frá Bretlandi.

Rússar á leið til tunglsins
Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí.

Innflutningur þotueldsneytis frá Indlandi aukist hröðum skrefum
Viðskiptaþvinganir Vesturveldanna gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í ársbyrjun 2022 hafa valdið mikilli uppstokkun í viðskiptum með hrávörur á alþjóðamörkuðum, meðal annars í kaupum Íslendinga á þotueldsneyti, að sögn hagfræðings. Hlutdeild fyrri birgja, sem voru einkum Bandaríkin, Bretland og Noregur, hefur þannig fallið hratt á sama tíma og Indland er farið að sjá Íslandi fyrir um fjórðungi alls þess þotueldsneytis sem var flutt til landsins á einu ári.

Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins.

Hús hrynja vegna fordæmalausra flóða
Rúmlega hundrað manns hafa látið lífið vegna umfangsmikilla flóða í norðurhluta Indlands í vikunni. Flóðunum hefur verið lýst sem fordæmalausum en þau fylgja fordæmalausum rigningum á monsúntímabilinu svokallaða, sem hófst í síðasta mánuði.

Gisti í sex hundruð nætur á hóteli og borgaði ekki krónu
Lögreglan á Indlandi rannsakar nú mann sem sagður er hafa gist á fínu hóteli í Delhi í tæp tvö ár án þess að borga krónu.

Reyna að tæla Indverja frá Rússum
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum.

Hryllingssögur berast af lestarslysinu
„Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust.

Björgunaraðgerðum lokið og nær 300 sagðir látnir
Tala staðfestra dauðsfalla í kjölfar lestarslyssins í Odisha-ríki í Indlandi í gær hefur hækkað upp í yfir 260 manns. Björgunaraðgerðum á slysstað er lokið og um þúsund manns eru sagðir slasaðir.

Tvö hundruð látnir hið minnsta í lestarslysi
Að minnsta kosti 207 manns létust í lestarslysi í Odisha-ríki á austur-Indlandi í dag þegar þrjár lestar skullu saman.

Tæmdi uppistöðulón til að finna símann sinn
Indverskur embættismaður hefur verið sektaður um það sem nemur 90 þúsund krónum fyrir að tæma uppistöðulón í Chattisgarh-héraði á Indlandi. Það gerði hann í leit að farsíma sínum sem hann fann að lokum.

BBC skipað að mæta fyrir yfirrétt á Indlandi vegna heimildarmyndar
Yfirdómstóllinn í Delhi á Indlandi hefur fyrirskipað BBC að mæta fyrir dóm í meiðyrðamáli sem samtök höfðuðu á hendur breska ríkisútvarpinu vegna heimildarmyndar um framgöngu forsætisráðherrans Narendra Modi þega óeirðir brutust út í Gujarat árið 2002.

Annar ríkustu bræðra Bretlands er látinn
Srichand Hinduja, stjórnarformaður The Hinduja Group, er látinn, 87 ára að aldri. Glímdi hann við heilabilun síðustu ár lífs síns.

Á þriðja tug látnir eftir að bát hvolfdi á Indlandi
Að minnsta kosti 22 eru látnir eftir að ferðamannabát hvolfdi skammt frá landi í Kerala-héraði á Indlandi í gærkvöldi.

Minnst 55 látnir í átökum á Indlandi og 260 á sjúkrahúsi
Minnst 55 hafa látist í átökum í fylkinu Manipur í Indlandi og 260 til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús eftir að átök brutust út milli Kuki og Meitei þjóðarbrotanna fyrr í þessari viku. Hóparnir hafa átt í hörðum bardögum á götum fylkishöfuðborgarinnar Imphal og sýnir myndefni svartan reyk frá bifreiðum og byggingum sem standa í ljósum logum.

Ellefu látnir eftir gasleka
Ellefu manns hafa látið lífið í borginni Ludhiana í norðurhluta Indlands eftir það sem talið er að sé gasleki. Uppruni lekans er yfirvöldum enn óljós.

Stjórnvöld á Indlandi mótmæla harðlega hjónbandi samkynja einstaklinga
Stjórnvöld á Indlandi hafa sett sig harðlega upp á móti umleitan hinsegin fólks til að fá að gangast í hjónaband. Málið hefur ratað til hæstaréttar landsins, sem hefur áður úrskurðað gegn vilja stjórnvalda og felldi til að mynda úr gildi bann gegn samkynhneigð árið 2018.

Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna
Tenzin Gyatso, hinn helgi Dalai Lama í tíbetskum búddisma, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi framkomu sinni gagnvart ungum dreng á viðburði í Indlandi. Dalai Lama kyssti drenginn á munninn og bað hann um að sjúga á sér tunguna.

Fimm handteknir á Indlandi grunaðir um mannfórn
Stjórnvöld á Indlandi hafa handtekið fimm menn sem eru grunaðir um að hafa myrt konu til að færa hana sem fórn. Lík konunnar fannst í musteri í borginni Guwahati árið 2019, höfuðlaust.

Minnst þrjátíu og fimm létust þegar gólf gaf sig og tugir féllu í brunn
Að minnsta kosti þrjátíu og fimm létu lífið þegar gólf í musteri Hindúa á Indlandi gaf sig í morgun. Fólkið féll ofan í vatnsbrunn sem var undir gólfinu og drukknaði en vatnið mun hafa verið um átta metrar á dýpt.

Fyrstu hvolparnir í 70 ár
Fjórir blettatígurshvolpar fæddust í Indlandi á dögunum. Um er að ræða fyrstu blettatígurshvolpa sem fæðast í landinu í 70 ár. Tegundin var skráð útdauð í landinu á sjötta áratug síðustu aldar.

G20 ríkin funda á Indlandi
Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag.