Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 06:25 Brak úr indverskri herþotu í indverska hluta Kasmír-héraðs. Mögulega er um að ræða eldsneytistank sem hannaður er til að losna af þotum. AP/Dar Yasin Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. Pakistanar segja að 31 óbreyttur borgari hafi fallið í árásum Indverja. Þeim hafi verið svarað með stórskotaliðsárásum en pakistanskur herforingi segir þær hafa beinst að nokkrum indverskum varðstöðvum við landamæri ríkjanna. Yfirvöld á Indlandi segja að tíu óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs. Sjá einnig: Indland gerir árás á Pakistan Indverjar hafa ekki viðurkennt að fimm herþotur þeirra hafi verið skotnar niður en fregnir hafa þó borist af því að að minnsta kosti þrjár þotur hafi hrapað í Indlandi frá því átökin hófust í gær. Pakistanar segja að af þessum fimm þotum séu þrjár Rafale-herþotur sem Indverjar keyptu frá Frakklandi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, lýsti árásunum á Pakistan í gær sem fyrirbyggjandi. Þær voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn, sem Indverjar segja studda af yfirvöldum í Pakistan, myrtu 26 ferðamenn í Kasmír-héraði. Síðan þá hefur spennan aukist töluvert milli ríkjanna tveggja. Misri segir Indverja hafa upplýsingar um nýjar árásir og því hafi þeir brugðist við og gert eigin árásir á að minnsta kosti níu skotmörk í Pakistan. Þessi skotmörk eru sögð hafa verið staðir þar sem hryðjuverk hafi verið skipulögð. Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Sjá einnig: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Á kynningu sem haldin var á Indlandi í morgun sögðu talsmenn indverska hersins að markmið árásanna i gærkvöldi hafi verið að ná fram réttlæti fyrir árásina í Kasmír í síðasta mánuði. Níu hryðjuverkabúðir hafi orðið fyrir skemmdum og að notast hafi verið við sérstök vopn til að reyna að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ráðamenn í Pakistan segja að þeir muni bregðast frekar við þessum árásum en það verði gert þegar Pakistanar telji það best. Þjóðaröryggisráð Pakistans hélt fund í morgun og ætlar Shehbaz Sharif, forsætisráðherra, að ávarpa pakistönsku þjóðina innan skamms. Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Pakistanar segja að 31 óbreyttur borgari hafi fallið í árásum Indverja. Þeim hafi verið svarað með stórskotaliðsárásum en pakistanskur herforingi segir þær hafa beinst að nokkrum indverskum varðstöðvum við landamæri ríkjanna. Yfirvöld á Indlandi segja að tíu óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs. Sjá einnig: Indland gerir árás á Pakistan Indverjar hafa ekki viðurkennt að fimm herþotur þeirra hafi verið skotnar niður en fregnir hafa þó borist af því að að minnsta kosti þrjár þotur hafi hrapað í Indlandi frá því átökin hófust í gær. Pakistanar segja að af þessum fimm þotum séu þrjár Rafale-herþotur sem Indverjar keyptu frá Frakklandi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, lýsti árásunum á Pakistan í gær sem fyrirbyggjandi. Þær voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn, sem Indverjar segja studda af yfirvöldum í Pakistan, myrtu 26 ferðamenn í Kasmír-héraði. Síðan þá hefur spennan aukist töluvert milli ríkjanna tveggja. Misri segir Indverja hafa upplýsingar um nýjar árásir og því hafi þeir brugðist við og gert eigin árásir á að minnsta kosti níu skotmörk í Pakistan. Þessi skotmörk eru sögð hafa verið staðir þar sem hryðjuverk hafi verið skipulögð. Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Sjá einnig: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Á kynningu sem haldin var á Indlandi í morgun sögðu talsmenn indverska hersins að markmið árásanna i gærkvöldi hafi verið að ná fram réttlæti fyrir árásina í Kasmír í síðasta mánuði. Níu hryðjuverkabúðir hafi orðið fyrir skemmdum og að notast hafi verið við sérstök vopn til að reyna að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ráðamenn í Pakistan segja að þeir muni bregðast frekar við þessum árásum en það verði gert þegar Pakistanar telji það best. Þjóðaröryggisráð Pakistans hélt fund í morgun og ætlar Shehbaz Sharif, forsætisráðherra, að ávarpa pakistönsku þjóðina innan skamms.
Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira