Skilnaður Totti fer líklega fyrir dómstóla: „Hún sveik mig fyrst“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 15:31 Totti með eiginkonu sinni, Ilary Blasi. Þau eiga eftir að ganga formlega frá skilnaði. Vísir/Getty Francesco Totti, goðsögn hjá Roma á Ítalíu, hefur opnað sig um erfiða tíma undanfarin misseri. Hann kveðst hafa glímt við þunglyndi þar sem hann stendur í skilnaði og missti föður sinn í kórónuveirufaraldrinum. Totti hætti knattspyrnuiðkun 41 árs gamall árið 2017 eftir farsælan feril. Hann lék alla tíð með Roma og spilaði einnig 58 landsleiki fyrir Ítalíu frá 1998 til 2006 en hann hætti með landsliðinu eftir heimsmeistaratitil Ítala sumarið 2006. Hann hefur hins vegar átt í vandræðum í einkalífinu síðustu misseri og opnaði sig um það í viðtali um helgina. Mikið hefur verið látið með meint framhjáhald bæði hans og eiginkonu hans, módelsins Ilary Blasi, en hjónin tilkynntu í lok júlí að þau væru fráskilin. „Það er ekki satt að ég hafi verið fyrri til að svíkja. Ég sagðist ekki ætla að ræða þetta sem ég gerði ekki um tíma, en ég hef lesið of miklar lygar undanfarnar vikur. Margar þeirra eru farnar að hafa áhrif á börnin mín,“ segir Totti í viðtali við Corriere della Sera. Hann kveðst hafa verið í krísu frá því snemma á síðasta ári. „Hin sanna krísa brast fram í mars og apríl í fyrra. Mér hafði liðið illa um hríð og fór í gegnum erfiða tíma. Fyrst var það vegna þess að ég hætti að spila og svo lést faðir minn úr Covid. Ég fékk einnig Covid og var fárveikur í 15 daga. En þegar ég þurfti mest á eiginkonu minni að halda, var hún ekki til staðar,“ „En þegar samband slitnar er ábyrgðin jöfn, 50 og 50. Ég hefði átt að vera meira með henni,“ segir Totti. Kíkti í símann hennar til að staðfesta grun sinn Hann segir sögusagnir um mögulegt framhjáhald konu sinnar hafa borist honum síðasta haust. „Í september á síðasta ári fór ég að heyra orðróma: Ilary er að hitta einhvern annan, jafnvel fleiri en einn,“ segir Totti sem kveðst hafa kíkt á síma hennar til að staðfesta orðrómana. „Ég hef aldrei gert slíkt á þeim 20 árum sem við höfum verið saman, og ekki hún heldur við mig. En þegar mér bárust viðvaranir frá mörgu mismunandi fólki, sem ég treysti, fór mig að gruna ýmislegt. Ég leit á farsímann hennar og staðfesti grun minn.“ Óttast framhaldið „Það hafa margir orðrómar flogið í gegnum tíðina um hana og mig, en það voru bara orðrómar. Þarna voru komin sönnunargögn, staðreyndir. Það leiddi til þunglyndis hjá mér. Ég gat ekki lengur látið sem ekkert væri í gangi,“ segir Totti. Totti er nú að slá sér upp með Noemí Bocchi. Totti segir Noemí hafa hjálpað sér upp úr þeirri holu sem hann var kominn í, og að þau hafi byrjað að hittast eftir að upp um framhjáhaldið komst. Líkt og fram kemur að ofan hættu þau Totti og Blasi saman í sumar en eftir á að ganga frá skilnaði þeirra formlega. Hann býst við að það endi í réttarsal. „Ég óttast að mál okkar Ilary endi fyrir dómi. Ég vonast enn eftir að við getum komist að samkomulagi,“ segir Totti. Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Totti hætti knattspyrnuiðkun 41 árs gamall árið 2017 eftir farsælan feril. Hann lék alla tíð með Roma og spilaði einnig 58 landsleiki fyrir Ítalíu frá 1998 til 2006 en hann hætti með landsliðinu eftir heimsmeistaratitil Ítala sumarið 2006. Hann hefur hins vegar átt í vandræðum í einkalífinu síðustu misseri og opnaði sig um það í viðtali um helgina. Mikið hefur verið látið með meint framhjáhald bæði hans og eiginkonu hans, módelsins Ilary Blasi, en hjónin tilkynntu í lok júlí að þau væru fráskilin. „Það er ekki satt að ég hafi verið fyrri til að svíkja. Ég sagðist ekki ætla að ræða þetta sem ég gerði ekki um tíma, en ég hef lesið of miklar lygar undanfarnar vikur. Margar þeirra eru farnar að hafa áhrif á börnin mín,“ segir Totti í viðtali við Corriere della Sera. Hann kveðst hafa verið í krísu frá því snemma á síðasta ári. „Hin sanna krísa brast fram í mars og apríl í fyrra. Mér hafði liðið illa um hríð og fór í gegnum erfiða tíma. Fyrst var það vegna þess að ég hætti að spila og svo lést faðir minn úr Covid. Ég fékk einnig Covid og var fárveikur í 15 daga. En þegar ég þurfti mest á eiginkonu minni að halda, var hún ekki til staðar,“ „En þegar samband slitnar er ábyrgðin jöfn, 50 og 50. Ég hefði átt að vera meira með henni,“ segir Totti. Kíkti í símann hennar til að staðfesta grun sinn Hann segir sögusagnir um mögulegt framhjáhald konu sinnar hafa borist honum síðasta haust. „Í september á síðasta ári fór ég að heyra orðróma: Ilary er að hitta einhvern annan, jafnvel fleiri en einn,“ segir Totti sem kveðst hafa kíkt á síma hennar til að staðfesta orðrómana. „Ég hef aldrei gert slíkt á þeim 20 árum sem við höfum verið saman, og ekki hún heldur við mig. En þegar mér bárust viðvaranir frá mörgu mismunandi fólki, sem ég treysti, fór mig að gruna ýmislegt. Ég leit á farsímann hennar og staðfesti grun minn.“ Óttast framhaldið „Það hafa margir orðrómar flogið í gegnum tíðina um hana og mig, en það voru bara orðrómar. Þarna voru komin sönnunargögn, staðreyndir. Það leiddi til þunglyndis hjá mér. Ég gat ekki lengur látið sem ekkert væri í gangi,“ segir Totti. Totti er nú að slá sér upp með Noemí Bocchi. Totti segir Noemí hafa hjálpað sér upp úr þeirri holu sem hann var kominn í, og að þau hafi byrjað að hittast eftir að upp um framhjáhaldið komst. Líkt og fram kemur að ofan hættu þau Totti og Blasi saman í sumar en eftir á að ganga frá skilnaði þeirra formlega. Hann býst við að það endi í réttarsal. „Ég óttast að mál okkar Ilary endi fyrir dómi. Ég vonast enn eftir að við getum komist að samkomulagi,“ segir Totti.
Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira