„Ítalía valdi okkur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 07:22 Allt stefnir í að Giorgia Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu. AP/Gregorio Borgia Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. Búið er að telja atkvæði um níutíu prósent kjörstaða en Bræður Ítalíu eru með um 26 prósent atkvæða sem er í takt við lokaspár fyrir kosningarnar. Til samanburðar fékk flokkurinn um fjögur prósent atkvæða í kosningunum árið 2018. Non tradiremo la vostra fiducia. Siamo #pronti a risollevare l ItaliaGRAZIE! pic.twitter.com/DabIIuhORK— Giorgia Meloni (@GiorgiaMeloni) September 26, 2022 „Ítalía valdi okkur,“ sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína snemma í morgun en hún sagðist munu verða leiðtogi allra Ítala og sameina þá verði henni falið að leiða nýja ríkisstjórn. Hún yrði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu og fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að Benito Mussolini var við völd. Fjölmargir stjórnmálamenn hafa óskað Meloni til hamingju á samfélagsmiðlum, þar á meðal Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Balazs Orban, stjórnmálaleiðtogi ungverska forsætisráðherrans Viktor Orban, og Santiago Abascal, leiðtogi Vox á Spáni. Le peuple italien a décidé de reprendre son destin en main en élisant un gouvernement patriote et souverainiste.Bravo à @GiorgiaMeloni et à @matteosalvinimi pour avoir résisté aux menaces d une Union européenne anti-démocratique et arrogante en obtenant cette grande victoire !— Marine Le Pen (@MLP_officiel) September 26, 2022 „Ítalska þjóðin hefur tekið örlögin í sínar hendur með því að kjósa þjóðrækna og fullveldissinnaða ríkisstjórn,“ sagði Le Pen á Twitter og hrósaði þeim fyrir að hafa barist á móti „andlýðræðislegu og hrokafullu“ Evrópusambandi. Með meirihluta í báðum deildum þingsins Að því er kemur fram í frétt Reuters ættu hægri flokkarnir að ná meirihluta í báðum deildum þingsins en hinir stóru hægri flokkarnir, Bandalagið og Áfram Ítalía, eru með um níu og átta prósent atkvæða. Á vinstri vængnum fékk Lýðræðisflokkurinn um nítján prósent atkvæða og þverlægi flokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin um fimmtán prósent. Kjörsókn var talsvert minni en í kosningunum árið 2018, eða tæplega 64 prósent. Gera má ráð fyrir að lokaniðurstöður muni ekki liggja fyrir fyrr en síðar í vikunni en í kjölfarið mun Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, ræða við leiðtoga stærstu flokkanna og velja þann sem hann telur njóta trausts þingsins. Nýr forsætisráðherra mun þá taka við af Mario Draghi, sem mun leiða starfstjórn þangað til að ný hefur verið mynduð. Þó hægri flokkarnir séu sammála í meginatriðum um þær áskoranir sem Ítalía og heimsbyggðin stendur frammi fyrir gæti afstaða Meloni til stríðsins í Úkraínu valdið einhverjum ágreiningi. Hún styðjur Atlantshafsbandalagið og Úkraínu í stríðinu á meðan Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, og Silvio Berlusconi, leiðtogi Áfram Ítalíu, styðja Rússlandsforseta og gagnrýna refsiaðgerðir Vesturlandanna. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Búið er að telja atkvæði um níutíu prósent kjörstaða en Bræður Ítalíu eru með um 26 prósent atkvæða sem er í takt við lokaspár fyrir kosningarnar. Til samanburðar fékk flokkurinn um fjögur prósent atkvæða í kosningunum árið 2018. Non tradiremo la vostra fiducia. Siamo #pronti a risollevare l ItaliaGRAZIE! pic.twitter.com/DabIIuhORK— Giorgia Meloni (@GiorgiaMeloni) September 26, 2022 „Ítalía valdi okkur,“ sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína snemma í morgun en hún sagðist munu verða leiðtogi allra Ítala og sameina þá verði henni falið að leiða nýja ríkisstjórn. Hún yrði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu og fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að Benito Mussolini var við völd. Fjölmargir stjórnmálamenn hafa óskað Meloni til hamingju á samfélagsmiðlum, þar á meðal Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Balazs Orban, stjórnmálaleiðtogi ungverska forsætisráðherrans Viktor Orban, og Santiago Abascal, leiðtogi Vox á Spáni. Le peuple italien a décidé de reprendre son destin en main en élisant un gouvernement patriote et souverainiste.Bravo à @GiorgiaMeloni et à @matteosalvinimi pour avoir résisté aux menaces d une Union européenne anti-démocratique et arrogante en obtenant cette grande victoire !— Marine Le Pen (@MLP_officiel) September 26, 2022 „Ítalska þjóðin hefur tekið örlögin í sínar hendur með því að kjósa þjóðrækna og fullveldissinnaða ríkisstjórn,“ sagði Le Pen á Twitter og hrósaði þeim fyrir að hafa barist á móti „andlýðræðislegu og hrokafullu“ Evrópusambandi. Með meirihluta í báðum deildum þingsins Að því er kemur fram í frétt Reuters ættu hægri flokkarnir að ná meirihluta í báðum deildum þingsins en hinir stóru hægri flokkarnir, Bandalagið og Áfram Ítalía, eru með um níu og átta prósent atkvæða. Á vinstri vængnum fékk Lýðræðisflokkurinn um nítján prósent atkvæða og þverlægi flokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin um fimmtán prósent. Kjörsókn var talsvert minni en í kosningunum árið 2018, eða tæplega 64 prósent. Gera má ráð fyrir að lokaniðurstöður muni ekki liggja fyrir fyrr en síðar í vikunni en í kjölfarið mun Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, ræða við leiðtoga stærstu flokkanna og velja þann sem hann telur njóta trausts þingsins. Nýr forsætisráðherra mun þá taka við af Mario Draghi, sem mun leiða starfstjórn þangað til að ný hefur verið mynduð. Þó hægri flokkarnir séu sammála í meginatriðum um þær áskoranir sem Ítalía og heimsbyggðin stendur frammi fyrir gæti afstaða Meloni til stríðsins í Úkraínu valdið einhverjum ágreiningi. Hún styðjur Atlantshafsbandalagið og Úkraínu í stríðinu á meðan Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, og Silvio Berlusconi, leiðtogi Áfram Ítalíu, styðja Rússlandsforseta og gagnrýna refsiaðgerðir Vesturlandanna.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48
Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00