Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2025 10:33 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Dan Driscoll, ráðherra bandaríska hersins. Þeir ræddu friðaráætlunina umdeildu í gær. AP/Forsetaembætti Úkraínu Bandarískir erindrekar kynntu í gær 28 liða friðaráætlun fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Áætlunin þykir þegar umdeild og var henni í gær lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Samkvæmt áætluninni, sem ráðamenn í Úkraínu og Evrópu hafa lítið sem ekkert komið að hingað til, þyrftu Úkraínumenn að gefa eftir umfangsmikið landsvæði á sama tíma og Rússar fengju miklar ívilnanir þegar kemur að alþjóðaviðskiptum og refsiaðgerðum. Úkraínumenn yrðu þar að auki mögulega viðkvæmir fyrir nýrri innrás Rússa í framtíðinni, þar sem stærð hers þeirra yrði takmörkuð og þeim yrði ekki veittur aðgangur að Atlantshafsbandalaginu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ætla að ræða málið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á komandi dögum. Svo virðist sem hann hafi ákveðið að taka á málinu á diplómatískan hátt og sagði í ávarpi í gær að Úkraínumenn myndu ekki gera neitt til að skemma fyrir friðarferlinu. „Úkraína þarfnast friðar og Úkraína mun gera allt til að enginn í heiminum geti haldið því fram að við séum að eyðileggja fyrir ferlinu. Það er mikilvægt,“ sagði forsetinn. Úkraínumenn myndu ekki senda frá sér vanhugsaðar yfirlýsingar. Úkraínskur erindreki sagði þó á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að Úkraínumenn myndu ekki gefa eftir landsvæði til Rússlands eða takmarka getu sína til að verja sig í framtíðinni. Þar til í gærkvöldi var á töluverðu reiki hvað friðaráætlunin snerist nákvæmlega um og hverjir 28 liðir hennar væru. Drög af áætluninni hafa nú verið birt og Hvíta húsið hefur staðfest að þau séu raunveruleg, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandarískir embættismenn segja að friðaráætlunin geti tekið breytingum í viðræðum næstu daga og vikur. Samkvæmt Wall Street Journal vinna ráðamenn í Evrópu að eigin friðaráætlun sem þeir vonast til að klára á næstu dögum. 1. Fullveldi Úkraínu verður staðfest. 2. Umfangsmikið samkomulag verður gert með aðkomu Rússlands, Úkraínu og Evrópu. Litið verður á öll óvissuatriði síðustu þrjátíu ára sem útkljáð. 3. Búist er við því að Rússar ráðist ekki inn í nágrannaríki og að NATO stækki ekki frekar. 4. Viðræður verða haldnar milli Rússlands og NATO, sem Bandaríkin miðla, um að leysa allar öryggisdeilur og skapa aðstæður til að draga úr spennu og tryggja heimsöryggi og auka tækifæri fyrir samvinnu og efnahagsþróun. 5. Úkraína fær trúverðugar öryggisráðstafanir. 6. Stærð úkraínska hersins verður takmörkuð við 600 þúsund menn. 7. Úkraína samþykkir að breyta stjórnarskrá á þann veg að ríkið gangi aldrei inn í NATO og NATO samþykkir að breyta reglum bandalagsins til að tryggja að Úkraínu verði ekki hleypt inn í framtíðinni. 8. NATO samþykkir að senda ekki hermenn til Úkraínu. 9. Evrópskar orrustuþotur verða hýstar í Póllandi. 