Ítalía

Fréttamynd

Réttar­höld í mann­ráns­máli Salvini hafin

Réttarhöld yfir Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, eru hafin. Hann er ákærður fyrir mannrán og vanrækslu embættiskyldna með því að hafa komið í veg fyrir að björgunarskip með farandverkafólk innanborðs kæmi að höfn á Ítalíu. Hann neitar sök.

Erlent
Fréttamynd

„Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar

Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega.

Erlent
Fréttamynd

Eldur gleypir í sig íbúðablokk í Mílanó

Að minnsta kosti 20 fengu reykeitrun þegar eldur breiddist út um 20 hæða íbúðablokk í Mílanó í gær. Ekki er vitað um dauðsföll en slökkviliðsmenn fóru á milli hæða og börðu á dyr til að freista þess að koma öllum út.

Erlent
Fréttamynd

Berlusconi aftur lagður inn á sjúkrahús

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í gærkvöldi. Hann hefur ítrekað lent inni á sjúkrahúsi frá því að hann smitaðist af kórónuveirunni í september.

Erlent
Fréttamynd

Selja hundrað hús í ná­grenni Róma­borgar á 150 krónur

Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið.

Erlent
Fréttamynd

Alitalia gjaldþrota

Ítalska flugfélagið Alitalia tilkynnti um gjaldþrot í dag og mun hætta starfsemi þann 15. október. Öllum flugferðum eftir þá dagsetningu verður því aflýst.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bryan Adams myndar Pirellidagatalið 2022

Tónlistarmaðurinn Bryan Adams mun sjá Pirellidagatalinu fyrir árið 2022 fyrir ljósmyndum. Adams hefur verið ljósmyndari í rúman áratug og er þetta stærsta verkefnið hans hingað til

Lífið
Fréttamynd

Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu

Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 

Erlent
Fréttamynd

„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“

Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn

Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag.

Erlent