Innlent

Miklar tafir vegna á­reksturs í Vestur­bæ

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Loftpúðarnir blésu út.
Loftpúðarnir blésu út. Vísir

Miklar umferðartafir eru í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs á hringtorginu við gatnamót Suðurgötu og Hringbrautar. Lögreglumenn stýra umferð á vettvangi en töluverð hálka er á svæðinu.

Að sögn lögreglunnar skullu tveir bílar saman en enginn slasaðist alvarlega.

Loftpúðar blésu út í öðrum bílnum að minnsta kosti.

Töluverð hálka er á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til að hafa varann á í umferðinni.

Lögregla stýrir umferð á vettvangi. Flughált er á svæðinu.Vísir

Annar árekstur átti sér stað við gatnamót Lágmúla og Kringlumýrarbrautar þegar leigubíll var ekið yfir á rauðu ljósi.

Leigubíl var ekið yfir gatnamót Lágmúla og Kringlumýrarbrautar á rauðu ljósi. Úr varð tveggja bíla árekstur.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×