Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2024 15:05 Búnaður á deildinni er stórskemmdur eftir eldsvoðann í Jhansi Medical College spítalanum. Ap Eldur kviknaði á gjörgæsludeild fyrir nýbura á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands með þeim afleiðingum að tíu nýfædd börn fórust og sextán særðust, að sögn yfirvalda. Atvikið átti sér stað síðla föstudags á sjúkrahúsi í borginni Jhansi í Uttar Pradesh-fylki. Ráðamenn segja að eldurinn hafi breiðst hratt út um deildina þar sem 55 ungbörn voru meðhöndluð. Alls var 45 börnum bjargað og þeim veitt læknishjálp, að sögn Bimal Kumar Dubey, embættismanns á staðnum. Upphaf rannsóknar á eldsupptökum er sögð benda til að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt eftir. Mátti finna á deildinni ónothæft slökkvitæki og óvirkar brunavarnir sem embættismenn segja hafa tafið björgunartilraunir. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Brajesh Pathak, aðstoðaryfirráðherra fylkisins, heimsótti sjúkrahúsið og hitti þar fjölskyldur í dag. Hét hann stuðningi stjórnvalda við fjölskyldur fórnarlambanna. Yfirvöld hyggjast skera úr um orsök eldsins og hverjir beri þar ábyrgð. Pathak bætti við að DNA-rannsóknir yrðu notaðar til að bera kennsl á börnin sem fórust í brunanum og lík þeirra síðan afhent fjölskyldum þeirra.t Brunaviðvörunarkerfi hafi ekki farið í gang Eldurinn breiddist hratt út um nýburadeildina og þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur og reykur í húsnæðinu. Þá þurftu viðbragðsaðilar að brjóta sér leið inn um glugga til að ná til nýfæddu barnanna. Sjónarvottar segja að björgunaraðgerðirnar hafi byrjað um það bil 30 mínútum eftir að eldurinn kom upp og tafði það rýmingu. Praminder Singh Chandel, sjúkraliði á sjúkrahúsinu, sagði að deildinni hafi verið skipt upp í tvennt og var önnur einingin staðsett nær sjúkrahúsinngangi. Börnin sem þar voru staðsett urðu hvað mest fyrir áhrifum eldsins en nokkur létust af völdum brunasára. Hneykslaðir og syrgjandi fjölskyldumeðlimir tjölduðu nálægt sjúkrahúsinu í dag og kröfðust skýringa á því sem þeir telja vera ófullnægjandi öryggisráðstafanir. Þrátt fyrir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið á gjörgæsludeildinni sögðu foreldrar og vitni að það hafi ekki farið í gang þegar eldurinn kviknaði. Starfsfólk spítalans hafi því aðeins orðið vart við eldsvoðann þegar það sá merki um reyk og eld. Indland Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðla föstudags á sjúkrahúsi í borginni Jhansi í Uttar Pradesh-fylki. Ráðamenn segja að eldurinn hafi breiðst hratt út um deildina þar sem 55 ungbörn voru meðhöndluð. Alls var 45 börnum bjargað og þeim veitt læknishjálp, að sögn Bimal Kumar Dubey, embættismanns á staðnum. Upphaf rannsóknar á eldsupptökum er sögð benda til að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt eftir. Mátti finna á deildinni ónothæft slökkvitæki og óvirkar brunavarnir sem embættismenn segja hafa tafið björgunartilraunir. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Brajesh Pathak, aðstoðaryfirráðherra fylkisins, heimsótti sjúkrahúsið og hitti þar fjölskyldur í dag. Hét hann stuðningi stjórnvalda við fjölskyldur fórnarlambanna. Yfirvöld hyggjast skera úr um orsök eldsins og hverjir beri þar ábyrgð. Pathak bætti við að DNA-rannsóknir yrðu notaðar til að bera kennsl á börnin sem fórust í brunanum og lík þeirra síðan afhent fjölskyldum þeirra.t Brunaviðvörunarkerfi hafi ekki farið í gang Eldurinn breiddist hratt út um nýburadeildina og þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur og reykur í húsnæðinu. Þá þurftu viðbragðsaðilar að brjóta sér leið inn um glugga til að ná til nýfæddu barnanna. Sjónarvottar segja að björgunaraðgerðirnar hafi byrjað um það bil 30 mínútum eftir að eldurinn kom upp og tafði það rýmingu. Praminder Singh Chandel, sjúkraliði á sjúkrahúsinu, sagði að deildinni hafi verið skipt upp í tvennt og var önnur einingin staðsett nær sjúkrahúsinngangi. Börnin sem þar voru staðsett urðu hvað mest fyrir áhrifum eldsins en nokkur létust af völdum brunasára. Hneykslaðir og syrgjandi fjölskyldumeðlimir tjölduðu nálægt sjúkrahúsinu í dag og kröfðust skýringa á því sem þeir telja vera ófullnægjandi öryggisráðstafanir. Þrátt fyrir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið á gjörgæsludeildinni sögðu foreldrar og vitni að það hafi ekki farið í gang þegar eldurinn kviknaði. Starfsfólk spítalans hafi því aðeins orðið vart við eldsvoðann þegar það sá merki um reyk og eld.
Indland Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira