Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 11:00 Pakistanskir rannsakendur safna brraki úr indverskum dróna í Karachi. AP/Fareed Khan Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. Pakistanar segjast hafa skotið niður að minnsta kosti 25 dróna frá Indlandi en einnig hefur komið til átaka yfir landamæri ríkjanna í Kasmír-héraði, þar sem hermenn hafa skipst á skotum með stórskotaliði. Óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið beggja vegna við landamærin. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, að undanskildum tæpum átta áratugum fyrir það, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 ferðamenn Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: „Þetta er svona eitraður kokteill” Tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Kínverjar, sem styðja Pakistan, stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Kínverskir hermenn tóku hluta þess í stríði við Indland árið 1962 en þeir höfðu í raun haft stjórn á honum um nokkuð skeið fyrir það. Á undanförnum árum hefur komið til blóðugra átaka milli kínverskra og indverskra hermanna á svæðinu. Þeir hafa þó barist sín í milli með bareflum og steinum í stað skotvopna og sprengja. Indverjar eru á blaði töluvert öflugri en Pakistanar, þegar kemur að hernaði. Her Indlands er skipaður tæpri einni og hálfri milljón manna en um 660 þúsund menn eru í her Pakistan. Þá verja Indverjar um 74,4 milljörðum dala í varnarmál en Pakistanar eingöngu 8,4 milljörðum. Áætlað er að Indverjar eigi um 180 kjarnorkuvopn en Pakistanar 170. Frá 2019, þegar síðast kom til átaka milli ríkjanna, hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum. Indverjar hafa keypt frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum en Pakistanar hafa fengið töluvert magn hergagna frá Kína. Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Pakistanar segjast hafa skotið niður að minnsta kosti 25 dróna frá Indlandi en einnig hefur komið til átaka yfir landamæri ríkjanna í Kasmír-héraði, þar sem hermenn hafa skipst á skotum með stórskotaliði. Óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið beggja vegna við landamærin. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, að undanskildum tæpum átta áratugum fyrir það, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 ferðamenn Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: „Þetta er svona eitraður kokteill” Tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Kínverjar, sem styðja Pakistan, stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Kínverskir hermenn tóku hluta þess í stríði við Indland árið 1962 en þeir höfðu í raun haft stjórn á honum um nokkuð skeið fyrir það. Á undanförnum árum hefur komið til blóðugra átaka milli kínverskra og indverskra hermanna á svæðinu. Þeir hafa þó barist sín í milli með bareflum og steinum í stað skotvopna og sprengja. Indverjar eru á blaði töluvert öflugri en Pakistanar, þegar kemur að hernaði. Her Indlands er skipaður tæpri einni og hálfri milljón manna en um 660 þúsund menn eru í her Pakistan. Þá verja Indverjar um 74,4 milljörðum dala í varnarmál en Pakistanar eingöngu 8,4 milljörðum. Áætlað er að Indverjar eigi um 180 kjarnorkuvopn en Pakistanar 170. Frá 2019, þegar síðast kom til átaka milli ríkjanna, hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum. Indverjar hafa keypt frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum en Pakistanar hafa fengið töluvert magn hergagna frá Kína.
Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira