Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2026 13:32 Mikil óánægja er með aðgerðir ICE í Minneapolis. AP Photo/Jen Golbeck Fjöldi fólks kom saman í Minneapolis og Portland í Bandaríkjunum í gær til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í innflytjendamálum undanfarna daga. Meira en þúsund mótmæli hafa verið skipulögð um helgina um landið allt og er þess krafist að stjórnvöld stöðvi aðgerðir. Mótmælt var í Minneapolis í gærkvöldi en mikil spenna hefur verið í borginni undanfarna daga eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsins ICE skaut hina 37 ára gömlu Renee Good til bana á miðvikudag. Myndband af atvikinu hefur farið víða en Good var í bíl sínum þegar ICE hafði af henni afskipti. Eftir orðaskak gerði Good tilraun til að aka í burtu en var skotin í höfuðið. Yfirvöld hafa í kjölfarið sakað Good um hryðjuverkastarfsemi og sagt hana hafa reynt að bana útsendara ICE með því að keyra yfir hann. Í nýju myndbandi af atvikinu, sem tekið var upp af ICE-fulltrúa, heyrist hann segja henni að fara út úr bílnum áður en Good reynir að keyra fram hjá honum. Hleypt er af skotum og heyrist einhver segja „helvítis tík“ strax á eftir. Einnig var mótmælt í Portland í gærkvöldi en útsendarar heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í fyrradag tvo, sem sátu í bíl fyrir utan sjúkrahús í borginni. Yfirvöld segja farþega í bílnum glæpamann sem dvelji ólöglega í Bandaríkjunum grunaður um vændisstarfsemi og fleira glæpsamlegt. Þau hafa einnig haldið því fram að ökumaðurinn hafi reynt að keyra yfir útsendara ráðuneytisins en ekkert hefur komið fram því til stuðnings. Hjón voru í bílnum og þurftu bæði að gangast undir skurðaðgerð en þau sögð í stöðugu ástandi. Nú hafa meira en þúsund mótmæli verið skipulögð yfir helgina, flest í borgum og bæjum þar sem fulltrúar Demókrata fara með stjórn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ NBA-félagið Minnesota Timberwolves hélt mínútuþögn í nótt til minningar um Renee Good, sem var skotin til bana af bandarískum innflytjendafulltrúa. Þetta gerði félagið fyrir leikinn í nótt gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta. 9. janúar 2026 11:32 Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. 9. janúar 2026 09:13 Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær. 8. janúar 2026 14:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Mótmælt var í Minneapolis í gærkvöldi en mikil spenna hefur verið í borginni undanfarna daga eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsins ICE skaut hina 37 ára gömlu Renee Good til bana á miðvikudag. Myndband af atvikinu hefur farið víða en Good var í bíl sínum þegar ICE hafði af henni afskipti. Eftir orðaskak gerði Good tilraun til að aka í burtu en var skotin í höfuðið. Yfirvöld hafa í kjölfarið sakað Good um hryðjuverkastarfsemi og sagt hana hafa reynt að bana útsendara ICE með því að keyra yfir hann. Í nýju myndbandi af atvikinu, sem tekið var upp af ICE-fulltrúa, heyrist hann segja henni að fara út úr bílnum áður en Good reynir að keyra fram hjá honum. Hleypt er af skotum og heyrist einhver segja „helvítis tík“ strax á eftir. Einnig var mótmælt í Portland í gærkvöldi en útsendarar heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í fyrradag tvo, sem sátu í bíl fyrir utan sjúkrahús í borginni. Yfirvöld segja farþega í bílnum glæpamann sem dvelji ólöglega í Bandaríkjunum grunaður um vændisstarfsemi og fleira glæpsamlegt. Þau hafa einnig haldið því fram að ökumaðurinn hafi reynt að keyra yfir útsendara ráðuneytisins en ekkert hefur komið fram því til stuðnings. Hjón voru í bílnum og þurftu bæði að gangast undir skurðaðgerð en þau sögð í stöðugu ástandi. Nú hafa meira en þúsund mótmæli verið skipulögð yfir helgina, flest í borgum og bæjum þar sem fulltrúar Demókrata fara með stjórn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ NBA-félagið Minnesota Timberwolves hélt mínútuþögn í nótt til minningar um Renee Good, sem var skotin til bana af bandarískum innflytjendafulltrúa. Þetta gerði félagið fyrir leikinn í nótt gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta. 9. janúar 2026 11:32 Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. 9. janúar 2026 09:13 Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær. 8. janúar 2026 14:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ NBA-félagið Minnesota Timberwolves hélt mínútuþögn í nótt til minningar um Renee Good, sem var skotin til bana af bandarískum innflytjendafulltrúa. Þetta gerði félagið fyrir leikinn í nótt gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta. 9. janúar 2026 11:32
Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. 9. janúar 2026 09:13
Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær. 8. janúar 2026 14:30