„Þetta er svona eitraður kokteill” Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:49 Albert segir kjarnorkuvopnin geta dregið úr stigmögnun. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. „Spennan á milli Indlands og Pakistan er mikið áhyggjuefni,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, en rætt var við hann um stöðuna í Kasmír í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Kasmírdeiluna hafa staðið í áratugi og leitt til átaka og styrjalda á milli þessara aðila. Bæði lönd eigi kjarnorkuvopn og komi til átaka á milli þeirra geti það orðið stór átök. „Indverjar hafa yfirburði yfir Pakistana þannig það er líklegra að Indverjar myndu hafa yfirhöndina en það gæti hins vegar leitt til þess að Kínverjar skærust í leikinn. Þeir eru bandamenn Pakistana. Þetta er svona eitraður kokteill,“ segir Albert. Hann segir að í dag hafi, með spennu, verið beðið þess hvernig Pakistanar bregðist við en þeir hafa lýst því að þeir muni bregðast við á svipaðan hátt. Hann segir tilvist kjarnorkuvopnanna geta dregið úr stigmögnun deilunnar. Það velkist enginn í vafa um eyðingarmátt þeirra og það sé almennt litið svo á að aðeins eigi að nota þau til að verja tilvistarrétt ríkja. „Það eru engin tilvistarhagsmunir, að minnsta kosti ekki enn þá, í húfi í þessari deilu.“ Vona að deilan stigmagnist ekki Albert segir að ef litið er til kalda stríðsins og samskipta Bandaríkjanna Sovétríkjanna hafi kjarnorkuvopnin til dæmis haft þau áhrif á hegðun. Þeir forðuðust stigmögnun. Það verði áhugavert að sjá hvort þau hafi sömu áhrif núna. Hann segir marga binda vonir við það að vegna yfirlýsinga Pakistana um að þeir ætli að svara í sömu mynt þá verði ekki stigmögnun. Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
„Spennan á milli Indlands og Pakistan er mikið áhyggjuefni,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, en rætt var við hann um stöðuna í Kasmír í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Kasmírdeiluna hafa staðið í áratugi og leitt til átaka og styrjalda á milli þessara aðila. Bæði lönd eigi kjarnorkuvopn og komi til átaka á milli þeirra geti það orðið stór átök. „Indverjar hafa yfirburði yfir Pakistana þannig það er líklegra að Indverjar myndu hafa yfirhöndina en það gæti hins vegar leitt til þess að Kínverjar skærust í leikinn. Þeir eru bandamenn Pakistana. Þetta er svona eitraður kokteill,“ segir Albert. Hann segir að í dag hafi, með spennu, verið beðið þess hvernig Pakistanar bregðist við en þeir hafa lýst því að þeir muni bregðast við á svipaðan hátt. Hann segir tilvist kjarnorkuvopnanna geta dregið úr stigmögnun deilunnar. Það velkist enginn í vafa um eyðingarmátt þeirra og það sé almennt litið svo á að aðeins eigi að nota þau til að verja tilvistarrétt ríkja. „Það eru engin tilvistarhagsmunir, að minnsta kosti ekki enn þá, í húfi í þessari deilu.“ Vona að deilan stigmagnist ekki Albert segir að ef litið er til kalda stríðsins og samskipta Bandaríkjanna Sovétríkjanna hafi kjarnorkuvopnin til dæmis haft þau áhrif á hegðun. Þeir forðuðust stigmögnun. Það verði áhugavert að sjá hvort þau hafi sömu áhrif núna. Hann segir marga binda vonir við það að vegna yfirlýsinga Pakistana um að þeir ætli að svara í sömu mynt þá verði ekki stigmögnun.
Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46
Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25
Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02