Hinsegin fólk óttast um hag sinn undir róttækri hægristjórn Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 14:01 Frá gleðigöngu hinsegin fólks í Róm í sumar. Gleði sumra er tekin að kárna eftir að hægrijaðarflokkar unnu sigur í þingkosningum um helgina. Vísir/EPA Orðræða og stefnuskrár tveggja róttækra hægriflokka sem unnu sigur í ítölsku þingkosningunum um helgina vekja ugg á meðal hinsegin fólks í landinu. Líklegasta forsætirsáðherraefnið hefur sagst óvinur „LGBT-þrýstihópsins“ og „kynjaðrar hugmyndafræði“. Kosningabandalag þriggja hægri flokka unnu sigur í þingkosningunum á Ítalíu um helgina. Útlit er því fyrir að tveir hægrijaðarflokkar, Bræðralag Ítalíu og Bandalagið, myndi ríkisstjórn með hægriflokki Silvios Berlusconi, Áfram Ítalíu, undir forsæti Giorgiu Meloni, leiðtoga Bræðralagsins. Meloni hefur lýst sjálfri sér sem varðhundi kristinna gilda og andstæðingi þess að samkynhneigð pör fái að ættleiða börn. Hún hefur þó neitað því að hún muni grafa undan eða afnema réttindi eins og til þungunarrofs eða hjónabanda samkynhneigðra sem er þegar kveðið á um í ítölskum lögum. Það hefur þó ekki dugað til þess að sefa áhyggjur hinsegin fólks, ekki síst í ljósi ummæla talsmanns Bræðralagsins í menningarmálum. Federico Mollicone sagðist meðal annars telja að samkynhneigð pör væru ekki lögleg í síðustu viku. Hann sagðist síðar aðeins hafa átt við samkynhneigð pör sem ættleiða börn. Fullyrðir hann að flokkurinn styðji rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að hann hafi greitt atkvæði gegn frumvarpi um það árið 2016. Hann stendur enn við kröfu um að þáttur um teiknimyndapersónuna Gurru grís sem er vinsæl á meðal barna verði ritskoðaður vegna þess að í honum á ein persónan tvær mæður. Mollicone telur ekki rétt að sýna börnum samkynhneigða foreldra eins og það sé „náttúruleg staðreynd“. Erfiðara að vinna gegn mismunun gegn hinsegin fólki Fabrizio Marrazzo frá samtökunum Samkynhneigða flokknum segir að hinsegin samfélagið hafi raunverulegar áhyggjur af borgaralegum réttindum undir nýrri ríkisstjórn. „Bandalagið og Bræðralag Ítalíu að hluta til hafa hluti í stefnuskrám sínum sem eru frekar neikvæðir fyrir samfélag okkar, eins og að leggja áherslu á að vernda aðeins hefðbundið fjölskyldumynstur,“ segir Marazzo við Reuters-fréttastofuna. Mestar áhyggjur segist hann þó hafa af þeim skilaboðum sem hægriflokkarnir sendi út í samfélagið. Hann telur að erfiðari gæti reynst að halda úti verkefnum til að berjast gegn mismunun hinsegin fólks í skólum. Þá hafi árásum á hinsegin fólks fjölgað í borgum og héruðum þar sem hægrimenn fara með stjórn. Ítalía Kosningar á Ítalíu Hinsegin Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Kosningabandalag þriggja hægri flokka unnu sigur í þingkosningunum á Ítalíu um helgina. Útlit er því fyrir að tveir hægrijaðarflokkar, Bræðralag Ítalíu og Bandalagið, myndi ríkisstjórn með hægriflokki Silvios Berlusconi, Áfram Ítalíu, undir forsæti Giorgiu Meloni, leiðtoga Bræðralagsins. Meloni hefur lýst sjálfri sér sem varðhundi kristinna gilda og andstæðingi þess að samkynhneigð pör fái að ættleiða börn. Hún hefur þó neitað því að hún muni grafa undan eða afnema réttindi eins og til þungunarrofs eða hjónabanda samkynhneigðra sem er þegar kveðið á um í ítölskum lögum. Það hefur þó ekki dugað til þess að sefa áhyggjur hinsegin fólks, ekki síst í ljósi ummæla talsmanns Bræðralagsins í menningarmálum. Federico Mollicone sagðist meðal annars telja að samkynhneigð pör væru ekki lögleg í síðustu viku. Hann sagðist síðar aðeins hafa átt við samkynhneigð pör sem ættleiða börn. Fullyrðir hann að flokkurinn styðji rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að hann hafi greitt atkvæði gegn frumvarpi um það árið 2016. Hann stendur enn við kröfu um að þáttur um teiknimyndapersónuna Gurru grís sem er vinsæl á meðal barna verði ritskoðaður vegna þess að í honum á ein persónan tvær mæður. Mollicone telur ekki rétt að sýna börnum samkynhneigða foreldra eins og það sé „náttúruleg staðreynd“. Erfiðara að vinna gegn mismunun gegn hinsegin fólki Fabrizio Marrazzo frá samtökunum Samkynhneigða flokknum segir að hinsegin samfélagið hafi raunverulegar áhyggjur af borgaralegum réttindum undir nýrri ríkisstjórn. „Bandalagið og Bræðralag Ítalíu að hluta til hafa hluti í stefnuskrám sínum sem eru frekar neikvæðir fyrir samfélag okkar, eins og að leggja áherslu á að vernda aðeins hefðbundið fjölskyldumynstur,“ segir Marazzo við Reuters-fréttastofuna. Mestar áhyggjur segist hann þó hafa af þeim skilaboðum sem hægriflokkarnir sendi út í samfélagið. Hann telur að erfiðari gæti reynst að halda úti verkefnum til að berjast gegn mismunun hinsegin fólks í skólum. Þá hafi árásum á hinsegin fólks fjölgað í borgum og héruðum þar sem hægrimenn fara með stjórn.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Hinsegin Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18