Verið var að sigla snekkjunni frá Gallipoli til Miazzo á Sikiley á laugardaginn þegar halli kom á snekkjuna og sjór fór að flæða um borð. Nokkrum klukkustundum síðar var hún sokkin, um níu sjómílum út frá Catanzaro.
Við myndbandið sem birt var á Twitter-síðu Strandgæslu Ítalíu var skrifað að snekkjan væri um 40 metra löng og verið væri að rannsaka af hverju hún hefði sokkið.
Nei giorni scorsi, la #GuardiaCostiera di #Crotone ha coordinato operazioni di salvataggio di passeggeri ed equipaggio di uno yacht di 40m, affondato a 9 miglia al largo di #CatanzaroMarina.
— Guardia Costiera (@guardiacostiera) August 22, 2022
Avviata inchiesta amministrativa per individuarne le cause. #SAR #AlServizioDegliAltri pic.twitter.com/kezuiivqsM
Ítalska fréttaveitan ANSA segir snekkjunni hafa verið siglt undir fána Cayman-eyja en áhöfnin hafi verið ítölsk.
Reynt var að nota dráttarbát til að draga snekkjuna til hafnar í Crotone en það reyndist ómögulegt. Sjávarflóðið um borð var orðið svo mikið að skera þurfti á taugina og mun snekkjan hafa sokkið hratt í kjölfar þess.