10. Bandaríkin ábyrgjast: -Bandaríkin munu fá greiðslu fyrir ráðstafanir. -Ef Úkraína ræðst inn í Rússland, fella ráðstafanir niður. -Ef Rússland ræðst inn í Úkraínu, til viðbótar við umfangsmikið og samræmt hernaðarlegt viðbragð, verður öllum refsiaðgerðum beitt aftur og viðurkenning á eignarrétti nýrra landsvæða og allir aðrir kostir verða felldir úr gildi. -Ef Úkraína skýtur eldflaug að Moskvu eða Pétursborg, án tilefnis, verða öryggisráðstafanir felldar úr gildi. 11. Úkraína má fá aðgang að Evrópusambandinu og fær forgangsaðgang að innri markaði Evrópu á meðan þetta málefni er til skoðunar. 12. Kröftugur alþjóðlegur aðgerðapakki til að endurbyggja Úkraínu, sem inniheldur meðal annars: -Stofnun þróunarsjóðs Úkraínu til að fjárfesta í hratt vaxandi iðnaði, þar á meðal tækniþróun, gagnavert og gervigreind. -Bandaríkin vinna með Úkraínu í því að endurreisa, þróa, nútímavæða og stjórna gasinnviðum, þar á meðal gasleiðslum og geymslum. -Sameiginlegt átak í að endurbyggja stríðshrjáð svæði, endurreisa og nútímavæða borgir og íbúðasvæði. -Innviðaþróun. - Vinnslu jarðmálma og náttúruauðlinda. -Alþjóðabankinn þróar sérstakan fjármögnunarpakka til að hraða þessari viðleitni. 13. Rússland verður aftur aðili að alþjóðamörkuðum. -Niðurfelling refsiaðgerða verður rædd og samþykkt í áföngum, í hverju tilviki fyrir sig. -Bandaríkin gera langtímasamning um efnahagslegt samstarf til gagnkvæmrar þróunar á sviðum orkumála, náttúruauðlinda, innviða, gervigreindar, gagnavera og námuvinnslu sjaldgæfra málma á norðurslóðum, auk annarra sameiginlegra viðskiptatækifæra. -Rússlandi verður aftur boðin aðild að G8. 14. Frosnir sjóðir verða notaðir svo: -Hundrað milljarðar dala af frystum sjóðum Rússa verða notaðir til enduruppbyggingar og fjárfestinga í Úkraínu. -Bandaríkin fá helming hagnaðar af þessum verkefnum. Evrópa leggur einnig til hundrað milljarða dala til að auka fjármuni sem Úkraína hefur aðgang að fyrir enduruppbygginguna. Frystir evrópskir sjóðir verða opnaðir. Restinni af frystum sjóðum Rússlands verður varið í sameiginleg fjárfestingarverkefni Bandaríkjanna og Rússlands. Sá sjóður verður notaður til að styrkja ríkjasambönd og auka sameiginlega hagsmuni til að draga úr líkum á átökum í framtíðinni. 15. Sameiginlegur bandarískur og rússneskur vinnuhópur verður myndaður til að vinna að öryggismálum og til að tryggja að farið verði eftir áhersluatriðum áætlunarinnar. 16. Rússar binda í lög ákvæði um að ráðast ekki á Evrópu og Úkraínu. 17. Bandaríkin og Rússland samþykkja og lengja samninga gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna, þar á meðal START I samninginn. 18. Úkraína samþykkir að koma ekki upp kjarnorkuvopnum í samræmi við samninginn um að dreifa ekki kjarnorkuvopnum. 19. Kjarnorkuverið í Sapórisjía verður gangsett af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni og rafmagninu sem framleitt er þar verður deilt til helminga milli Rússlands og Úkraínu. 20. Bæði ríki samþykkja að taka upp fræðsluáætlanir í skólum og í samfélaginu sem ætlað er að ýta undir skilning og umburðarlindi í garð annarra menningarheima og uppræta kynþáttafordóma og mismunun: -Úkraína tekur upp reglur ESB um trúarlegt umburðarlyndi og vernd minnihlutamála. -Bæði ríki samþykkja að afnema þvinganir og tryggja réttindi úkraínskra og rússneskra fjölmiðla og menntunar. -Nasisma verður hafnað og hann bannaður. 21. Yfirráðasvæði: -Krímskagi, Lúhansk og Dónetsk verða viðurkennd sem rússneskt yfirráðasvæði, þar á meðal af Bandaríkjunum. -Víglínan í Kerson og Sarpórisjía verður fryst þar sem hún er, sem felur í raun í sér viðurkenningu á yfirráðasvæðum. -Rússland lætur af hendi önnur samþykkt landsvæði utan þessara fimm héraða. -Úkraínskar hersveitir hörfa frá þeim hluta Dónetsk sem þær stjórna og þetta svæði verður álitið hlutlaust svæði, alþjóðlega viðurkennt sem rússneskt landsvæði en rússneskar hersveitir fara ekki inn á það. 22. Eftir samþykkt framtíðarsamninga um landsvæði, samþykkja bæði Rússland og Úkraína að reyna ekki að breyta þeim með hervaldi. Öryggisráðstafanir falla úr gildi verði brotið gegn þessu ákvæði. 23. Rússland kemur ekki í veg fyrir að Úkraína noti Dnípróá í efnahagslegum tilgangi, og komist verður að samkomulagi um frjálsan flutning korns um Svartahafið. 24. Mannréttindanefnd verður stofnuð til að taka á útistandandi deilumálum: -Skipst verður á öllum föngum og líkum hermanna. -Öllum borgaralegum föngum og gíslum verður sleppt, þar á meðal börnum. -Komið verður á laggirnar fjölskyldusameiningarúrræðum. -Gripið verður til aðgerða til að draga úr þjáningum fórnarlamba átakanna. 25. Úkraína heldur kosningar innan hundrað daga. 26. Allir aðilar þessara átaka fá fulla sakaruppgjöf vegna stríðsins og samþykkja að gera engar kröfur eða taka kvartanir til skoðunar í framtíðinni. 27. Þetta samkomulag er lagalega bindandi. Framkvæmd þess verður fylgt eftir og hún tryggð af Friðarráðinu, sem stýrt verður af Donald J. Trump. Refsiaðgerðum verður beitt fyrir brot á því. 28. Þegar allir aðilar hafa samþykkt þetta minnisblað, tekur vopnahlé samstundis gildi eftir að báðar fylkingar hörfa til áður samþykktra staða til að hefja framkvæmd samningsins. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Evrópusambandið NATO Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Samkvæmt áætluninni, sem ráðamenn í Úkraínu og Evrópu hafa lítið sem ekkert komið að hingað til, þyrftu Úkraínumenn að gefa eftir umfangsmikið landsvæði á sama tíma og Rússar fengju miklar ívilnanir þegar kemur að alþjóðaviðskiptum og refsiaðgerðum. Úkraínumenn yrðu þar að auki mögulega viðkvæmir fyrir nýrri innrás Rússa í framtíðinni, þar sem stærð hers þeirra yrði takmörkuð og þeim yrði ekki veittur aðgangur að Atlantshafsbandalaginu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ætla að ræða málið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á komandi dögum. Svo virðist sem hann hafi ákveðið að taka á málinu á diplómatískan hátt og sagði í ávarpi í gær að Úkraínumenn myndu ekki gera neitt til að skemma fyrir friðarferlinu. „Úkraína þarfnast friðar og Úkraína mun gera allt til að enginn í heiminum geti haldið því fram að við séum að eyðileggja fyrir ferlinu. Það er mikilvægt,“ sagði forsetinn. Úkraínumenn myndu ekki senda frá sér vanhugsaðar yfirlýsingar. Úkraínskur erindreki sagði þó á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að Úkraínumenn myndu ekki gefa eftir landsvæði til Rússlands eða takmarka getu sína til að verja sig í framtíðinni. Þar til í gærkvöldi var á töluverðu reiki hvað friðaráætlunin snerist nákvæmlega um og hverjir 28 liðir hennar væru. Drög af áætluninni hafa nú verið birt og Hvíta húsið hefur staðfest að þau séu raunveruleg, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandarískir embættismenn segja að friðaráætlunin geti tekið breytingum í viðræðum næstu daga og vikur. Samkvæmt Wall Street Journal vinna ráðamenn í Evrópu að eigin friðaráætlun sem þeir vonast til að klára á næstu dögum. 1. Fullveldi Úkraínu verður staðfest. 2. Umfangsmikið samkomulag verður gert með aðkomu Rússlands, Úkraínu og Evrópu. Litið verður á öll óvissuatriði síðustu þrjátíu ára sem útkljáð. 3. Búist er við því að Rússar ráðist ekki inn í nágrannaríki og að NATO stækki ekki frekar. 4. Viðræður verða haldnar milli Rússlands og NATO, sem Bandaríkin miðla, um að leysa allar öryggisdeilur og skapa aðstæður til að draga úr spennu og tryggja heimsöryggi og auka tækifæri fyrir samvinnu og efnahagsþróun. 5. Úkraína fær trúverðugar öryggisráðstafanir. 6. Stærð úkraínska hersins verður takmörkuð við 600 þúsund menn. 7. Úkraína samþykkir að breyta stjórnarskrá á þann veg að ríkið gangi aldrei inn í NATO og NATO samþykkir að breyta reglum bandalagsins til að tryggja að Úkraínu verði ekki hleypt inn í framtíðinni. 8. NATO samþykkir að senda ekki hermenn til Úkraínu. 9. Evrópskar orrustuþotur verða hýstar í Póllandi. 10. Bandaríkin ábyrgjast: -Bandaríkin munu fá greiðslu fyrir ráðstafanir. -Ef Úkraína ræðst inn í Rússland, fella ráðstafanir niður. -Ef Rússland ræðst inn í Úkraínu, til viðbótar við umfangsmikið og samræmt hernaðarlegt viðbragð, verður öllum refsiaðgerðum beitt aftur og viðurkenning á eignarrétti nýrra landsvæða og allir aðrir kostir verða felldir úr gildi. -Ef Úkraína skýtur eldflaug að Moskvu eða Pétursborg, án tilefnis, verða öryggisráðstafanir felldar úr gildi. 11. Úkraína má fá aðgang að Evrópusambandinu og fær forgangsaðgang að innri markaði Evrópu á meðan þetta málefni er til skoðunar. 12. Kröftugur alþjóðlegur aðgerðapakki til að endurbyggja Úkraínu, sem inniheldur meðal annars: -Stofnun þróunarsjóðs Úkraínu til að fjárfesta í hratt vaxandi iðnaði, þar á meðal tækniþróun, gagnavert og gervigreind. -Bandaríkin vinna með Úkraínu í því að endurreisa, þróa, nútímavæða og stjórna gasinnviðum, þar á meðal gasleiðslum og geymslum. -Sameiginlegt átak í að endurbyggja stríðshrjáð svæði, endurreisa og nútímavæða borgir og íbúðasvæði. -Innviðaþróun. - Vinnslu jarðmálma og náttúruauðlinda. -Alþjóðabankinn þróar sérstakan fjármögnunarpakka til að hraða þessari viðleitni. 13. Rússland verður aftur aðili að alþjóðamörkuðum. -Niðurfelling refsiaðgerða verður rædd og samþykkt í áföngum, í hverju tilviki fyrir sig. -Bandaríkin gera langtímasamning um efnahagslegt samstarf til gagnkvæmrar þróunar á sviðum orkumála, náttúruauðlinda, innviða, gervigreindar, gagnavera og námuvinnslu sjaldgæfra málma á norðurslóðum, auk annarra sameiginlegra viðskiptatækifæra. -Rússlandi verður aftur boðin aðild að G8. 