Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2022 21:18 Giorgia Meloni, líklegasti verðandi forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Franco Origlia Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. Sameinuð Ítalía, fyrir alla Ítali, sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. En mörgum þykir Meloni frekar táknmynd sundrungar. Hún lýsti sig fyrr á árinu „andstæðing hinsegin-áróðurs“ og stuðningsmann hinnar „náttúrulegu fjölskyldu“, þ.e. hins hefðbundna fjölskyldumynsturs með móður og föður. Hún vill stöðva straum flóttamanna til Ítalíu og vakti reiði í heimalandinu þegar hún lofaði einræðisherrann Benito Mussolini. Þá hóf hún stjórnmálaferilinn í ungliðahreyfingu nýfasista. Því hefur verið fleygt að vegferð hennar í pólitík sé í grunninn hefndarför gegn vinstri sinnuðum föður hennar, sem yfirgaf hana í frumbernsku. Roberto Luigi Pagani, doktorsnemi við Háskóla Íslands og staddur hjá fjölskyldu sinni á Ítalíu, segist ósammála Meloni um flest. En hann virði hana fyrir að hafa sigrast á fátækt og erfiðum uppvexti. „Hún kemur fyrir sem mjög svona einföld kona sem talar einfalt og margir til vinstri hafa gagnrýnt þetta og gert grín að henni sem er hræðilegt,“ segir Roberto. „Hún fór að tala við fjölskyldur, við ungt fólk, við eldra fólk og þetta er meirihluti af fólki sem kýs á Ítalíu. En vinstri flokkarnir voru að tala sérstaklega held ég við minnihluta. Það er margt fólk sem er mjög reitt, það hefur verið rosa erfitt eftir tvö ár með Covid og allt þetta og ég held að hún hafi sagt í rauninni rétta hluti.“ Hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessum uppgangi þjóðernispopúlisma á Ítalíu. „Það er búið að fara hægri og vinstri á Ítalíu síðusutu sextiu ár og ekki mikið búið að breytast i rauninni. Sama hvað. Þannig að flestir á Ítalíu eru ekki sérstaklega áhyggjufullir, þeir eru bara búnir að kjósa eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt. Það er hægri ríkisstjórn núna en heimurinn er ekki að fara að enda held ég,“ segir Roberto. Ítalía Kosningar á Ítalíu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Sameinuð Ítalía, fyrir alla Ítali, sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. En mörgum þykir Meloni frekar táknmynd sundrungar. Hún lýsti sig fyrr á árinu „andstæðing hinsegin-áróðurs“ og stuðningsmann hinnar „náttúrulegu fjölskyldu“, þ.e. hins hefðbundna fjölskyldumynsturs með móður og föður. Hún vill stöðva straum flóttamanna til Ítalíu og vakti reiði í heimalandinu þegar hún lofaði einræðisherrann Benito Mussolini. Þá hóf hún stjórnmálaferilinn í ungliðahreyfingu nýfasista. Því hefur verið fleygt að vegferð hennar í pólitík sé í grunninn hefndarför gegn vinstri sinnuðum föður hennar, sem yfirgaf hana í frumbernsku. Roberto Luigi Pagani, doktorsnemi við Háskóla Íslands og staddur hjá fjölskyldu sinni á Ítalíu, segist ósammála Meloni um flest. En hann virði hana fyrir að hafa sigrast á fátækt og erfiðum uppvexti. „Hún kemur fyrir sem mjög svona einföld kona sem talar einfalt og margir til vinstri hafa gagnrýnt þetta og gert grín að henni sem er hræðilegt,“ segir Roberto. „Hún fór að tala við fjölskyldur, við ungt fólk, við eldra fólk og þetta er meirihluti af fólki sem kýs á Ítalíu. En vinstri flokkarnir voru að tala sérstaklega held ég við minnihluta. Það er margt fólk sem er mjög reitt, það hefur verið rosa erfitt eftir tvö ár með Covid og allt þetta og ég held að hún hafi sagt í rauninni rétta hluti.“ Hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessum uppgangi þjóðernispopúlisma á Ítalíu. „Það er búið að fara hægri og vinstri á Ítalíu síðusutu sextiu ár og ekki mikið búið að breytast i rauninni. Sama hvað. Þannig að flestir á Ítalíu eru ekki sérstaklega áhyggjufullir, þeir eru bara búnir að kjósa eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt. Það er hægri ríkisstjórn núna en heimurinn er ekki að fara að enda held ég,“ segir Roberto.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira