Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Hótar hörðum við­brögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gerðu um­fangs­mikla á­rás á vestur­hluta Úkraínu

Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu kapp á að senda Pútín við­vörun vegna eldsprengja

Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum.

Erlent
Fréttamynd

Líkurnar á að öf­ga­hægrimaður verði kanslari fara vaxandi

Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum.

Erlent
Fréttamynd

Kyrr­setja skuggaskipið vegna slæms á­stands

Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar.

Erlent
Fréttamynd

Þor­gerður Katrín í Úkraínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, er í Úkraínu. Þangað fór hún í vinnuheimsókn og mun hún funda með ráðamönnum þar, kynna sér stöðu mála og árétta stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins gegn innrás Rússa.

Innlent
Fréttamynd

Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk

Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Harm­leikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum

Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í hér um bil 3 ár sé miðað er við innrás Rússa inní Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár ef miðað er við yfirtöku Krímskagans 2014. Það er eðlilegt að margir spyrji spurninga um þetta stríð og Andri Þorvarðarson sendi mér nokkrar í grein á visir.is 1. janúar 2024 sem ég þakka honum fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Skiptast á 300 föngum

Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga.

Erlent
Fréttamynd

Orku­verð og sæstrengir

Það er alveg ljóst að í framhaldi þess að Norðmenn tengdu sig með sæstrengjum við Bretland og Danmörku fauk orkuverðið upp úr öllu valdi í Suður-Noregi.

Skoðun
Fréttamynd

Rússar fagna vel heppnaðri á­rás á orku­inn­viði Úkraínu

Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega.

Erlent
Fréttamynd

Skorar vestrið á hólm í 21. aldar ein­vígi

Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa.

Erlent
Fréttamynd

„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk

Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka.

Erlent
Fréttamynd

Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov

Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum.

Erlent
Fréttamynd

Út­sendarar SBU sagðir hafa ráðið her­foringjann af dögum

Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna.

Erlent