14. Frosnir sjóðir verða notaðir svo: -Hundrað milljarðar dala af frystum sjóðum Rússa verða notaðir til enduruppbyggingar og fjárfestinga í Úkraínu. -Bandaríkin fá helming hagnaðar af þessum verkefnum. Evrópa leggur einnig til hundrað milljarða dala til að auka fjármuni sem Úkraína hefur aðgang að fyrir enduruppbygginguna. Frystir evrópskir sjóðir verða opnaðir. Restinni af frystum sjóðum Rússlands verður varið í sameiginleg fjárfestingarverkefni Bandaríkjanna og Rússlands. Sá sjóður verður notaður til að styrkja ríkjasambönd og auka sameiginlega hagsmuni til að draga úr líkum á átökum í framtíðinni. 15. Sameiginlegur bandarískur og rússneskur vinnuhópur verður myndaður til að vinna að öryggismálum og til að tryggja að farið verði eftir áhersluatriðum áætlunarinnar. 16. Rússar binda í lög ákvæði um að ráðast ekki á Evrópu og Úkraínu. 17. Bandaríkin og Rússland samþykkja og lengja samninga gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna, þar á meðal START I samninginn. 18. Úkraína samþykkir að koma ekki upp kjarnorkuvopnum í samræmi við samninginn um að dreifa ekki kjarnorkuvopnum. 19. Kjarnorkuverið í Sapórisjía verður gangsett af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni og rafmagninu sem framleitt er þar verður deilt til helminga milli Rússlands og Úkraínu. 20. Bæði ríki samþykkja að taka upp fræðsluáætlanir í skólum og í samfélaginu sem ætlað er að ýta undir skilning og umburðarlindi í garð annarra menningarheima og uppræta kynþáttafordóma og mismunun: -Úkraína tekur upp reglur ESB um trúarlegt umburðarlyndi og vernd minnihlutamála. -Bæði ríki samþykkja að afnema þvinganir og tryggja réttindi úkraínskra og rússneskra fjölmiðla og menntunar. -Nasisma verður hafnað og hann bannaður. 21. Yfirráðasvæði: -Krímskagi, Lúhansk og Dónetsk verða viðurkennd sem rússneskt yfirráðasvæði, þar á meðal af Bandaríkjunum. -Víglínan í Kerson og Sarpórisjía verður fryst þar sem hún er, sem felur í raun í sér viðurkenningu á yfirráðasvæðum. -Rússland lætur af hendi önnur samþykkt landsvæði utan þessara fimm héraða. -Úkraínskar hersveitir hörfa frá þeim hluta Dónetsk sem þær stjórna og þetta svæði verður álitið hlutlaust svæði, alþjóðlega viðurkennt sem rússneskt landsvæði en rússneskar hersveitir fara ekki inn á það. 22. Eftir samþykkt framtíðarsamninga um landsvæði, samþykkja bæði Rússland og Úkraína að reyna ekki að breyta þeim með hervaldi. Öryggisráðstafanir falla úr gildi verði brotið gegn þessu ákvæði. 23. Rússland kemur ekki í veg fyrir að Úkraína noti Dnípróá í efnahagslegum tilgangi, og komist verður að samkomulagi um frjálsan flutning korns um Svartahafið. 24. Mannréttindanefnd verður stofnuð til að taka á útistandandi deilumálum: -Skipst verður á öllum föngum og líkum hermanna. -Öllum borgaralegum föngum og gíslum verður sleppt, þar á meðal börnum. -Komið verður á laggirnar fjölskyldusameiningarúrræðum. -Gripið verður til aðgerða til að draga úr þjáningum fórnarlamba átakanna. 25. Úkraína heldur kosningar innan hundrað daga. 26. Allir aðilar þessara átaka fá fulla sakaruppgjöf vegna stríðsins og samþykkja að gera engar kröfur eða taka kvartanir til skoðunar í framtíðinni. 27. Þetta samkomulag er lagalega bindandi. Framkvæmd þess verður fylgt eftir og hún tryggð af Friðarráðinu, sem stýrt verður af Donald J. Trump. Refsiaðgerðum verður beitt fyrir brot á því. 28. Þegar allir aðilar hafa samþykkt þetta minnisblað, tekur vopnahlé samstundis gildi eftir að báðar fylkingar hörfa til áður samþykktra staða til að hefja framkvæmd samningsins.
