Samgönguslys Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Hvort vörubílstjóri Samskipa hafi dottað við akstur í gegnum Selfoss aðfaranótt þriðjudags er meðal þess sem lögregla hefur til skoðunar við rannsókn sína. Upplýsingafulltrúi Samskipa segir óhappið mjög slæmt en sem betur fer ekki algengt og verði tekið til skoðunar. Innlent 9.10.2025 15:32 Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Betur fór en á horfðist nú fyrir stimdi þegar maður missti stjórn á bíl sínum á Sæbraut í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann endaði á röngum vegarhelming. Maðurinn var á ferð ásamt dóttur sinni og sluppu þau með minniháttar meiðsli. Innlent 8.10.2025 14:36 Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Bíl var ekið á manneskju í Skeifunni í Reykjavík rétt eftir klukkan tólf á hádegi í dag. Innlent 8.10.2025 12:36 Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Innlent 7.10.2025 12:22 Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Lögregla á Suðurlandi var kölluð út eftir að vörubíl var ekið á grindverk fyrir framan Krónuna við Austurveg á Selfossi snemma í morgun. Innlent 7.10.2025 07:44 Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minni háttar meiðsl rétt fyrir á áttunda tímanum í kvöld eftir árekstur milli tveggja bíla á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Annar bíllinn valt á hliðina. Innlent 5.10.2025 19:47 Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Meginorsök banaslyss sem varð á Skagavegi í september á síðasta ári var að ökumaður missti stjórn á bílnum í beygju á malarvegi, ók á vegrið einbreiðrar brúar, og hafnaði á hvolfi út í á. Ökumaðurinn, sem 34 ára karlmaður frá Hong Kong, lést í slysinu en farþeginn slasaðist lítið. Innlent 29.9.2025 14:33 Bílstjórinn þrettán ára Ökumaðurinn sem ók bílnum sem valt á mótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglu af um hádegisbil í gær, er þrettán ára. Innlent 29.9.2025 08:34 Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Þrír unglingar voru fluttir á spítala eftir bílveltu í Ártúnsbrekku á tólfta tímanum í dag. Sex börn voru í bílnum, en aðeins fimm sæti, og ökumaðurinn reyndist án ökuréttinda þegar lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför. Innlent 28.9.2025 19:09 Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Drukkinn ökumaður keyrði á fleygiferð aftan í kyrrstæðan bíl á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavíkur um þrjúleytið. Enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús. Innlent 28.9.2025 15:13 Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Minnst þrír voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar eftir bílveltu í Ártúnsbrekkunni stuttu fyrir hádegi í dag. Bíllinn hafnaði á hvolfi utan í ljósastaur eftir að hann reyndi að stinga lögreglu af. Innlent 28.9.2025 13:00 Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Mikið magn fíkniefnis greindist í blóði ungs ökumanns sem lést í árekstri tveggja fólksbifreiða á hringveginum við Hraunsnef í Borgarfirði í júní í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur fíkniefnaneyslu ökumannsins meginorsök slyssins. Innlent 26.9.2025 11:08 Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Ekki hefur orðið eitt einasta slys á gangandi vegfarendum eða hjólandi í beygjuvösum sem hafa verið fjarlægðir við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Vasarnir eru sagðir skapa mikla hættu fyrir gangandi og hjólandi. Árið 2008 varð alvarlegt slys í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Innlent 24.9.2025 15:28 Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi við gatnamót Sundagarða og Vatnagarða í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Innlent 24.9.2025 15:14 Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann eftir umferðarslys á fjórða tímanum við á gatnamótum Hvalfjarðarvegar og Þjóðvegar 1 við Hvalfjarðargöng í dag. Innlent 21.9.2025 16:07 Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður. Innlent 17.9.2025 13:30 Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Eins hreyfils flugvél hlekktist á við lendingu á Blönduósflugvelli og lenti utan flugbrautar á fimmta tímanum í dag. Flugmaður og þrír farþegar voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Innlent 15.9.2025 17:26 Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. Innlent 11.9.2025 21:03 Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Mikil umferðarteppa myndaðist á Kringlumýrarbraut vegna áreksturs tveggja bíla á fimmta tímanum. Slysið var minniháttar og enginn slasaðist illa. Búið er að færa bílana yfir á N1 bensínstöðina rétt hjá og greiða fyrir umferð um svæðið. Innlent 9.9.2025 16:50 Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. Innlent 9.9.2025 10:29 Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir árekstur á Suðurlandsvegi nú síðdegis. Ökumaður bifreiðar sem var að keyra Suðurlandsveginn keyrði inn í hliðina á öðrum bíl sem var að beygja inn á veginn með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi valt. Innlent 8.9.2025 18:20 Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Hringvegurinn, í austurátt við Ingólfsfjall, hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys. Innlent 7.9.2025 18:55 Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Hringveginum hefur verið lokað til austurs undir Ingólfsfjalli til austurs vegna umferðaróhapps. Innlent 7.9.2025 16:22 Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út á mesta forgangi. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna vélhjólaslyss. Innlent 7.9.2025 16:17 Bílvelta í Kömbunum Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning laust fyrir miðnætti um meðvitundarlausa konu á þrítugsaldri sem hafði ekið út af veginum og oltið nokkra hringi efst í Kömbunum. Brunavarnir Árnessýslu klipptu konuna úr bílnum sem og var hún í framhaldinu flutt á bráðamóttökuna í Fossvogi. Innlent 6.9.2025 07:45 Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á Vífilsstaðavegi fyrr í kvöld. Innlent 4.9.2025 23:21 Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli við Gróttu á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem fallið hafði í sjóinn. Sjúkrabíll og bátur voru sendir á svæðið og kafarar voru settir í viðbragðsstöðu. Innlent 2.9.2025 17:45 Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Ökumaður mótorhjóls var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa lent í árekstri við bíl á Suðurlandsvegi síðdegis í dag. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Innlent 31.8.2025 19:06 Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Björgvin Franz Gíslason leikari var að hjóla eftir hjólastíg þegar bíll bakkaði næstum á hann. Hann náði að forða sér undan bílnum en flaug af hjólinu, skall á jörðinni og úlnliðsbrotnaði. Björgvin mun því þurfa að leika Elsu Lund í fatla í vetur. Lífið 26.8.2025 14:45 Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Innlent 17.8.2025 17:36 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 49 ›
Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Hvort vörubílstjóri Samskipa hafi dottað við akstur í gegnum Selfoss aðfaranótt þriðjudags er meðal þess sem lögregla hefur til skoðunar við rannsókn sína. Upplýsingafulltrúi Samskipa segir óhappið mjög slæmt en sem betur fer ekki algengt og verði tekið til skoðunar. Innlent 9.10.2025 15:32
Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Betur fór en á horfðist nú fyrir stimdi þegar maður missti stjórn á bíl sínum á Sæbraut í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann endaði á röngum vegarhelming. Maðurinn var á ferð ásamt dóttur sinni og sluppu þau með minniháttar meiðsli. Innlent 8.10.2025 14:36
Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Bíl var ekið á manneskju í Skeifunni í Reykjavík rétt eftir klukkan tólf á hádegi í dag. Innlent 8.10.2025 12:36
Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Innlent 7.10.2025 12:22
Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Lögregla á Suðurlandi var kölluð út eftir að vörubíl var ekið á grindverk fyrir framan Krónuna við Austurveg á Selfossi snemma í morgun. Innlent 7.10.2025 07:44
Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minni háttar meiðsl rétt fyrir á áttunda tímanum í kvöld eftir árekstur milli tveggja bíla á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Annar bíllinn valt á hliðina. Innlent 5.10.2025 19:47
Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Meginorsök banaslyss sem varð á Skagavegi í september á síðasta ári var að ökumaður missti stjórn á bílnum í beygju á malarvegi, ók á vegrið einbreiðrar brúar, og hafnaði á hvolfi út í á. Ökumaðurinn, sem 34 ára karlmaður frá Hong Kong, lést í slysinu en farþeginn slasaðist lítið. Innlent 29.9.2025 14:33
Bílstjórinn þrettán ára Ökumaðurinn sem ók bílnum sem valt á mótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglu af um hádegisbil í gær, er þrettán ára. Innlent 29.9.2025 08:34
Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Þrír unglingar voru fluttir á spítala eftir bílveltu í Ártúnsbrekku á tólfta tímanum í dag. Sex börn voru í bílnum, en aðeins fimm sæti, og ökumaðurinn reyndist án ökuréttinda þegar lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför. Innlent 28.9.2025 19:09
Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Drukkinn ökumaður keyrði á fleygiferð aftan í kyrrstæðan bíl á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavíkur um þrjúleytið. Enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús. Innlent 28.9.2025 15:13
Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Minnst þrír voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar eftir bílveltu í Ártúnsbrekkunni stuttu fyrir hádegi í dag. Bíllinn hafnaði á hvolfi utan í ljósastaur eftir að hann reyndi að stinga lögreglu af. Innlent 28.9.2025 13:00
Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Mikið magn fíkniefnis greindist í blóði ungs ökumanns sem lést í árekstri tveggja fólksbifreiða á hringveginum við Hraunsnef í Borgarfirði í júní í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur fíkniefnaneyslu ökumannsins meginorsök slyssins. Innlent 26.9.2025 11:08
Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Ekki hefur orðið eitt einasta slys á gangandi vegfarendum eða hjólandi í beygjuvösum sem hafa verið fjarlægðir við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Vasarnir eru sagðir skapa mikla hættu fyrir gangandi og hjólandi. Árið 2008 varð alvarlegt slys í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Innlent 24.9.2025 15:28
Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi við gatnamót Sundagarða og Vatnagarða í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Innlent 24.9.2025 15:14
Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann eftir umferðarslys á fjórða tímanum við á gatnamótum Hvalfjarðarvegar og Þjóðvegar 1 við Hvalfjarðargöng í dag. Innlent 21.9.2025 16:07
Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður. Innlent 17.9.2025 13:30
Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Eins hreyfils flugvél hlekktist á við lendingu á Blönduósflugvelli og lenti utan flugbrautar á fimmta tímanum í dag. Flugmaður og þrír farþegar voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Innlent 15.9.2025 17:26
Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. Innlent 11.9.2025 21:03
Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Mikil umferðarteppa myndaðist á Kringlumýrarbraut vegna áreksturs tveggja bíla á fimmta tímanum. Slysið var minniháttar og enginn slasaðist illa. Búið er að færa bílana yfir á N1 bensínstöðina rétt hjá og greiða fyrir umferð um svæðið. Innlent 9.9.2025 16:50
Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. Innlent 9.9.2025 10:29
Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir árekstur á Suðurlandsvegi nú síðdegis. Ökumaður bifreiðar sem var að keyra Suðurlandsveginn keyrði inn í hliðina á öðrum bíl sem var að beygja inn á veginn með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi valt. Innlent 8.9.2025 18:20
Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Hringvegurinn, í austurátt við Ingólfsfjall, hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys. Innlent 7.9.2025 18:55
Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Hringveginum hefur verið lokað til austurs undir Ingólfsfjalli til austurs vegna umferðaróhapps. Innlent 7.9.2025 16:22
Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út á mesta forgangi. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna vélhjólaslyss. Innlent 7.9.2025 16:17
Bílvelta í Kömbunum Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning laust fyrir miðnætti um meðvitundarlausa konu á þrítugsaldri sem hafði ekið út af veginum og oltið nokkra hringi efst í Kömbunum. Brunavarnir Árnessýslu klipptu konuna úr bílnum sem og var hún í framhaldinu flutt á bráðamóttökuna í Fossvogi. Innlent 6.9.2025 07:45
Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á Vífilsstaðavegi fyrr í kvöld. Innlent 4.9.2025 23:21
Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli við Gróttu á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem fallið hafði í sjóinn. Sjúkrabíll og bátur voru sendir á svæðið og kafarar voru settir í viðbragðsstöðu. Innlent 2.9.2025 17:45
Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Ökumaður mótorhjóls var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa lent í árekstri við bíl á Suðurlandsvegi síðdegis í dag. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Innlent 31.8.2025 19:06
Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Björgvin Franz Gíslason leikari var að hjóla eftir hjólastíg þegar bíll bakkaði næstum á hann. Hann náði að forða sér undan bílnum en flaug af hjólinu, skall á jörðinni og úlnliðsbrotnaði. Björgvin mun því þurfa að leika Elsu Lund í fatla í vetur. Lífið 26.8.2025 14:45
Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Innlent 17.8.2025 17:36