Samgönguslys

Fréttamynd

Rann­saka hvort bíl­stjórinn hafi dottað

Hvort vörubílstjóri Samskipa hafi dottað við akstur í gegnum Selfoss aðfaranótt þriðjudags er meðal þess sem lögregla hefur til skoðunar við rannsókn sína. Upplýsingafulltrúi Samskipa segir óhappið mjög slæmt en sem betur fer ekki algengt og verði tekið til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Fékk að­svif og missti bílinn yfir á annan vegar­helming

Betur fór en á horfðist nú fyrir stimdi þegar maður missti stjórn á bíl sínum á Sæbraut í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann endaði á röngum vegarhelming. Maðurinn var á ferð ásamt dóttur sinni og sluppu þau með minniháttar meiðsli.

Innlent
Fréttamynd

Far­þegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu

Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega.  Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir.

Innlent
Fréttamynd

Bíl­stjórinn þrettán ára

Ökumaðurinn sem ók bílnum sem valt á mótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglu af um hádegisbil í gær, er þrettán ára.

Innlent
Fréttamynd

Kín­versk ferða­skrif­stofa fær ekki á­heyrn hjá Hæsta­rétti

Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Kömbunum

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning laust fyrir miðnætti um meðvitundarlausa konu á þrítugsaldri sem hafði ekið út af veginum og oltið nokkra hringi efst í Kömbunum. Brunavarnir Árnessýslu klipptu konuna úr bílnum sem og var hún í framhaldinu flutt á bráðamóttökuna í Fossvogi. 

Innlent
Fréttamynd

Komst upp úr sjónum af sjálfs­dáðum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli við Gróttu á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem fallið hafði í sjóinn. Sjúkrabíll og bátur voru sendir á svæðið og kafarar voru settir í viðbragðsstöðu. 

Innlent
Fréttamynd

Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell

Björgvin Franz Gíslason leikari var að hjóla eftir hjólastíg þegar bíll bakkaði næstum á hann. Hann náði að forða sér undan bílnum en flaug af hjólinu, skall á jörðinni og úlnliðsbrotnaði. Björgvin mun því þurfa að leika Elsu Lund í fatla í vetur.

Lífið