1. Fullveldi Úkraínu verður staðfest. 2. Umfangsmikið samkomulag verður gert með aðkomu Rússlands, Úkraínu og Evrópu. Litið verður á öll óvissuatriði síðustu þrjátíu ára sem útkljáð. 3. Búist er við því að Rússar ráðist ekki inn í nágrannaríki og að NATO stækki ekki frekar. 4. Viðræður verða haldnar milli Rússlands og NATO, sem Bandaríkin miðla, um að leysa allar öryggisdeilur og skapa aðstæður til að draga úr spennu og tryggja heimsöryggi og auka tækifæri fyrir samvinnu og efnahagsþróun. 5. Úkraína fær trúverðugar öryggisráðstafanir. 6. Stærð úkraínska hersins verður takmörkuð við 600 þúsund menn. 7. Úkraína samþykkir að breyta stjórnarskrá á þann veg að ríkið gangi aldrei inn í NATO og NATO samþykkir að breyta reglum bandalagsins til að tryggja að Úkraínu verði ekki hleypt inn í framtíðinni. 8. NATO samþykkir að senda ekki hermenn til Úkraínu. 9. Evrópskar orrustuþotur verða hýstar í Póllandi. 10. Bandaríkin ábyrgjast: -Bandaríkin munu fá greiðslu fyrir ráðstafanir. -Ef Úkraína ræðst inn í Rússland, fella ráðstafanir niður. -Ef Rússland ræðst inn í Úkraínu, til viðbótar við umfangsmikið og samræmt hernaðarlegt viðbragð, verður öllum refsiaðgerðum beitt aftur og viðurkenning á eignarrétti nýrra landsvæða og allir aðrir kostir verða felldir úr gildi. -Ef Úkraína skýtur eldflaug að Moskvu eða Pétursborg, án tilefnis, verða öryggisráðstafanir felldar úr gildi. 11. Úkraína má fá aðgang að Evrópusambandinu og fær forgangsaðgang að innri markaði Evrópu á meðan þetta málefni er til skoðunar. 12. Kröftugur alþjóðlegur aðgerðapakki til að endurbyggja Úkraínu, sem inniheldur meðal annars: -Stofnun þróunarsjóðs Úkraínu til að fjárfesta í hratt vaxandi iðnaði, þar á meðal tækniþróun, gagnavert og gervigreind. -Bandaríkin vinna með Úkraínu í því að endurreisa, þróa, nútímavæða og stjórna gasinnviðum, þar á meðal gasleiðslum og geymslum. -Sameiginlegt átak í að endurbyggja stríðshrjáð svæði, endurreisa og nútímavæða borgir og íbúðasvæði. -Innviðaþróun. - Vinnslu jarðmálma og náttúruauðlinda. -Alþjóðabankinn þróar sérstakan fjármögnunarpakka til að hraða þessari viðleitni. 13. Rússland verður aftur aðili að alþjóðamörkuðum. -Niðurfelling refsiaðgerða verður rædd og samþykkt í áföngum, í hverju tilviki fyrir sig. -Bandaríkin gera langtímasamning um efnahagslegt samstarf til gagnkvæmrar þróunar á sviðum orkumála, náttúruauðlinda, innviða, gervigreindar, gagnavera og námuvinnslu sjaldgæfra málma á norðurslóðum, auk annarra sameiginlegra viðskiptatækifæra. -Rússlandi verður aftur boðin aðild að G8. 14. Frosnir sjóðir verða notaðir svo: -Hundrað milljarðar dala af frystum sjóðum Rússa verða notaðir til enduruppbyggingar og fjárfestinga í Úkraínu. -Bandaríkin fá helming hagnaðar af þessum verkefnum. Evrópa leggur einnig til hundrað milljarða dala til að auka fjármuni sem Úkraína hefur aðgang að fyrir enduruppbygginguna. Frystir evrópskir sjóðir verða opnaðir. Restinni af frystum sjóðum Rússlands verður varið í sameiginleg fjárfestingarverkefni Bandaríkjanna og Rússlands. Sá sjóður verður notaður til að styrkja ríkjasambönd og auka sameiginlega hagsmuni til að draga úr líkum á átökum í framtíðinni. 15. Sameiginlegur bandarískur og rússneskur vinnuhópur verður myndaður til að vinna að öryggismálum og til að tryggja að farið verði eftir áhersluatriðum áætlunarinnar. 16. Rússar binda í lög ákvæði um að ráðast ekki á Evrópu og Úkraínu. 17. Bandaríkin og Rússland samþykkja og lengja samninga gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna, þar á meðal START I samninginn. 18. Úkraína samþykkir að koma ekki upp kjarnorkuvopnum í samræmi við samninginn um að dreifa ekki kjarnorkuvopnum. 19. Kjarnorkuverið í Sapórisjía verður gangsett af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni og rafmagninu sem framleitt er þar verður deilt til helminga milli Rússlands og Úkraínu. 20. Bæði ríki samþykkja að taka upp fræðsluáætlanir í skólum og í samfélaginu sem ætlað er að ýta undir skilning og umburðarlindi í garð annarra menningarheima og uppræta kynþáttafordóma og mismunun: -Úkraína tekur upp reglur ESB um trúarlegt umburðarlyndi og vernd minnihlutamála. -Bæði ríki samþykkja að afnema þvinganir og tryggja réttindi úkraínskra og rússneskra fjölmiðla og menntunar. -Nasisma verður hafnað og hann bannaður. 21. Yfirráðasvæði: -Krímskagi, Lúhansk og Dónetsk verða viðurkennd sem rússneskt yfirráðasvæði, þar á meðal af Bandaríkjunum. -Víglínan í Kerson og Sarpórisjía verður fryst þar sem hún er, sem felur í raun í sér viðurkenningu á yfirráðasvæðum. -Rússland lætur af hendi önnur samþykkt landsvæði utan þessara fimm héraða. -Úkraínskar hersveitir hörfa frá þeim hluta Dónetsk sem þær stjórna og þetta svæði verður álitið hlutlaust svæði, alþjóðlega viðurkennt sem rússneskt landsvæði en rússneskar hersveitir fara ekki inn á það. 22. Eftir samþykkt framtíðarsamninga um landsvæði, samþykkja bæði Rússland og Úkraína að reyna ekki að breyta þeim með hervaldi. Öryggisráðstafanir falla úr gildi verði brotið gegn þessu ákvæði. 23. Rússland kemur ekki í veg fyrir að Úkraína noti Dnípróá í efnahagslegum tilgangi, og komist verður að samkomulagi um frjálsan flutning korns um Svartahafið. 24. Mannréttindanefnd verður stofnuð til að taka á útistandandi deilumálum: -Skipst verður á öllum föngum og líkum hermanna. -Öllum borgaralegum föngum og gíslum verður sleppt, þar á meðal börnum. -Komið verður á laggirnar fjölskyldusameiningarúrræðum. -Gripið verður til aðgerða til að draga úr þjáningum fórnarlamba átakanna. 25. Úkraína heldur kosningar innan hundrað daga. 26. Allir aðilar þessara átaka fá fulla sakaruppgjöf vegna stríðsins og samþykkja að gera engar kröfur eða taka kvartanir til skoðunar í framtíðinni. 27. Þetta samkomulag er lagalega bindandi. Framkvæmd þess verður fylgt eftir og hún tryggð af Friðarráðinu, sem stýrt verður af Donald J. Trump. Refsiaðgerðum verður beitt fyrir brot á því. 28. Þegar allir aðilar hafa samþykkt þetta minnisblað, tekur vopnahlé samstundis gildi eftir að báðar fylkingar hörfa til áður samþykktra staða til að hefja framkvæmd samningsins.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Evrópusambandið NATO Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira