Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2024 17:30 Syrgjendur hella mjólk og kasta blómum í hafið í Chennai á Indlandi. AP Photo/Mahesh Kumar A. Minningarathafnir voru haldnar víða í Suður-Asíu í dag til að minnast þeirra sem fórust þegar skjálftaflóðbylgjur gengu á land þennan dag árið 2004. Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir þessarar aldar en tæplega 230 þúsund fórust. Þar af dóu um 170 þúsund í Indónesíu en jarðskjálftinn sem hratt flóðbylgjunum af stað varð skammt frá indónesísku eyjunni Súmötru og var 9,1 að stærð. Jarðskjálftinn var svo öflugur að áhrifa hans gætti alla leið á austurströnd Afríku. Um 1,7 milljónir manna misstu heimili sín, flestir í Indónesíu, Srí Lanka, Indlandi og Taílandi. Aðstandendur þeirra, sem fórust í skjálftaflóðbylgjunni sem reið yfir í Indlandshafi 26. desember 2004, kveikja á kertum við minnisvarða í Ban Nam Khem í Taílandi.AP Photo/Wason Wanichakorn Syrgjendur söfnuðust víða í Indónesíu, til að mnda í Baiturrahman moskunni í borginni Banda í Aceh héraði, sem varð hvað verst úti. Morguninn byrjaði þar á þriggja mínútna sírenuspili í moskum borgarinnar, sem er jafn langur tími og jarðskjálftinn varði, áður en fólk hélt til bænagjörðar. Innviðir í Aceh hafa verið byggðir upp og héraðið er mun betur undirbúið fyrir aðrar eins hamfarir en það var áður. Til að mynda hefur viðvörunarkerfi verið komið upp við strandbyggðir til þess að íbúum gefist nægur tími til að leita skjóls skelli flóðbylgjur aftur á. Fólk biður bænir við fjöldagröf í Banda Aceh í Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Í Taílandi safnaðist mikill fjöldi saman í Ban Nam Khem, litlu sjávarþorpi í Phang Nga héraði, sem varð verst úti þar í landi. Þar bað fólk að kristnum- og íslömskum sið og að sið búddista. Meira en átta þúsund tíndu lífi í Taílandi og er líkamsleifa margra þeirra enn saknað. Aldrei voru borin kennsl á 400 þeirra líka sem fundust. Kona grætur við bænagjörð í Banda Aceh á Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Mörg hundruð komu eins saman á ströndinni í borginni Chennai í Tamil Nadu-héraði á suðurströnd Indlands. Syrgjendur þar helltu mjólk í sjóinn til þess að friða guði sína og færðu hinum látnu blóm og bænir. 10.749 fórust í Indlandi, þar af sjö þúsund í Tamil Nadu. Syrgjendur í Sri Lanka komu saman í strandbænum Pereliya og lögðu blóm að minnisvarða um nærri tvö þúsund farþega lestarinnar Queen of the Sea, sem varð fyrir flóðbylgju, sem létust nær allir. Meira en 35 þúsund fórust í Sri Lanka og tóku íbúar um allt land þátt í tveggja mínútna þögn í dag. Ættingjar fórnarlambs skjálftaflóðbylgjunnar horfa á haf út á suðrhluta Taílands.AP Photo/Wason Wanichakorn Náttúruhamfarir Indónesía Taíland Indland Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Þar af dóu um 170 þúsund í Indónesíu en jarðskjálftinn sem hratt flóðbylgjunum af stað varð skammt frá indónesísku eyjunni Súmötru og var 9,1 að stærð. Jarðskjálftinn var svo öflugur að áhrifa hans gætti alla leið á austurströnd Afríku. Um 1,7 milljónir manna misstu heimili sín, flestir í Indónesíu, Srí Lanka, Indlandi og Taílandi. Aðstandendur þeirra, sem fórust í skjálftaflóðbylgjunni sem reið yfir í Indlandshafi 26. desember 2004, kveikja á kertum við minnisvarða í Ban Nam Khem í Taílandi.AP Photo/Wason Wanichakorn Syrgjendur söfnuðust víða í Indónesíu, til að mnda í Baiturrahman moskunni í borginni Banda í Aceh héraði, sem varð hvað verst úti. Morguninn byrjaði þar á þriggja mínútna sírenuspili í moskum borgarinnar, sem er jafn langur tími og jarðskjálftinn varði, áður en fólk hélt til bænagjörðar. Innviðir í Aceh hafa verið byggðir upp og héraðið er mun betur undirbúið fyrir aðrar eins hamfarir en það var áður. Til að mynda hefur viðvörunarkerfi verið komið upp við strandbyggðir til þess að íbúum gefist nægur tími til að leita skjóls skelli flóðbylgjur aftur á. Fólk biður bænir við fjöldagröf í Banda Aceh í Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Í Taílandi safnaðist mikill fjöldi saman í Ban Nam Khem, litlu sjávarþorpi í Phang Nga héraði, sem varð verst úti þar í landi. Þar bað fólk að kristnum- og íslömskum sið og að sið búddista. Meira en átta þúsund tíndu lífi í Taílandi og er líkamsleifa margra þeirra enn saknað. Aldrei voru borin kennsl á 400 þeirra líka sem fundust. Kona grætur við bænagjörð í Banda Aceh á Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Mörg hundruð komu eins saman á ströndinni í borginni Chennai í Tamil Nadu-héraði á suðurströnd Indlands. Syrgjendur þar helltu mjólk í sjóinn til þess að friða guði sína og færðu hinum látnu blóm og bænir. 10.749 fórust í Indlandi, þar af sjö þúsund í Tamil Nadu. Syrgjendur í Sri Lanka komu saman í strandbænum Pereliya og lögðu blóm að minnisvarða um nærri tvö þúsund farþega lestarinnar Queen of the Sea, sem varð fyrir flóðbylgju, sem létust nær allir. Meira en 35 þúsund fórust í Sri Lanka og tóku íbúar um allt land þátt í tveggja mínútna þögn í dag. Ættingjar fórnarlambs skjálftaflóðbylgjunnar horfa á haf út á suðrhluta Taílands.AP Photo/Wason Wanichakorn
Náttúruhamfarir Indónesía Taíland Indland Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira