Svakalegur lax á Snæfellsnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2025 15:00 Jóhannes með Haffjarðarárjötunninn eins og hann kallar hænginn, karlkyns laxinn. Kalda Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur veiddi nýverið sannkallaðan risalax í búr í Haffjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jóhannes telur að um sé að ræða stærsta Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf. Jóhannes, sem hefur talað mjög fyrir verndun íslenska laxastofnsins, greinir frá rannsóknarveiðum sínum í færslu á Facebook. Risalaxinn var 105 cm á lengd og með ummál upp á 50 cm. Veiðiuggi á stærð við bakugga smálaxa Um var að ræða karlkyns fisk, hæng, sem kominn var í höfðinglegan hrygningarbúning með tilheyrandi krók í yfirstærð. Þá skartaði hann veiðiugga á stærð við bakugga smálaxa og hefur fengið viðurnefnið Haffjarðarárjötunninn sökum stærðar og líkamlegs atgervis. Við skoðun kom í ljós að laxinn var runninn frá hrygningu í ánni haustið 2019. Sá stóri í návígi.Kalda „Sem hrogn dvaldi hann í malarbotni Haffjarðarár um veturinn þar til hann hængur vor klaktist úr hrogninu sumarið 2020. Þá upphófst býsna sögulegt líf þessa lífseiga upprennandi laxajötuns Haffjarðarár.“ Laxinn var hraðvaxta og gekk til sjávar sem gönguseiði á þriðja sumri sínu árið 2022. Á ætisslóðum sínum í hafi dvaldi laxinn í tvö ár en gekk svo til hrygningar í Haffjarðará í fyrsta sinn sumarið 2024. Við hrygningu þegar hann náðist Vorið 2025 gekk laxinn í sjó öðru sinni á ævinni til að sækja sér æti í úthafinu. Hann dvaldi í hafi fram eftir sumri þar til hann gekk til hrygningar öðru sinni í Haffjarðará – nú í sumar þá rúmlega sex ára gamall. Þar tók laxinn þátt í hrygningu í haust og var enn við þá iðju nú í vetrarbyrjun þegar Jóhannes fékk hann í búrið. Búrið sem laxarnir synda inn í á efri myndinni. Jóhannes með háfinn á þeirri neðri.Kalda Jóhannes segir glæsilega ásýnd laxins til fagurs vitnisburðar um gott ástand laxastofnsins í Haffjarðará, sem notið hafi verndar áreiganda á umbrotatímum laxins. „Í Haffjarðará hefur eigandi árinnar Óttar Yngvason staðið fyrir margs konar aðgerðum á undanförnum árum til að verjast erfðablöndun vegna ágengni sjókvíaeldislaxa í þá þjóðþekktu fögru laxveiðiá,“ segir Jóhannes. Ein þeirra aðgerða felist í því að safna og varðveita erfðaefni laxastofns árinnar til langrar framtíðar. Fallegur dagur við Haffjarðará.Jóhannes Sturlaugsson „Þeirri fyrirbyggjandi varnaraðgerð gengur út á að geta brugðist við ágengni sjókvíaeldislaxa. Komi til þess að sjókvíaeldislaxar skaði erfðamengi laxastofns árinnar þá verður hægt í nauðvörn að notast við upprunalegt erfðaefni frá sviljafrystingu við undaneldi og tilheyrandi fiskrækt til að vinda ofan af slíkum erfðaskaða.“ Laxinn kreistur og svilin djúpfryst Svil er sæði úr karlkyns fiski. Erfðaefni er varðveitt með því að drjúpfrysta svil laxahænga með sérstakri aðferðafræði en slíkt er ekki mögulegt að gera með hrognin. Jóhannes hefur síðustu þrjú ár veitt hænga fyrir Óttar á hrygningartíma til að afla svilja til frystingar og flutt þá lifandi í flutningskerjum á rannsóknastöðina að Hesti í Borgarfirði þar sem laxinn er kreistur og svilin djúpfryst. Þegar laxahængarnir mæti á rannsóknastöðina bíði eftir þeim einvala lið sérfræðinga í frystingu laxasvilja, þau Sveinbjörn Eyjólfsson forstöðumaður, Jónas Jónasson líffræðingur og Roasana Estevez sérfræðingur. Sviljakreisting framkvæmd á rannsóknarstöðinni Hesti.Kalda „Þessi varnaraðgerð Óttars vitnar um framsýni á ögurtímum sem hann á lof skilið fyrir líkt og svo margt annað sem hann hefur lagt á sig til að verja villta íslenska laxastofna fyrir þeim skaða sem laxeldi í sjókvíum hér við land fylgir.“ Algjör gæðasvil Við hæfi sé að kalla sviljabirgðir af þessu tagi erfðaverndarsjóð og víst sé að umræddar sviljabirgðir þær sem Óttar hafi komið upp séu sannarlega erfðaverndarsjóður Haffjarðarár. „Þau svil sem þessi lífseigi Haffjarðarárjötunn átti enn í fórum sínum við fund okkar að næturlagi í Haffjarðará, reyndust sannarlega vera gæðasvil. Svil jötunsins voru djúpfryst og eru geymd framtíð Haffjarðarár til handa.“ Lax Fiskeldi Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Jóhannes, sem hefur talað mjög fyrir verndun íslenska laxastofnsins, greinir frá rannsóknarveiðum sínum í færslu á Facebook. Risalaxinn var 105 cm á lengd og með ummál upp á 50 cm. Veiðiuggi á stærð við bakugga smálaxa Um var að ræða karlkyns fisk, hæng, sem kominn var í höfðinglegan hrygningarbúning með tilheyrandi krók í yfirstærð. Þá skartaði hann veiðiugga á stærð við bakugga smálaxa og hefur fengið viðurnefnið Haffjarðarárjötunninn sökum stærðar og líkamlegs atgervis. Við skoðun kom í ljós að laxinn var runninn frá hrygningu í ánni haustið 2019. Sá stóri í návígi.Kalda „Sem hrogn dvaldi hann í malarbotni Haffjarðarár um veturinn þar til hann hængur vor klaktist úr hrogninu sumarið 2020. Þá upphófst býsna sögulegt líf þessa lífseiga upprennandi laxajötuns Haffjarðarár.“ Laxinn var hraðvaxta og gekk til sjávar sem gönguseiði á þriðja sumri sínu árið 2022. Á ætisslóðum sínum í hafi dvaldi laxinn í tvö ár en gekk svo til hrygningar í Haffjarðará í fyrsta sinn sumarið 2024. Við hrygningu þegar hann náðist Vorið 2025 gekk laxinn í sjó öðru sinni á ævinni til að sækja sér æti í úthafinu. Hann dvaldi í hafi fram eftir sumri þar til hann gekk til hrygningar öðru sinni í Haffjarðará – nú í sumar þá rúmlega sex ára gamall. Þar tók laxinn þátt í hrygningu í haust og var enn við þá iðju nú í vetrarbyrjun þegar Jóhannes fékk hann í búrið. Búrið sem laxarnir synda inn í á efri myndinni. Jóhannes með háfinn á þeirri neðri.Kalda Jóhannes segir glæsilega ásýnd laxins til fagurs vitnisburðar um gott ástand laxastofnsins í Haffjarðará, sem notið hafi verndar áreiganda á umbrotatímum laxins. „Í Haffjarðará hefur eigandi árinnar Óttar Yngvason staðið fyrir margs konar aðgerðum á undanförnum árum til að verjast erfðablöndun vegna ágengni sjókvíaeldislaxa í þá þjóðþekktu fögru laxveiðiá,“ segir Jóhannes. Ein þeirra aðgerða felist í því að safna og varðveita erfðaefni laxastofns árinnar til langrar framtíðar. Fallegur dagur við Haffjarðará.Jóhannes Sturlaugsson „Þeirri fyrirbyggjandi varnaraðgerð gengur út á að geta brugðist við ágengni sjókvíaeldislaxa. Komi til þess að sjókvíaeldislaxar skaði erfðamengi laxastofns árinnar þá verður hægt í nauðvörn að notast við upprunalegt erfðaefni frá sviljafrystingu við undaneldi og tilheyrandi fiskrækt til að vinda ofan af slíkum erfðaskaða.“ Laxinn kreistur og svilin djúpfryst Svil er sæði úr karlkyns fiski. Erfðaefni er varðveitt með því að drjúpfrysta svil laxahænga með sérstakri aðferðafræði en slíkt er ekki mögulegt að gera með hrognin. Jóhannes hefur síðustu þrjú ár veitt hænga fyrir Óttar á hrygningartíma til að afla svilja til frystingar og flutt þá lifandi í flutningskerjum á rannsóknastöðina að Hesti í Borgarfirði þar sem laxinn er kreistur og svilin djúpfryst. Þegar laxahængarnir mæti á rannsóknastöðina bíði eftir þeim einvala lið sérfræðinga í frystingu laxasvilja, þau Sveinbjörn Eyjólfsson forstöðumaður, Jónas Jónasson líffræðingur og Roasana Estevez sérfræðingur. Sviljakreisting framkvæmd á rannsóknarstöðinni Hesti.Kalda „Þessi varnaraðgerð Óttars vitnar um framsýni á ögurtímum sem hann á lof skilið fyrir líkt og svo margt annað sem hann hefur lagt á sig til að verja villta íslenska laxastofna fyrir þeim skaða sem laxeldi í sjókvíum hér við land fylgir.“ Algjör gæðasvil Við hæfi sé að kalla sviljabirgðir af þessu tagi erfðaverndarsjóð og víst sé að umræddar sviljabirgðir þær sem Óttar hafi komið upp séu sannarlega erfðaverndarsjóður Haffjarðarár. „Þau svil sem þessi lífseigi Haffjarðarárjötunn átti enn í fórum sínum við fund okkar að næturlagi í Haffjarðará, reyndust sannarlega vera gæðasvil. Svil jötunsins voru djúpfryst og eru geymd framtíð Haffjarðarár til handa.“
Lax Fiskeldi Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira